Erlent

Nær átta kílóa sprengja fannst

Sprengjan skoðuð Græni klumpurinn við fætur hermannanna var skilinn eftir aftan á reiðhjóli í fjölförnu verslunarhverfi í Kólombó.
Sprengjan skoðuð Græni klumpurinn við fætur hermannanna var skilinn eftir aftan á reiðhjóli í fjölförnu verslunarhverfi í Kólombó. MYND/AP

Lögreglumenn fundu sprengju í gær við fjölfarna götu í verslunarhverfi í Kólombó, höfuðborg Srí Lanka. Sprengjan vó nærri átta kíló og hefði getað valdið töluverðum mannskaða.

Verslanir, heimili og skrifstofuhúsnæði í nágrenninu var rýmt meðan sprengjusérfræðingar aftengdu sprengjuna, sem hafði verið komið fyrir í ávaxtakörfu aftan á reiðhjóli og falin innan um kálhausa. Fjarstýring fannst hinumegin við götuna.

Lögregluna grunar Tamílatígra um að hafa komið sprengjunni fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×