Önnin kostar 236 þúsund 25. júlí 2006 07:15 Einungis lítill hópur nemenda við skólann er ósáttur við hækkanir skólagjalda. Um tólf prósenta hækkun hefur orðið á skólagjöldum við Viðskiptaháskólann á Bifröst frá því í fyrra. Þessi hækkun nær til þeirra sem leggja stund á nám á grunnstigi skólans. Magnús Árni Magnússon, aðstoðarrektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, segir ástæður hækkunar skólagjalda tvíþættar. „Annars vegar að mæta kostnaðarhækkunum en hins vegar er þetta ákvörðun sem tekin var í kjölfar þróunarvinnu sem við lögðumst í síðastliðið vor.“ Magnús segir hækkun gjalda í grunnnámi vera umfram verðbólgu til að standa straum af kostnaði við að auka þjónustu við nemendur og gera námið einstaklingsmiðaðra. Í fréttum RÚV í gær kom fram að nemendur á Bifröst væru margir hverjir ósáttir við nýlega hækkun skólagjalda. Í framhaldi af þeim fréttaflutningi sendi Skólafélag Viðskiptaháskólans frá sér yfirlýsingu þess efnis að einungis lítill hópur nemenda sætti sig ekki við hækkanirnar. Þeir sem hyggjast stunda nám á grunnstigi á Bifröst næsta vetur þurfa nú að greiða 236 þúsund krónur fyrir önnina, eða 472 þúsund krónur fyrir allt skólaárið. Magnús segir það ákvörðun skólans að leggja áherslu á gæði námsins sem sé kostnaðarsamt en að sú hugmynd að hækka gjöldin nú hafi verið í fullu samræmi við fulltrúa nemenda. „Við miðum gæði námsins við einkarekna háskóla í Bandaríkjunum en þar eru skólagjöld mun hærri en hér.“ Magnús segir enga hækkun verða á meistaranámi við skólann umfram verðlagshækkanir en þar kostar tveggja ára nám 1,3 milljónir. Til samanburðar má geta þess að meistaranám við Háskólann í Reykjavík kostar á bilinu 250-300 þúsund krónur fyrir önnina sem samsvarar 1,2 milljónum króna að hámarki fyrir tveggja ára nám. Háskólinn í Reykjavík og Listaháskólinn hafa báðir hækkað skólagjöld sín á milli ára en Háskóli Íslands hefur ekki hækkað skólagjöld sín sem eru 45 þúsund krónur fyrir næsta skólaár. Við almenna mennta- og fjölbrautaskóla landsins sem heyra undir menntamálaráðuneytið eru innheimt innritunargjöld en þau eru 8.500 krónur líkt og í fyrra. Í iðnskólum og á sérstökum verknámsbrautum á menntaskólastigi er heimilt að innheimta efnisgjöld sem geta að hámarki orðið 25 þúsund krónur. Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
Um tólf prósenta hækkun hefur orðið á skólagjöldum við Viðskiptaháskólann á Bifröst frá því í fyrra. Þessi hækkun nær til þeirra sem leggja stund á nám á grunnstigi skólans. Magnús Árni Magnússon, aðstoðarrektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, segir ástæður hækkunar skólagjalda tvíþættar. „Annars vegar að mæta kostnaðarhækkunum en hins vegar er þetta ákvörðun sem tekin var í kjölfar þróunarvinnu sem við lögðumst í síðastliðið vor.“ Magnús segir hækkun gjalda í grunnnámi vera umfram verðbólgu til að standa straum af kostnaði við að auka þjónustu við nemendur og gera námið einstaklingsmiðaðra. Í fréttum RÚV í gær kom fram að nemendur á Bifröst væru margir hverjir ósáttir við nýlega hækkun skólagjalda. Í framhaldi af þeim fréttaflutningi sendi Skólafélag Viðskiptaháskólans frá sér yfirlýsingu þess efnis að einungis lítill hópur nemenda sætti sig ekki við hækkanirnar. Þeir sem hyggjast stunda nám á grunnstigi á Bifröst næsta vetur þurfa nú að greiða 236 þúsund krónur fyrir önnina, eða 472 þúsund krónur fyrir allt skólaárið. Magnús segir það ákvörðun skólans að leggja áherslu á gæði námsins sem sé kostnaðarsamt en að sú hugmynd að hækka gjöldin nú hafi verið í fullu samræmi við fulltrúa nemenda. „Við miðum gæði námsins við einkarekna háskóla í Bandaríkjunum en þar eru skólagjöld mun hærri en hér.“ Magnús segir enga hækkun verða á meistaranámi við skólann umfram verðlagshækkanir en þar kostar tveggja ára nám 1,3 milljónir. Til samanburðar má geta þess að meistaranám við Háskólann í Reykjavík kostar á bilinu 250-300 þúsund krónur fyrir önnina sem samsvarar 1,2 milljónum króna að hámarki fyrir tveggja ára nám. Háskólinn í Reykjavík og Listaháskólinn hafa báðir hækkað skólagjöld sín á milli ára en Háskóli Íslands hefur ekki hækkað skólagjöld sín sem eru 45 þúsund krónur fyrir næsta skólaár. Við almenna mennta- og fjölbrautaskóla landsins sem heyra undir menntamálaráðuneytið eru innheimt innritunargjöld en þau eru 8.500 krónur líkt og í fyrra. Í iðnskólum og á sérstökum verknámsbrautum á menntaskólastigi er heimilt að innheimta efnisgjöld sem geta að hámarki orðið 25 þúsund krónur.
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira