Erlent

Dánartala hækkar

Saomai Öldruð kona í bænum Tuoxi í Suðaustur-Kína horfir á leifar af húsi sínu.
Saomai Öldruð kona í bænum Tuoxi í Suðaustur-Kína horfir á leifar af húsi sínu.

Dánartala þeirra sem létust eftir að fellibylurinn Saomai skall á Kína á fimmtudag hækkaði á sunnudag upp í 134 og er 163 saknað. Sum fórnarlambanna létust þegar skýli sem þau höfðu leitað í hrundu.

Strandborgin Wenzhou varð verst úti í fellibylnum þar sem að minnsta kosti 81 lést. Fimmtíu þúsund hús eyðilögðust og þúsund fiskibátar sukku í óveðrinu. Hafa hjálparstarfsmenn dreift hjálpargögnum til þúsunda fólks í strandsvæðunum Zhejiang og Fujian. Fellibylurinn Saomai er öflugasti bylur sem skollið hefur á Kína í meira en fimma áratugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×