Ráðstöfun Símapeninga óbreytt að sinni 14. júlí 2006 07:15 Guðni Ágústsson Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, hefur áhyggjur af þróun gengismála og telur að Seðlabankinn þurfi að selja dollara til að halda gengisvísitölunni í 125 til 130 stigum. Hann segir að það sé til umræðu hjá stjórnarflokkunum að breyta lögum um ráðstöfun Símapeninganna og setja peningana alla í gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Það myndi styrkja Seðlabankann verulega og gera honum kleift að hafa leiðsögn um það að missa ekki gengið of neðarlega, segir Einar Oddur. Geir H. Haarde forsætisráðherra kannast ekki við þessa umræðu. Hann segir að það sé sjálfstætt mál í tengslum við fjárlagagerðina hvort eitthvað verði hróflað við ráðstöfun Símapeninganna. Það hefur ekki verið tekin nein slík ákvörðun, segir hann. Samkvæmt lögum um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf. eiga 3,9 milljarðar að fara í ýmsar framkvæmdir á næsta ári. Stærsti hlutinn fer í lagningu Sundabrautar og breikkun Reykjanesbrautar. Ef hugmyndin er sú að fresta því sem ákveðið var um ráðstöfun Símapeninganna árið 2007 þá kallar það á sjálfstæða ákvörðun og hún er ekki tímabær núna. Það getur vel verið að staðan verði sú að það verði frekar bætt við framkvæmdum en dregið úr á næsta ári þótt við séum að draga úr núna. Þetta er fljótt að breytast, segir Geir. Hvorki Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, né Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra taka vel í þá hugmynd að breyta ráðstöfun Símapeninganna. Þegar ríkisstjórnin ákvað sínar aðgerðir var ákveðið að láta það duga að sinni sem telja mætti nægilegt og nauðsynlegt núna. Það var sérstaklega tekið fram að við þyrftum að sjá hvernig framvindan verður, þannig að þessi mál hafa ekki verið á dagskrá. Hinsvegar vitum við að fólk úti í þjóðfélaginu er að spá og spekúlera en það er ekki á verksviði ríkisstjórnarinnar, segir Jón. Hann telur hættur geta verið fólgnar í því að auka gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Vitund um sterkan sjóð geti slævt varúð manna í fjármálakerfinu. Þeir telji sig eiga stuðning vísan þó að þeir hafi alls ekki gengið rækilega frá sínum málum, segir hann. Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, hefur áhyggjur af þróun gengismála og telur að Seðlabankinn þurfi að selja dollara til að halda gengisvísitölunni í 125 til 130 stigum. Hann segir að það sé til umræðu hjá stjórnarflokkunum að breyta lögum um ráðstöfun Símapeninganna og setja peningana alla í gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Það myndi styrkja Seðlabankann verulega og gera honum kleift að hafa leiðsögn um það að missa ekki gengið of neðarlega, segir Einar Oddur. Geir H. Haarde forsætisráðherra kannast ekki við þessa umræðu. Hann segir að það sé sjálfstætt mál í tengslum við fjárlagagerðina hvort eitthvað verði hróflað við ráðstöfun Símapeninganna. Það hefur ekki verið tekin nein slík ákvörðun, segir hann. Samkvæmt lögum um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf. eiga 3,9 milljarðar að fara í ýmsar framkvæmdir á næsta ári. Stærsti hlutinn fer í lagningu Sundabrautar og breikkun Reykjanesbrautar. Ef hugmyndin er sú að fresta því sem ákveðið var um ráðstöfun Símapeninganna árið 2007 þá kallar það á sjálfstæða ákvörðun og hún er ekki tímabær núna. Það getur vel verið að staðan verði sú að það verði frekar bætt við framkvæmdum en dregið úr á næsta ári þótt við séum að draga úr núna. Þetta er fljótt að breytast, segir Geir. Hvorki Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, né Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra taka vel í þá hugmynd að breyta ráðstöfun Símapeninganna. Þegar ríkisstjórnin ákvað sínar aðgerðir var ákveðið að láta það duga að sinni sem telja mætti nægilegt og nauðsynlegt núna. Það var sérstaklega tekið fram að við þyrftum að sjá hvernig framvindan verður, þannig að þessi mál hafa ekki verið á dagskrá. Hinsvegar vitum við að fólk úti í þjóðfélaginu er að spá og spekúlera en það er ekki á verksviði ríkisstjórnarinnar, segir Jón. Hann telur hættur geta verið fólgnar í því að auka gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Vitund um sterkan sjóð geti slævt varúð manna í fjármálakerfinu. Þeir telji sig eiga stuðning vísan þó að þeir hafi alls ekki gengið rækilega frá sínum málum, segir hann.
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira