Erlent

Halda ástandi Castros leyndu

Beðið fyrir forsetanum Íbúar á Kúbu báðu fyrir bata Fidels Castro við sérstaka messu sem haldin var í Havana á sunnudag forsetanum til heiðurs.
Beðið fyrir forsetanum Íbúar á Kúbu báðu fyrir bata Fidels Castro við sérstaka messu sem haldin var í Havana á sunnudag forsetanum til heiðurs. MYND/AP

Fidel Castro er nú á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna innvortis blæðinga í síðustu viku. Varaforseti Kúbu, Carlos Lage, sagði á sunnudag að líðan Castros væri góð og hann myndi snúa aftur til starfa innan fárra vikna.

Fréttir bárust af því að forsetinn þjáist af magakrabbameini en Carlos Lage neitar þeim fregnum. Að sögn yfirvalda hefur upplýsingum um líðan Castros verið haldið leyndum svo óvinaþjóðir Kúbu nýti sér ekki ástand forsetans. Fidel Castro verður áttræður næsta sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×