Kínverjarnir þegja allir sem einn 22. ágúst 2006 07:15 Að sögn Óskars Bjartmarz, yfirlögregluþjóns á Egilsstöðum, rannsakar lögregla líkamsárásina í svefnskála við Kárahnjúka ekki sem manndrápstilraun. Ráðist var með hrottafengnum hætti á Kínverja á fimmtugsaldri. Ráðist var á manninn, sem heitir Xu-Tingfa, aðfaranótt sunnudags inni á svefnherbergi hans í svefnskála þar sem einungis Kínverjar búa. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er mögulegt að árásarmennirnir séu farnir af landi brott en hópur Kínverja af svæðinu flaug frá Egilsstöðum í fyrrinótt, áleiðis til Kaupmannahafnar. Maðurinn fannst afar illa útleikinn á sunnudagsmorgun þar sem hann lá í blóði sínu og ælu. Blóðslettur voru uppi um alla veggi en maðurinn missti mikið blóð og var honum vart hugað líf í fyrstu. Talið er að fleiri en einn maður hafi verið að verki. Árásin er talin tengjast óuppgerðum peningamálum. Gert hefur verið að sárum mannsins og mun líðan hans vera eftir atvikum góð. Hann verður fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað. Að sögn er afar hljóðbært á milli herbergja í svefnskálanum þar sem árásin varð. Þrátt fyrir það hefur enn enginn gefið sig fram við lögreglu með upplýsingar sem gætu stuðlað að lausn málsins. Sumir Kínverjanna hafa samkvæmt heimildum blaðsins haldið því fram að maðurinn hafi sjálfur veitt sér áverkana, en læknir á Kárahnjúkum telur það ómögulegt. Um tuttugu Kínverjar voru yfirheyrðir í fyrradag með litlum árangri. Steingrímur Þorbjarnarson gegnir stöðu trúnaðarmanns á Kárahnjúkum um þessar mundir. Hann talar kínversku og hefur aðstoðað lögreglu við yfirheyrslurnar. Hann segir Kínverjana á svæðinu í uppnámi vegna atburðarins og að enginn þeirra vilji nokkuð tjá sig um málið. Steingrímur segir þekkt á meðal Kínverja að taka í spil sín á milli og endrum og eins séu peningar lagðir undir, en þó aldrei verulegar fjárhæðir. „Það hefur ekkert frést af því að menn hafi verið að koma sér í skuldir eða vandræði vegna þessara fjárhættuspila,“ segir Steingrímur. „Það er ekkert sem bendir til að svo hafi verið í þessu tilfelli.“ Engir voru yfirheyrðir í gær vegna málsins en vettvangur árásarinnar var rannsakaður í gær af tæknideild rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík. Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við árásina. Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Að sögn Óskars Bjartmarz, yfirlögregluþjóns á Egilsstöðum, rannsakar lögregla líkamsárásina í svefnskála við Kárahnjúka ekki sem manndrápstilraun. Ráðist var með hrottafengnum hætti á Kínverja á fimmtugsaldri. Ráðist var á manninn, sem heitir Xu-Tingfa, aðfaranótt sunnudags inni á svefnherbergi hans í svefnskála þar sem einungis Kínverjar búa. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er mögulegt að árásarmennirnir séu farnir af landi brott en hópur Kínverja af svæðinu flaug frá Egilsstöðum í fyrrinótt, áleiðis til Kaupmannahafnar. Maðurinn fannst afar illa útleikinn á sunnudagsmorgun þar sem hann lá í blóði sínu og ælu. Blóðslettur voru uppi um alla veggi en maðurinn missti mikið blóð og var honum vart hugað líf í fyrstu. Talið er að fleiri en einn maður hafi verið að verki. Árásin er talin tengjast óuppgerðum peningamálum. Gert hefur verið að sárum mannsins og mun líðan hans vera eftir atvikum góð. Hann verður fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað. Að sögn er afar hljóðbært á milli herbergja í svefnskálanum þar sem árásin varð. Þrátt fyrir það hefur enn enginn gefið sig fram við lögreglu með upplýsingar sem gætu stuðlað að lausn málsins. Sumir Kínverjanna hafa samkvæmt heimildum blaðsins haldið því fram að maðurinn hafi sjálfur veitt sér áverkana, en læknir á Kárahnjúkum telur það ómögulegt. Um tuttugu Kínverjar voru yfirheyrðir í fyrradag með litlum árangri. Steingrímur Þorbjarnarson gegnir stöðu trúnaðarmanns á Kárahnjúkum um þessar mundir. Hann talar kínversku og hefur aðstoðað lögreglu við yfirheyrslurnar. Hann segir Kínverjana á svæðinu í uppnámi vegna atburðarins og að enginn þeirra vilji nokkuð tjá sig um málið. Steingrímur segir þekkt á meðal Kínverja að taka í spil sín á milli og endrum og eins séu peningar lagðir undir, en þó aldrei verulegar fjárhæðir. „Það hefur ekkert frést af því að menn hafi verið að koma sér í skuldir eða vandræði vegna þessara fjárhættuspila,“ segir Steingrímur. „Það er ekkert sem bendir til að svo hafi verið í þessu tilfelli.“ Engir voru yfirheyrðir í gær vegna málsins en vettvangur árásarinnar var rannsakaður í gær af tæknideild rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík. Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við árásina.
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira