Erlent

Bráðnar hraðar en talið var

Grænlandsís Bráðnunin er sögð mest á austurströndinni.
Grænlandsís Bráðnunin er sögð mest á austurströndinni.

Ísinn á Grænlandi bráðnar enn hraðar en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsókna sem bandarískir vísindamenn hafa gert á grundvelli gerfihnattaljósmynda frá bandarísku geimferðastofnuninni, NASA, og birtar eru í nýjasta heftir vísindatímaritsins Science.

Í rannsókninni eru breytingar á ísnum frá mánuði til mánaðar greindar á grundvelli gerfihnattamynda frá tímabilinu apríl 2002 til nóvember 2005. Niðurstöðurnar benda til að um 239 rúmkílómetrar íss bráðni að jafnaði á ári hverju af Grænlandsjökli. Bráðnunin er mest á austurströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×