Ísraelsher hélt áfram árásum á Líbanon 14. júlí 2006 07:00 Farþegar bíða Líbanar biðu upp á von og óvon á Rafik Hariri-flugvellinum í Beirút í Líbanon í gær, en flugvellinum var lokað eftir að Ísraelsher réðst á flugvöllinn með sprengjum. Flugvöllurinn er eini alþjóðlegi flugvöllur landsins. MYND/AP Ísraelsher hélt áfram árásum sínum á Líbanon í gær með auknum krafti, og skaut sprengjum á eina alþjóðlega flugvöll landsins, Rafik Hariri flugvöllinn í Beirút, sem og á tvo herflugvelli og setti hafnarbann á landið. Jafnframt vörpuðu þeir hundruðum sprengja víðar um Líbanon og fórust um 50 óbreyttir íbúar í þeim árásum, þar með talin nokkur ung börn. Rúmlega hundrað menn lágu sárir eftir. Þetta var harðasta árás Ísraels á Líbanon í 24 ár. Árás Ísraela kom í kjölfar þess að vígamenn Hezbollah samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn höndum á miðvikudag. Í árásunum í gær sprengdu Ísraelar jafnframt vopnabúr Hezbollah og vegakerfi landsins. Talsmaður Ísraelshers sagði að „ekkert væri öruggt“ í Líbanon nú og sagði Beirút vera skotmark. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði herinn hafa staðfestar upplýsingar um að liðsmenn Hezbollah væru að flytja hermennina til Írans. Hezbollah svaraði með sprengjuárás á Ísrael sem varð einum óbreyttum Ísraelsmanni að bana og særði 12. Talsmenn Hezbollah hafa farið fram á fangaskipti við Ísraela, en yfirmenn hersins og Ísraelsstjórn þvertaka fyrir að slík skipti geti farið fram, og segjast ætla að útrýma Hezbollah með öllum tiltækum ráðum í eitt skipti fyrir öll. „Allar aðgerðir eru réttlætanlegar til að koma í veg fyrir hryðjuverk,“ sagði herforinginn Udi Adam í samtali við fréttamenn. Ráðamenn í Ísrael sögðu líbönsku ríkisstjórnina bera ábyrgð á aðgerðum Hezbollah. Líbanska stjórnin sagðist aftur á móti ekkert hafa haft með málið að gera, enda hafi stjórnin hvorki vald yfir Hezbollah né stjórn á gerðum liðsmanna þeirra. Hins vegar hefur stjórnin ekki neytt samtökin til að afvopnast af ótta við frekara ofbeldi. Líbanska ríkisstjórnin bað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að hafa afskipti af málinu og óskaði jafnframt eftir vopnahléi í gær. Hið sama gerðu vestrænar þjóðir og Sameinuðu þjóðirnar, og hvöttu Hezbollah jafnframt til að skila hermönnunum. Talsmenn Evrópusambandsins sögðu viðbrögð Ísraela „úr öllu samhengi“ við ógnunina gegn þeim. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði hins vegar Ísraela „verða að verjast“ og hældi þeim fyrir að ráðast gegn hryðjuverkamönnum. Arababandalagið mun halda neyðarfund um ástandið í Kaíró í Egyptalandi á morgun. Erlent Mest lesið Vaktin: Þrír látnir lausir og fimm í haldi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Sjá meira
Ísraelsher hélt áfram árásum sínum á Líbanon í gær með auknum krafti, og skaut sprengjum á eina alþjóðlega flugvöll landsins, Rafik Hariri flugvöllinn í Beirút, sem og á tvo herflugvelli og setti hafnarbann á landið. Jafnframt vörpuðu þeir hundruðum sprengja víðar um Líbanon og fórust um 50 óbreyttir íbúar í þeim árásum, þar með talin nokkur ung börn. Rúmlega hundrað menn lágu sárir eftir. Þetta var harðasta árás Ísraels á Líbanon í 24 ár. Árás Ísraela kom í kjölfar þess að vígamenn Hezbollah samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn höndum á miðvikudag. Í árásunum í gær sprengdu Ísraelar jafnframt vopnabúr Hezbollah og vegakerfi landsins. Talsmaður Ísraelshers sagði að „ekkert væri öruggt“ í Líbanon nú og sagði Beirút vera skotmark. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði herinn hafa staðfestar upplýsingar um að liðsmenn Hezbollah væru að flytja hermennina til Írans. Hezbollah svaraði með sprengjuárás á Ísrael sem varð einum óbreyttum Ísraelsmanni að bana og særði 12. Talsmenn Hezbollah hafa farið fram á fangaskipti við Ísraela, en yfirmenn hersins og Ísraelsstjórn þvertaka fyrir að slík skipti geti farið fram, og segjast ætla að útrýma Hezbollah með öllum tiltækum ráðum í eitt skipti fyrir öll. „Allar aðgerðir eru réttlætanlegar til að koma í veg fyrir hryðjuverk,“ sagði herforinginn Udi Adam í samtali við fréttamenn. Ráðamenn í Ísrael sögðu líbönsku ríkisstjórnina bera ábyrgð á aðgerðum Hezbollah. Líbanska stjórnin sagðist aftur á móti ekkert hafa haft með málið að gera, enda hafi stjórnin hvorki vald yfir Hezbollah né stjórn á gerðum liðsmanna þeirra. Hins vegar hefur stjórnin ekki neytt samtökin til að afvopnast af ótta við frekara ofbeldi. Líbanska ríkisstjórnin bað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að hafa afskipti af málinu og óskaði jafnframt eftir vopnahléi í gær. Hið sama gerðu vestrænar þjóðir og Sameinuðu þjóðirnar, og hvöttu Hezbollah jafnframt til að skila hermönnunum. Talsmenn Evrópusambandsins sögðu viðbrögð Ísraela „úr öllu samhengi“ við ógnunina gegn þeim. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði hins vegar Ísraela „verða að verjast“ og hældi þeim fyrir að ráðast gegn hryðjuverkamönnum. Arababandalagið mun halda neyðarfund um ástandið í Kaíró í Egyptalandi á morgun.
Erlent Mest lesið Vaktin: Þrír látnir lausir og fimm í haldi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Sjá meira