Erlent

Biður Gdansk-búa um skilning

Heiðursborgari Nóbelsskáldið verst kröfum um að skila heiðursborgaratitli fæðingarborgar sinnar.
Heiðursborgari Nóbelsskáldið verst kröfum um að skila heiðursborgaratitli fæðingarborgar sinnar. MYND/nordicphotos/gettyimages

Þýska nóbelsskáldið Günter Grass hefur sent borgarstjóra fæðingarborgar sinnar Gdansk, sem áður hét Danzig, bréf þar sem hann útskýrir að hann hafi fyrst á elliárum fundið „réttu leiðina“ til að tala um að hann þjónaði í Waffen-SS-hersveit á síðustu mánuðum síðari heimsstyrjaldarinnar, þá á átjánda aldursári.

Grass er heiðursborgari Gdansk og sumir gagnrýnenda hans, þar á meðal Lech Walesa sem einnig er heiðursborgari, hafa skorað á hann að skila heiðurstitlinum eftir að hann upplýsti á dögunum um þetta áður ókunna atriði ævisögu sinnar. Lesið var upp úr bréfinu á blaðamannafundi í Gdansk í gær. Walesa sagðist í gær sáttur við útskýringar Grass.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×