Erlent

Sjúkdómar gætu breiðst út

Miklar deilur eru um áætlun Bush-stjórnarinnar um að staðsetja rannsóknarstöð banvænna veira á þéttbýlu svæði við San Fransiskó-flóa.

Þarna á að rannsaka meðal annars HIV-veiruna, veiruna sem veldur miltisbrandi og fleiri sjúkdómsvaldandi veirur sem berast með lofti. Óskir um að stöðin verði reist annars staðar hafa ekki náð eyrum yfirvalda.

Talið er að jarðskjálfti geti valdið því að veirurnar sleppi út í andrúmsloftið og skaði íbúa þessa svæðis, þar sem 7 milljón manns búa, en San Fransiskó er á miklu sprungusvæði og jarðskjálftar þar tíðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×