Erlent

Chavez fær ekki Saab-vopn

Hugo Chavez Forseti Venesúela, t.v., sýnir víetnömskum hermanni gamalt sverð.
Fréttablaðið/ap
Hugo Chavez Forseti Venesúela, t.v., sýnir víetnömskum hermanni gamalt sverð. Fréttablaðið/ap

Sænski hergagnaframleiðandinn Saab ætlar að hætta að selja vopn til Venesúela vegna banns Bandaríkjastjórnar við vopnasölu til stjórnar Hugo Chavez. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC.

Bofors, dótturfyrirtæki Saab, hefur selt Venesúela vopn í tvo áratugi, en mun hætta sölunni í október.

Samkvæmt banni Bandaríkjanna er engri vopnaverksmiðju í heiminum heimilt að selja vopn til Venesúela, innihaldi vopnin hluta sem búnir eru til í Bandaríkjunum. Sala er jafnframt bönnuð til annarra landa sem að mati Bandaríkjastjórnar hlíta ekki að öllu leyti aðgerðum hennar gegn hryðjuverkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×