Erlent

Helmingur barnakláms hýstur á bandarískum vefsvæðum

Fylgst með Netinu Lögreglumaður á Spáni leitar uppi síður með barnaklámi.
Fylgst með Netinu Lögreglumaður á Spáni leitar uppi síður með barnaklámi. MYND/AP

Rétt rúmlega helmingur barnaklámmynda á netinu kemur frá Bandaríkjunum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá bresku eftirlitsstofnuninni Internet Watch Foundation.

Nærri fimmtán prósent af þessu klámi koma frá Rússlandi, nærri tólf prósent frá Japan og tæp níu prósent frá Spáni, að því er fram kemur á vefsíðu fréttastofu breska ríkisútvarpsins, BBC.

Samkvæmt skýrslunni bárust stofnuninni á fyrri hluta þessa árs nærri fimmtán þúsund ábendingar um vefsíður með klámfengnum myndum af börnum. Þetta voru fjórðungi fleiri ábendingar en á síðasta ári.

Klámfengnar myndir af börnum reyndust vera á nærri fimm þúsund vefsíðum. Nærri 2.500 af þeim eru hýstar í Bandaríkjunum, en rúmlega 730 í Rússlandi. Sumar af þessum vefsíðum hafa verið á netinu í meira en fimm ár, þrátt fyrir að yfirvöldum hafi verið tilkynnt um þær. Í Bandaríkjunum eru miklu fleiri fyrirtæki en í öðrum löndum sem bjóða upp á vefhýsingu, en stofnunin telur það eitt skýra það hve ástandið í Bandaríkjunum á þessu sviði er slæmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×