Meint fangaflug CIA rannsakað áfram 28. júní 2006 07:00 Franco Frattini og Dick Marty Á blaðamannafundi í Strassborg í gær. fréttablaðið/ap Þing Evrópuráðsins samþykkti nær einróma í gær að halda skyldi áfram rannsókn á meintum leynilegum fangaflutningum og fangelsum á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA í lögsögu Evrópuríkja. Franco Frattini, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sló því föstu að menn sem grunaðir hefðu verið um að vera viðriðnir hryðjuverkastarfsemi hefðu verið handteknir og seldir í hendur útsendara Bandaríkjastjórnar í evrópskri lögsögu. Frattini hvatti til þess að ítarleg rannsókn færi fram í hverju landi á meintu ólöglegu athæfi erlendra útsendara og samsekt stjórnvalda í viðkomandi Evrópuríkjum í hugsanlegum mannréttindabrotum. Fór hann þess jafnframt á leit að reynt yrði að tryggja að erlendir útsendarar kæmust ekki upp með það framvegis að fremja mannréttindabrot í Evrópu. Frattini sagði það vera "staðreynd" að slík tilvik hefðu átt sér stað í evrópskri lögsögu eftir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001, en fjöldi þeirra væri óljós. Einnig væri óljóst að hve miklu leyti stjórnvöld í viðkomandi Evrópulöndum hafi verið upplýst um það sem fram fór og að hve miklu leyti þau lögðu hinum erlendu útsendurum lið. Hann sagði það vera á könnu landsyfirvalda að ganga úr skugga um hvað hæft sé í öllum þeim ábendingum sem fram koma um meint mannréttindabrot af hálfu erlendra útsendara í hverju landi fyrir sig. Í nýlegri skýrslu svissneska þingmannsins Dick Marty, sem unnin var í nafni mannréttinda- og laganefndar Evrópuráðsþingsins, er komist að þeirri niðurstöðu að sterkar vísbendingar séu um að í 14 Evrópulöndum hefðu stjórnvöld gerst meðsek um slík brot. Nýja ályktunin, sem samþykkt var í gær, veitir umboð til að halda þessari rannsókn áfram. "Það er nauðsynlegt að upplýsa málið til fulls, það vantar ennþá töluvert upp á að stjórnvöld í öllum aðildarríkjum Evrópuráðsins hafi veitt þær upplýsingar sem beðið hefur verið um, til að skýra sinn hlut í málinu. Það eru dæmi um það að mönnum var rænt um hábjartan dag af útsendurum Bandaríkjastjórnar og það er auðvitað ekki líðandi að slíkt sé gert í lögsögu Evrópuríkja," sagði Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem var annar tveggja íslenskra þingmanna sem sóttu fundEvrópuráðsþingsins að þessu sinni. Hinn var Birgir Ármannsson. Báðir sögðu þeir að af því að dæma sem fram er komið sé engin ástæða til að ætla að Ísland hafi tengst þessum málum á nokkurn hátt. Birgir lét þess jafnframt getið að hafa bæri í huga að engar óyggjandi sannanir væru bornar fram í skýrslu Dick Marty, aðeins rök færð fyrir missterkum vísbendingum um að umrædd brot hefðu átt sér stað. Erlent Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Þing Evrópuráðsins samþykkti nær einróma í gær að halda skyldi áfram rannsókn á meintum leynilegum fangaflutningum og fangelsum á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA í lögsögu Evrópuríkja. Franco Frattini, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sló því föstu að menn sem grunaðir hefðu verið um að vera viðriðnir hryðjuverkastarfsemi hefðu verið handteknir og seldir í hendur útsendara Bandaríkjastjórnar í evrópskri lögsögu. Frattini hvatti til þess að ítarleg rannsókn færi fram í hverju landi á meintu ólöglegu athæfi erlendra útsendara og samsekt stjórnvalda í viðkomandi Evrópuríkjum í hugsanlegum mannréttindabrotum. Fór hann þess jafnframt á leit að reynt yrði að tryggja að erlendir útsendarar kæmust ekki upp með það framvegis að fremja mannréttindabrot í Evrópu. Frattini sagði það vera "staðreynd" að slík tilvik hefðu átt sér stað í evrópskri lögsögu eftir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001, en fjöldi þeirra væri óljós. Einnig væri óljóst að hve miklu leyti stjórnvöld í viðkomandi Evrópulöndum hafi verið upplýst um það sem fram fór og að hve miklu leyti þau lögðu hinum erlendu útsendurum lið. Hann sagði það vera á könnu landsyfirvalda að ganga úr skugga um hvað hæft sé í öllum þeim ábendingum sem fram koma um meint mannréttindabrot af hálfu erlendra útsendara í hverju landi fyrir sig. Í nýlegri skýrslu svissneska þingmannsins Dick Marty, sem unnin var í nafni mannréttinda- og laganefndar Evrópuráðsþingsins, er komist að þeirri niðurstöðu að sterkar vísbendingar séu um að í 14 Evrópulöndum hefðu stjórnvöld gerst meðsek um slík brot. Nýja ályktunin, sem samþykkt var í gær, veitir umboð til að halda þessari rannsókn áfram. "Það er nauðsynlegt að upplýsa málið til fulls, það vantar ennþá töluvert upp á að stjórnvöld í öllum aðildarríkjum Evrópuráðsins hafi veitt þær upplýsingar sem beðið hefur verið um, til að skýra sinn hlut í málinu. Það eru dæmi um það að mönnum var rænt um hábjartan dag af útsendurum Bandaríkjastjórnar og það er auðvitað ekki líðandi að slíkt sé gert í lögsögu Evrópuríkja," sagði Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem var annar tveggja íslenskra þingmanna sem sóttu fundEvrópuráðsþingsins að þessu sinni. Hinn var Birgir Ármannsson. Báðir sögðu þeir að af því að dæma sem fram er komið sé engin ástæða til að ætla að Ísland hafi tengst þessum málum á nokkurn hátt. Birgir lét þess jafnframt getið að hafa bæri í huga að engar óyggjandi sannanir væru bornar fram í skýrslu Dick Marty, aðeins rök færð fyrir missterkum vísbendingum um að umrædd brot hefðu átt sér stað.
Erlent Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira