Guðmundur við hlið Alfreðs í Svíþjóð 3. júní 2006 07:00 Guðmundur Guðmundsson kemur til með að vera Alfreð Gíslasyni landsliðsþjálfara til halds og trausts í verkefnum íslenska landsliðsins á næstu vikum en Guðmundur var landsliðsþjálfari á árunum 2001 til 2004. Framundan eru tveir æfingaleikir við Dani, á Akureyri á þriðjudaginn og í Laugardalshöll á fimmtudaginn en fyrri leikurinn við Svía verður í Globen í Stokkhólmi laugardaginn 11. júní og hinn síðari í Laugardalshöll á laugardaginn, þjóðhátíðardaginn 17. júní. "Minn gamli vinur og herbergisfélagi frá landsliðstímanum kemur inn í þetta. Hann verður aðstoðarmaður minn og betur sjá augu en auga. Ég hef oft sagt að aðstoðarþjálfarar eigi erfitt með að vinna með mér en við þekkjum hvor annan mjög vel. Við höfum verið í miklu sambandi og erum með svipaða skoðun á því hvernig á að spila handbolta. Ég held að hann hafi verið besti kosturinn í stöðunni. Við verðum að gera allt sem við mögulega getum gert til að leggja Svíana," sagði Alfreð við Fréttablaðið í gær. Þetta leggst einstaklega vel í mig og ég hlakka til að vinna aftur með Alfreð. Ég mun koma að greiningu á andstæðingnum og aðstoða við undirbúning liðsins í heild sinni. Ég er auðvitað öllum hnútum kunnugur í þessum málum og þekki alla strákana í liðinu," sagði Guðmundur. "Ég lít á það sem ákveðinn heiður í því að til mín sé leitað og finnst það mög jákvætt. Við erum að þjálfa á mjög svipaðri línu og það er alltaf gott þegar þannig menn vinna saman. Þetta snýst bara um að vinna þessa vinnu eins vel og hægt er og við þurfum á öllum okkar kröftum að halda til að komast áfram. Þetta kemur kannski frekar á óvart en ég gat ekki sagt nei þegar til mín er leitað," bætti Guðmundur við. Danir koma hingað til lands með sterkt lið en fyrri leikurinn fer fram í heimabæ Alfreðs, Akureyri, á þriðjudaginn. "Það er mjög gaman fyrir mig að fara til Akureyrar og spila þar. Allt annað en troðfull höll á Akureyri væru klárlega mikil vonbrigði. Fyrir mig er skemmtilegt að spila minn alvöru landsleik sem þjálfari að byrja á heimavelli mínum," sagði Alfreð, sem hefur fylgst grannt með Svíunum eftir að hann tók við sem landsliðsþjálfari. Íþróttir Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið Býflugurnar kláruðu Bournemouth „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Vandræði meistaranna halda áfram Dana Björg með níu mörk í stórsigri Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Svona var þing KKÍ Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson kemur til með að vera Alfreð Gíslasyni landsliðsþjálfara til halds og trausts í verkefnum íslenska landsliðsins á næstu vikum en Guðmundur var landsliðsþjálfari á árunum 2001 til 2004. Framundan eru tveir æfingaleikir við Dani, á Akureyri á þriðjudaginn og í Laugardalshöll á fimmtudaginn en fyrri leikurinn við Svía verður í Globen í Stokkhólmi laugardaginn 11. júní og hinn síðari í Laugardalshöll á laugardaginn, þjóðhátíðardaginn 17. júní. "Minn gamli vinur og herbergisfélagi frá landsliðstímanum kemur inn í þetta. Hann verður aðstoðarmaður minn og betur sjá augu en auga. Ég hef oft sagt að aðstoðarþjálfarar eigi erfitt með að vinna með mér en við þekkjum hvor annan mjög vel. Við höfum verið í miklu sambandi og erum með svipaða skoðun á því hvernig á að spila handbolta. Ég held að hann hafi verið besti kosturinn í stöðunni. Við verðum að gera allt sem við mögulega getum gert til að leggja Svíana," sagði Alfreð við Fréttablaðið í gær. Þetta leggst einstaklega vel í mig og ég hlakka til að vinna aftur með Alfreð. Ég mun koma að greiningu á andstæðingnum og aðstoða við undirbúning liðsins í heild sinni. Ég er auðvitað öllum hnútum kunnugur í þessum málum og þekki alla strákana í liðinu," sagði Guðmundur. "Ég lít á það sem ákveðinn heiður í því að til mín sé leitað og finnst það mög jákvætt. Við erum að þjálfa á mjög svipaðri línu og það er alltaf gott þegar þannig menn vinna saman. Þetta snýst bara um að vinna þessa vinnu eins vel og hægt er og við þurfum á öllum okkar kröftum að halda til að komast áfram. Þetta kemur kannski frekar á óvart en ég gat ekki sagt nei þegar til mín er leitað," bætti Guðmundur við. Danir koma hingað til lands með sterkt lið en fyrri leikurinn fer fram í heimabæ Alfreðs, Akureyri, á þriðjudaginn. "Það er mjög gaman fyrir mig að fara til Akureyrar og spila þar. Allt annað en troðfull höll á Akureyri væru klárlega mikil vonbrigði. Fyrir mig er skemmtilegt að spila minn alvöru landsleik sem þjálfari að byrja á heimavelli mínum," sagði Alfreð, sem hefur fylgst grannt með Svíunum eftir að hann tók við sem landsliðsþjálfari.
Íþróttir Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið Býflugurnar kláruðu Bournemouth „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Vandræði meistaranna halda áfram Dana Björg með níu mörk í stórsigri Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Svona var þing KKÍ Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Sjá meira