Segir að uppeldi sé ekki í verkahring lögreglunnar 28. júlí 2006 08:00 Hátíðir um verslunarmannahelgi draga að unglinga Almennar reglur um útivistartíma og áfengisdrykkju gilda á hátíðum um verslunarmannahelgi eins og annars staðar. Lögreglan notar þær heimildir til að taka á vandamálum sem fylgja eftirlitslausum unglingum þótt önnur verkefni séu oft meira aðkallandi. MYND/Billi "Við erum ekki með neinar sérstakar aðgerðir til að koma í veg fyrir unglingadrykkju," segir Páll Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV, sem stendur að þjóðhátíð í Eyjum. Hann segir að sértækar aðgerðir eins og áfengisleit á öllum unglingum séu erfiðar í framkvæmd. Lögreglan sjái um að allt fari vel fram og sinni því hlutverki vel. Á Akureyri er reynt að setja unglingum stólinn fyrir dyrnar á hátíðinni "Ein með öllu" með því að hafa átján ára aldurstakmark á tjaldstæðunum. Ekkert aldurstakmark er á tjaldsvæðinu í Neskaupstað þar sem hátíðin Neistaflug verður haldin um verslunarmannahelgina. "Hér hefur alltaf verið fylgst vel með hlutunum og lögregla látin taka vín af börnunum ef þau eru að drekka," segir Þorvaldur Einarsson, sem stendur að Neistaflugi. Engin sérstök lög eru til um hátíðir eins og þær sem haldnar eru um verslunarmannahelgi. Aftur á móti gilda þar almennar reglur um útivistartíma og unglingadrykkju. "Menn meta hvaða verkefni eru mikilvægust og auðvitað höfum við ekki mannskap til að sinna öllu sem getur komið upp," segir Björn Jósef Arnviðsson, lögreglustjóri á Akureyri. Björn Jósef segir það ekki vera hlutverk lögreglunnar að ala börn upp og ábyrgðarleysi af foreldrum ef þeir leyfa börnum sínum að fara einum á hátíðir og ætla lögreglunni að gæta útivistartímans. Björn Þór Rögnvaldsson, fulltrúi sýslumannsins á Eskifirði, tekur í sama streng og segir að lögregla og björgunarsveit verði viðbúin að framfylgja lögum. "Margt annað þarf að fara í forgang. Lögreglumenn geta ekki verið að spyrja hvern einasta mann um skilríki," segir Björn Jósef. Engin aldurstakmörk eru inn á þjóðhátíð í Eyjum en lögreglan þar reynir þó að hafa hemil á unglingum eftir því sem heimildir þeirra leyfa. "Við megum hafa afskipti af börnum undir sextán ára eftir að útivistartíma lýkur og við nýtum okkur það," segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Einnig segir Karl að ef höfð séu afskipti af unglingum undir átján ára sé hægt að kalla eftir því hvort þeir hafi heimild foreldra til að vera á hátíðinni. "Einstaka sinnum hefur komið fyrir að við höfum sent börn til Reykjavíkur, en þeim tilfellum fer fækkandi," segir Karl Gauti. Innlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
"Við erum ekki með neinar sérstakar aðgerðir til að koma í veg fyrir unglingadrykkju," segir Páll Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV, sem stendur að þjóðhátíð í Eyjum. Hann segir að sértækar aðgerðir eins og áfengisleit á öllum unglingum séu erfiðar í framkvæmd. Lögreglan sjái um að allt fari vel fram og sinni því hlutverki vel. Á Akureyri er reynt að setja unglingum stólinn fyrir dyrnar á hátíðinni "Ein með öllu" með því að hafa átján ára aldurstakmark á tjaldstæðunum. Ekkert aldurstakmark er á tjaldsvæðinu í Neskaupstað þar sem hátíðin Neistaflug verður haldin um verslunarmannahelgina. "Hér hefur alltaf verið fylgst vel með hlutunum og lögregla látin taka vín af börnunum ef þau eru að drekka," segir Þorvaldur Einarsson, sem stendur að Neistaflugi. Engin sérstök lög eru til um hátíðir eins og þær sem haldnar eru um verslunarmannahelgi. Aftur á móti gilda þar almennar reglur um útivistartíma og unglingadrykkju. "Menn meta hvaða verkefni eru mikilvægust og auðvitað höfum við ekki mannskap til að sinna öllu sem getur komið upp," segir Björn Jósef Arnviðsson, lögreglustjóri á Akureyri. Björn Jósef segir það ekki vera hlutverk lögreglunnar að ala börn upp og ábyrgðarleysi af foreldrum ef þeir leyfa börnum sínum að fara einum á hátíðir og ætla lögreglunni að gæta útivistartímans. Björn Þór Rögnvaldsson, fulltrúi sýslumannsins á Eskifirði, tekur í sama streng og segir að lögregla og björgunarsveit verði viðbúin að framfylgja lögum. "Margt annað þarf að fara í forgang. Lögreglumenn geta ekki verið að spyrja hvern einasta mann um skilríki," segir Björn Jósef. Engin aldurstakmörk eru inn á þjóðhátíð í Eyjum en lögreglan þar reynir þó að hafa hemil á unglingum eftir því sem heimildir þeirra leyfa. "Við megum hafa afskipti af börnum undir sextán ára eftir að útivistartíma lýkur og við nýtum okkur það," segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Einnig segir Karl að ef höfð séu afskipti af unglingum undir átján ára sé hægt að kalla eftir því hvort þeir hafi heimild foreldra til að vera á hátíðinni. "Einstaka sinnum hefur komið fyrir að við höfum sent börn til Reykjavíkur, en þeim tilfellum fer fækkandi," segir Karl Gauti.
Innlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira