Landsmenn bítast um laus sæti í sólina 15. júlí 2006 03:30 Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Heimsferða "Framboðið er takmarkað en eftirspurnin vex með hverjum rigningardropa," segir Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Heimsferða. MYND/Valgarður Utanlandsferðir „Það er bitist um ferðirnar. Fólk hringir eða kemur til okkar og við reynum að koma til móts við óskirnar eins og hægt er en svo verður þetta bara samvinnuverkefni sem við leysum saman. Aðalatriðið er að ferðirnar séu vandaðar og þrjátíu stiga hiti. Það er það sem fólk spáir í," segir Þorvaldur Sverrisson, markaðsstjóri Úrvals-Útsýnar. Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir sólarlandaferðum síðustu vikur og er víðast uppselt. Þorvaldur segir að venjulega sé farið að hægja á sölunni en þannig sé það ekki nú. „Það er mjög mikil sala og öll pláss rifin út," segir hann. „Framboðið er takmarkað en eftirspurnin vex með hverjum rigningardropa. Það er lítið til af lausum sætum en fólk vill komast burt frá þessu veðri. Við eigum örfá sæti til en það er allt að klárast. Ég býst við að í næstu viku verði ekkert til fyrr en einhvern tímann í ágúst," segir Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Heimsferða. Þorvaldur segir að miklu hafi verið bætt við af sólarlandaferðum hjá Úrvali-Útsýn frá því í fyrra og fyrir tveimur mánuðum hefði verið reiknað með að það yrði töluvert af lausum sætum. „Við reiknuðum með að það yrði frekar offramboð á markaðnum í sumar, en nú fyllist hver vélin á fætur annarri. Við þurfum að finna gististaði jafnóðum. Það hefur tekist hingað til en það er daglegur barningur að sjá um að fólk geti komist út í sólina," segir hann. Þorvaldur segir heppni ef laust sæti finnist með litlum fyrirvara. Hann rifjar upp að kona ein hafi komið í Úrval-Útsýn nýlega með allar töskur pakkaðar. Hún var komin upp í flugvél tveimur tímum seinna á leið til Mallorca því að sú vél var einmitt að fara í loftið. „Þrátt fyrir gengisbreytingarnar eru ferðir til sólarlanda hagkvæmar. Þessar ferðir verða aldrei jafn dýrar og í gamla daga. Fólk hefur efni á þessu og nú er það farið að fresta sumarfríinu til að komast í fjörið hjá okkur," segir hann. Jenný Clausen, sölufulltrúi hjá Apollo, segir að álagið hafi verið gríðarlegt síðustu vikur og allar vélar nánast fullar. „Fólk biður okkur um að hringja ef eitthvað losnar eða við fáum fleiri herbergi," segir hún. Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Utanlandsferðir „Það er bitist um ferðirnar. Fólk hringir eða kemur til okkar og við reynum að koma til móts við óskirnar eins og hægt er en svo verður þetta bara samvinnuverkefni sem við leysum saman. Aðalatriðið er að ferðirnar séu vandaðar og þrjátíu stiga hiti. Það er það sem fólk spáir í," segir Þorvaldur Sverrisson, markaðsstjóri Úrvals-Útsýnar. Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir sólarlandaferðum síðustu vikur og er víðast uppselt. Þorvaldur segir að venjulega sé farið að hægja á sölunni en þannig sé það ekki nú. „Það er mjög mikil sala og öll pláss rifin út," segir hann. „Framboðið er takmarkað en eftirspurnin vex með hverjum rigningardropa. Það er lítið til af lausum sætum en fólk vill komast burt frá þessu veðri. Við eigum örfá sæti til en það er allt að klárast. Ég býst við að í næstu viku verði ekkert til fyrr en einhvern tímann í ágúst," segir Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Heimsferða. Þorvaldur segir að miklu hafi verið bætt við af sólarlandaferðum hjá Úrvali-Útsýn frá því í fyrra og fyrir tveimur mánuðum hefði verið reiknað með að það yrði töluvert af lausum sætum. „Við reiknuðum með að það yrði frekar offramboð á markaðnum í sumar, en nú fyllist hver vélin á fætur annarri. Við þurfum að finna gististaði jafnóðum. Það hefur tekist hingað til en það er daglegur barningur að sjá um að fólk geti komist út í sólina," segir hann. Þorvaldur segir heppni ef laust sæti finnist með litlum fyrirvara. Hann rifjar upp að kona ein hafi komið í Úrval-Útsýn nýlega með allar töskur pakkaðar. Hún var komin upp í flugvél tveimur tímum seinna á leið til Mallorca því að sú vél var einmitt að fara í loftið. „Þrátt fyrir gengisbreytingarnar eru ferðir til sólarlanda hagkvæmar. Þessar ferðir verða aldrei jafn dýrar og í gamla daga. Fólk hefur efni á þessu og nú er það farið að fresta sumarfríinu til að komast í fjörið hjá okkur," segir hann. Jenný Clausen, sölufulltrúi hjá Apollo, segir að álagið hafi verið gríðarlegt síðustu vikur og allar vélar nánast fullar. „Fólk biður okkur um að hringja ef eitthvað losnar eða við fáum fleiri herbergi," segir hún.
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira