Fór óvænt til Afganistans 12. júlí 2006 06:00 Hamid Karzai fylgist grannt með þegar Rumsfeld útskýrir málin. MYND/AP Donald Rumsfeld, varaforseti Bandaríkjanna, brá sér í óvænta heimsókn til Afganistans í gær og hitti þar Hamid Karzai forseta að máli. Á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra sagðist Rumsfeld sannfærður um að sigur myndi vinnast á vopnuðum sveitum talibana í suðurhluta landsins þrátt fyrir mikla herflutninga yfir landamæri Afganistans og Pakistans. Einnig sagði hann nauðsynlegt að Evrópuríki veittu Afgönum meiri aðstoð við að berjast gegn fíkniefnaframleiðslu í landinu, en þaðan flæðir heróín í stríðum straumum til Evrópu og Rússlands. Fíkniefnaframleiðsla hefur blómstrað í Afganistan þrátt fyrir tilraunir til þess að draga úr henni. Rumsfeld fagnaði því sérstaklega að NATÓ-ríkin tækju að sér stærra hlutverk í Afganistan, sérstaklega til þess að berjast gegn liðsafla talibana í suðurhluta landsins. Á þessum sama blaðamannafundi sagði Karzai að lögreglulið landsins væri veikburða, sérstaklega meðfram landamærum Pakistans, og þess vegna hafi starfsemi herskárra hópa eflst. Talibanar, sem fyrir innrás Bandaríkjanna árið 2001 höfðu náð nánast öllu landinu á sitt vald, hafa haft sig töluvert í frammi í suður- og austurhluta landsins síðustu mánuði, og virðast hafa haft stuðning bæði frá erlendum málaliðum og vopnuðum hópum á vegum ópíumframleiðenda. Undanfarinn mánuð hafa til dæmis sex Bretar farist í átökum við hina herskáu hópa. Bresk stjórnvöld hafa af þeim sökum ákveðið að senda 900 hermenn til suðurhluta Afganistans í viðbót við 3.600 manna herlið sitt þar. Margir Afganar, þar á meðal Karzai forseti, hafa sakað nágrannaríkið Pakistan og forseta þess, Pervez Musharraf, um að hafa gert lítið sem ekkert til að hindra vopnaða hópa í því að herja á Afganistan frá bækistöðvum sínum handan landamæranna í Pakistan. Musharraf segir þær ásakanir tóma vitleysu, Pakistan hafi þvert á móti sent 90 þúsund hermenn til landamæranna gagngert til þess að stöðva stuðningsmenn talibana þar. Erlent Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Donald Rumsfeld, varaforseti Bandaríkjanna, brá sér í óvænta heimsókn til Afganistans í gær og hitti þar Hamid Karzai forseta að máli. Á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra sagðist Rumsfeld sannfærður um að sigur myndi vinnast á vopnuðum sveitum talibana í suðurhluta landsins þrátt fyrir mikla herflutninga yfir landamæri Afganistans og Pakistans. Einnig sagði hann nauðsynlegt að Evrópuríki veittu Afgönum meiri aðstoð við að berjast gegn fíkniefnaframleiðslu í landinu, en þaðan flæðir heróín í stríðum straumum til Evrópu og Rússlands. Fíkniefnaframleiðsla hefur blómstrað í Afganistan þrátt fyrir tilraunir til þess að draga úr henni. Rumsfeld fagnaði því sérstaklega að NATÓ-ríkin tækju að sér stærra hlutverk í Afganistan, sérstaklega til þess að berjast gegn liðsafla talibana í suðurhluta landsins. Á þessum sama blaðamannafundi sagði Karzai að lögreglulið landsins væri veikburða, sérstaklega meðfram landamærum Pakistans, og þess vegna hafi starfsemi herskárra hópa eflst. Talibanar, sem fyrir innrás Bandaríkjanna árið 2001 höfðu náð nánast öllu landinu á sitt vald, hafa haft sig töluvert í frammi í suður- og austurhluta landsins síðustu mánuði, og virðast hafa haft stuðning bæði frá erlendum málaliðum og vopnuðum hópum á vegum ópíumframleiðenda. Undanfarinn mánuð hafa til dæmis sex Bretar farist í átökum við hina herskáu hópa. Bresk stjórnvöld hafa af þeim sökum ákveðið að senda 900 hermenn til suðurhluta Afganistans í viðbót við 3.600 manna herlið sitt þar. Margir Afganar, þar á meðal Karzai forseti, hafa sakað nágrannaríkið Pakistan og forseta þess, Pervez Musharraf, um að hafa gert lítið sem ekkert til að hindra vopnaða hópa í því að herja á Afganistan frá bækistöðvum sínum handan landamæranna í Pakistan. Musharraf segir þær ásakanir tóma vitleysu, Pakistan hafi þvert á móti sent 90 þúsund hermenn til landamæranna gagngert til þess að stöðva stuðningsmenn talibana þar.
Erlent Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira