Vísaði kæru Ríkislögreglustjóra frá 21. júlí 2006 03:30 Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála vísaði í gær frá máli Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf. gegn Póst- og fjarskiptastofnun, en kærð var bráðabirgðaákvörðun stofnunarinnar frá 8. maí. Með henni var Síminn hf. skyldaður til þess að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu til Atlassíma ehf. Að mati kærenda í málinu, Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, varðaði ákvörðunin beina, sérstaka, verulega og lögvarða hagsmuni, þar sem það væri vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsímaþjónustu, og sá þáttur væri augljóslega mikilvægur fyrir starfsemi lögreglunnar. Arnar Þór Jónsson, lögmaður hjá lögfræðistofunni Logos, sem sótti málið fyrir hönd Ríkislögreglustjóra, undrast niðurstöðu nefndarinnar. Í úrskurðinum virðist sem nefndin ætli sér að fallast á okkar sjónarmið, þar sem hún tekur undir okkar málflutning að miklu leyti í úrskurði sínum, en vísar síðan málinu frá, sem er þvert á efnisleg rök nefndarinnar fyrir niðurstöðunni. Við höfum ekki ákveðið hver verða næstu skref af okkar hálfu í málinu. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir niðurstöðuna ekki koma á óvart en segist skilja sjónarmið kærenda. Við skiljum vel sjónarmið Ríkislögreglustjóra og forsvarsmanna Neyðarlínunnar, um að mikilvægt sé að staðsetja síma, en það er ljóst að kærendur í þessu máli stíga inn í deilu tveggja félaga á markaði. Mikilvægast er að netsímaþjónustu verði gefið svigrúm til þess að fóta sig á markaði, neytendum til hagsbóta. Úrskurðarnefndinni, sem í sátu Ólafur Garðarsson lögmaður og jafnframt formaður nefndarinnar, Heimir Haraldsson endurskoðandi og Guðjón Kárason verkfræðingur, barst stjórnsýslukæra frá Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunni 6. júní síðastliðinn. Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála vísaði í gær frá máli Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf. gegn Póst- og fjarskiptastofnun, en kærð var bráðabirgðaákvörðun stofnunarinnar frá 8. maí. Með henni var Síminn hf. skyldaður til þess að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu til Atlassíma ehf. Að mati kærenda í málinu, Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, varðaði ákvörðunin beina, sérstaka, verulega og lögvarða hagsmuni, þar sem það væri vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsímaþjónustu, og sá þáttur væri augljóslega mikilvægur fyrir starfsemi lögreglunnar. Arnar Þór Jónsson, lögmaður hjá lögfræðistofunni Logos, sem sótti málið fyrir hönd Ríkislögreglustjóra, undrast niðurstöðu nefndarinnar. Í úrskurðinum virðist sem nefndin ætli sér að fallast á okkar sjónarmið, þar sem hún tekur undir okkar málflutning að miklu leyti í úrskurði sínum, en vísar síðan málinu frá, sem er þvert á efnisleg rök nefndarinnar fyrir niðurstöðunni. Við höfum ekki ákveðið hver verða næstu skref af okkar hálfu í málinu. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir niðurstöðuna ekki koma á óvart en segist skilja sjónarmið kærenda. Við skiljum vel sjónarmið Ríkislögreglustjóra og forsvarsmanna Neyðarlínunnar, um að mikilvægt sé að staðsetja síma, en það er ljóst að kærendur í þessu máli stíga inn í deilu tveggja félaga á markaði. Mikilvægast er að netsímaþjónustu verði gefið svigrúm til þess að fóta sig á markaði, neytendum til hagsbóta. Úrskurðarnefndinni, sem í sátu Ólafur Garðarsson lögmaður og jafnframt formaður nefndarinnar, Heimir Haraldsson endurskoðandi og Guðjón Kárason verkfræðingur, barst stjórnsýslukæra frá Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunni 6. júní síðastliðinn.
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira