Ítalir vilja leiða friðargæslu 22. ágúst 2006 07:00 Ehud Olmert Forsætisráðherrann fór í þyrluflug í gær og heimsótti þau ísraelsku bæjarfélög við landamæri Líbanons sem verst komu út úr átökunum. MYND/AP Ítalska ríkisstjórnin er reiðubúin til að fara fyrir alþjóðafriðargæsluliðinu, UNIFIL, í Líbanon í gær, að því tilskyldu að þjóðir eins og Frakkar, Þjóðverjar og Tyrkir taki þátt í starfinu. Þetta tilboð kemur í kjölfar beiðni Ehuds Olmerts til Romano Prodi, forseta Ítalíu, eftir að Frakkar, sem höfðu áður boðist til að bera ábyrgð á friðargæslunni, ákváðu að senda ekki nema tvö hundruð manna lið til Suður-Líbanons. George W. Bush hvatti ríki heimsins til að koma sér saman um framkvæmd alþjóðarfriðargæslunnar og hét því að greiða um 16 milljarða króna til neyðaraðstoðar í Líbanon. Bandaríkjamenn vinna nú að nýrri ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem á að stuðla að afvopnun Hizbollah-hreyfingarinnar. John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, sagði að væntanleg ályktun ætti ekki að tefja fyrir því að friðargæsluliðar færu til Líbanons samkvæmt núverandi samkomulagi um vopnalé. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, reyndi að svara gagnrýnisröddum heima fyrir í gær vegna herferðarinnar í Líbanon og gaf í skyn að um uppsafnaðan vanda ísraelskra stjórnvalda væri að ræða. Með því að ráðast inn í Líbanon hefði Olmert einungis verið að taka á vandamáli sem fyrri stjórnvöld hefðu ekki horfst í augu við. „Við vissum svo árum skipti að hættan [af uppbyggingu Hizbollah] væri til staðar en létum sem við vissum ekki neitt.“ Olmert kenndi þannig fyrirrennurum sínum um, en minntist þó ekki á læriföður sinn, Ariel Sharon, sem var hæstráðandi í landinu nær sleitulaust frá því að ísraelski herinn var dreginn til baka frá Líbanon árið 2002. Nokkur hundruð varaliðsmanna hersins mótmæltu í gær lélegri skipulagningu hernaðarins í Líbanon og kröfðust opinberrar rannsóknar; sumir kröfðust einnig afsagnar Olmerts. Stríðsreksturinn naut víðtæks stuðnings ísraelskra borgara, en stríðslokin ekki. Olmert hefur verið brigslað um óákveðni og ómarkvissa stefnumörkun í stríðinu, en hefur ekki síst legið undir ámæli fyrir að hafa samið af sér í viðræðum um vopnahlé, og að frekari átök séu þess vegna óhjákvæmileg. Einnig hefur þórðargleði ýmissa arabaríkja komið illa við Ísraelsmenn, en ráðamenn þeirra hafa keppst um að senda þeim háðsglósur, vegna „ósigursins“. Forsætisráðherra Írans sagði til að mynda í gær að brotthvarf Ísraelshers frá Líbanon væri fyrsta „niðurlæging“ Ísraelsríkis frá stofnun þess. Erlent Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Sjá meira
Ítalska ríkisstjórnin er reiðubúin til að fara fyrir alþjóðafriðargæsluliðinu, UNIFIL, í Líbanon í gær, að því tilskyldu að þjóðir eins og Frakkar, Þjóðverjar og Tyrkir taki þátt í starfinu. Þetta tilboð kemur í kjölfar beiðni Ehuds Olmerts til Romano Prodi, forseta Ítalíu, eftir að Frakkar, sem höfðu áður boðist til að bera ábyrgð á friðargæslunni, ákváðu að senda ekki nema tvö hundruð manna lið til Suður-Líbanons. George W. Bush hvatti ríki heimsins til að koma sér saman um framkvæmd alþjóðarfriðargæslunnar og hét því að greiða um 16 milljarða króna til neyðaraðstoðar í Líbanon. Bandaríkjamenn vinna nú að nýrri ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem á að stuðla að afvopnun Hizbollah-hreyfingarinnar. John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, sagði að væntanleg ályktun ætti ekki að tefja fyrir því að friðargæsluliðar færu til Líbanons samkvæmt núverandi samkomulagi um vopnalé. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, reyndi að svara gagnrýnisröddum heima fyrir í gær vegna herferðarinnar í Líbanon og gaf í skyn að um uppsafnaðan vanda ísraelskra stjórnvalda væri að ræða. Með því að ráðast inn í Líbanon hefði Olmert einungis verið að taka á vandamáli sem fyrri stjórnvöld hefðu ekki horfst í augu við. „Við vissum svo árum skipti að hættan [af uppbyggingu Hizbollah] væri til staðar en létum sem við vissum ekki neitt.“ Olmert kenndi þannig fyrirrennurum sínum um, en minntist þó ekki á læriföður sinn, Ariel Sharon, sem var hæstráðandi í landinu nær sleitulaust frá því að ísraelski herinn var dreginn til baka frá Líbanon árið 2002. Nokkur hundruð varaliðsmanna hersins mótmæltu í gær lélegri skipulagningu hernaðarins í Líbanon og kröfðust opinberrar rannsóknar; sumir kröfðust einnig afsagnar Olmerts. Stríðsreksturinn naut víðtæks stuðnings ísraelskra borgara, en stríðslokin ekki. Olmert hefur verið brigslað um óákveðni og ómarkvissa stefnumörkun í stríðinu, en hefur ekki síst legið undir ámæli fyrir að hafa samið af sér í viðræðum um vopnahlé, og að frekari átök séu þess vegna óhjákvæmileg. Einnig hefur þórðargleði ýmissa arabaríkja komið illa við Ísraelsmenn, en ráðamenn þeirra hafa keppst um að senda þeim háðsglósur, vegna „ósigursins“. Forsætisráðherra Írans sagði til að mynda í gær að brotthvarf Ísraelshers frá Líbanon væri fyrsta „niðurlæging“ Ísraelsríkis frá stofnun þess.
Erlent Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Sjá meira