Erlent

Einskis getið um auðgun úrans

Svarið afhent Sendiherrar stórveldanna  hjá Larijani í Teheran í gær.
Svarið afhent Sendiherrar stórveldanna hjá Larijani í Teheran í gær. MYND/AP

Ari Larijani, aðaltalsmaður Íransstjórnar í kjarnorkumálum, greindi frá því í gær að stjórnin væri reiðubúin að hefja alvöru samningaviðræður um kjarnorkuáætlun sína.

Larijani sagði þetta er hann afhenti skriflegt svar Íransstjórnar við tilboði sex stórvelda um margvíslegan efnahagslegan ávinning Írönum til handa gegn því að þeir hlíti reglum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar um eftirlit með kjarnorkuáætluninni.

Enginn talsmaður Íransstjórnar nefndi hvort gagntilboðið fæli í sér að hún stöðvaði tilraunir með auðgun úrans. Á það hafa Vesturveldin lagt höfuðáherslu. Frestur sem öryggisráð SÞ gaf Írönum rennur út 31. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×