Erlent

Hyggst mæta í Yasukuni-hof

Koizumi Forsætisráðherrann ber blómsveig í gær í tilefni þess að 61 ár var liðið frá kjarnorkuárásinni á Nagasaki.
Koizumi Forsætisráðherrann ber blómsveig í gær í tilefni þess að 61 ár var liðið frá kjarnorkuárásinni á Nagasaki. MYND/AP

Forsætisráðherra Japans, Junichiro Koizumi, sagði í gær að hann vildi standa við loforð sitt um að biðjast fyrir í Yasukuni-hofinu hinn 15. ágúst, daginn sem Japanar gáfust upp árið 1945.

Hofið er tileinkað minningu 2,5 milljóna Japana sem fallið hafa í styrjöldum, þar á meðal dæmdra stríðsglæpamanna. Áformin hafa mætt mikilli andstöðu í nágrannalöndum Japans.

Koizumi hefur heimsótt hofið fimm sinnum síðan árið 2001, en í kosningabaráttu á því ári lofaði hann því að gera það að minnsta kosti einu sinni í embættistíð sinni á þessum degi, „Uppgjafardeginum“. Hann segist einungis gera það til að heiðra minningu fallinna og biðja fyrir friði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×