Nú er mál að linni – nú stíg ég af sviðinu 19. ágúst 2006 00:01 STIGIÐ AF SVIÐINU. Halldór Ásgrímsson, fráfarandi formaður Framsóknarflokksins, lauk ræðu sinni á flokksþinginu í gær á orðunum: „En nú er mál að linni. Nú taka aðrir við. Nú stíg ég niður af sviðinu.“ Flokksmenn hylltu Halldór að ræðunni lokinni með löngu lófataki. MYND/STEFAN Halldór Ásgrímsson staldraði stuttlega við fjölmörg málefni í fjörutíu mínútna langri setningarræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Meðal þess sem hann ræddi um voru breytingar á þjóðfélaginu, útgjaldaaukning til velferðarmála, skattar, varnarmál, Evrópusambandið, sjávarútvegur, landbúnaðarkerfið og Kárahnjúkavirkjun. Halldór gerði fíkniefnaneyslu að sérstöku umtalsefni þegar hann ræddi það sem hefur misfarist. Sagði hann einhverjar orrustur hafa unnist í baráttunni gegn þessum mesta vágesti samtímans en miklu fleiri hefðu tapast. Lýsti hann áhyggjum sínum af starfsemi alþjóðlegra samtaka um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. Sagði hann það váleg tíðindi, enda tilgangur slíkra samtaka að vega að æskunni, byrla henni eitur og græða á ógæfu annarra. Sagðist hann hljóta að viðurkenna að stjórnvöldum hefði ekki tekist nægilega vel upp í baráttunni og að herða þyrfti tökin með því að efla löggæsluna og gefa henni auknar heimildir í baráttunni. Hnýtti hann aftan við að velsældin ætti sér sínar skuggahliðar. Í niðurlagi ræðu sinnar þakkaði Halldór samflokksmönnum sínum traust þeirra í gegnum árin. Sagði hann Framsóknarflokkinn hafa gefið sér miklu meira en hann honum og kvað engan einn mann stærri en flokkinn. Þakkaði hann Sigurjónu konu sinni og fjölskyldunni allri fyrir stuðning sem aldrei hefði brugðist. Þakkaði hann samstarfsflokknum í ríkisstjórn, alþingismönnum, embættismönnum og öðrum sem hann hefði unnið mikið með fyrir langt og farsælt samstarf. Þá þakkaði hann þjóðinni fyrir umburðarlyndi og traust. Lokaorð Halldórs Ásgrímssonar í ræðunni á flokksþinginu voru: "En nú er mál að linni. Nú taka aðrir við. Nú stíg ég niður af sviðinu. Þakka ykkur fyrir." Risu þingfulltrúar úr sætum og hylltu fráfarandi formann sinn með löngu lófataki. Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Halldór Ásgrímsson staldraði stuttlega við fjölmörg málefni í fjörutíu mínútna langri setningarræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Meðal þess sem hann ræddi um voru breytingar á þjóðfélaginu, útgjaldaaukning til velferðarmála, skattar, varnarmál, Evrópusambandið, sjávarútvegur, landbúnaðarkerfið og Kárahnjúkavirkjun. Halldór gerði fíkniefnaneyslu að sérstöku umtalsefni þegar hann ræddi það sem hefur misfarist. Sagði hann einhverjar orrustur hafa unnist í baráttunni gegn þessum mesta vágesti samtímans en miklu fleiri hefðu tapast. Lýsti hann áhyggjum sínum af starfsemi alþjóðlegra samtaka um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. Sagði hann það váleg tíðindi, enda tilgangur slíkra samtaka að vega að æskunni, byrla henni eitur og græða á ógæfu annarra. Sagðist hann hljóta að viðurkenna að stjórnvöldum hefði ekki tekist nægilega vel upp í baráttunni og að herða þyrfti tökin með því að efla löggæsluna og gefa henni auknar heimildir í baráttunni. Hnýtti hann aftan við að velsældin ætti sér sínar skuggahliðar. Í niðurlagi ræðu sinnar þakkaði Halldór samflokksmönnum sínum traust þeirra í gegnum árin. Sagði hann Framsóknarflokkinn hafa gefið sér miklu meira en hann honum og kvað engan einn mann stærri en flokkinn. Þakkaði hann Sigurjónu konu sinni og fjölskyldunni allri fyrir stuðning sem aldrei hefði brugðist. Þakkaði hann samstarfsflokknum í ríkisstjórn, alþingismönnum, embættismönnum og öðrum sem hann hefði unnið mikið með fyrir langt og farsælt samstarf. Þá þakkaði hann þjóðinni fyrir umburðarlyndi og traust. Lokaorð Halldórs Ásgrímssonar í ræðunni á flokksþinginu voru: "En nú er mál að linni. Nú taka aðrir við. Nú stíg ég niður af sviðinu. Þakka ykkur fyrir." Risu þingfulltrúar úr sætum og hylltu fráfarandi formann sinn með löngu lófataki.
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira