Baráttan um völdin á Valbjarnarvelli 3. júní 2006 11:00 Valur - Breiðablik í Landsbankadeild kvenna sumar 2005 Í dag klukkan 16 taka Valsstúlkur á móti stöllum sínum frá Kópavogi þegar Breiðablik mætir í heimsókn á Valbjarnarvöllinn. Liðin eru í efsta sæti Landsbankadeildarinnar og má því búast við hörkuleik. "Leikurinn leggst mjög vel í mig, maður er í þessu fyrir svona stórleiki en ég held að þetta verði fyrst og fremst baráttuleikur. Það má segja að þetta sé barátta um völdin þar sem þetta eru tvö efstu liðin og spurning um það hvort liðið heldur efsta sætinu," segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Valsstúlkna, fyrir leikinn. Margir vilja meina að með þróun kvennaknattspyrnunnar, sé þetta annar af tveimur úrslitaleikjum Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn. "Ég er nú ekki sammála því, ég held að það eigi meira eftir að gerast í þessu móti. Ég held að KR-stúlkur hafi ekki sungið sitt síðasta og ég er pottþétt á því að þær eiga eftir að hrifsa stig af okkur toppliðunum. Það kemur mér á óvart hversu illa þær hafa byrjað mótið og það er út í hött að þær séu í þessari stöðu. Þær eru með gott lið og það er alveg ljóst að þær eiga eftir að þokast upp töfluna," sagði Elísabet en KR er aðeins með þrjú stig eftir þrjá leiki. Í byrjunarliði Vals í dag verður þýska stúlkan Viola Oderbrecht, en hún á að baki 30 leiki fyrir þýska landsliðið. "Mér líst rosalega vel á hana, hún er að koma sterk inn. Við gerum miklar væntingar til hennar en það er ákveðin áhætta að setja hana strax inn í svona leik. Hún er frábær leikmaður en maður veit ekki hvernig það kemur út að setja hana svona strax inn," sagði Elísabet um landsliðskonuna, en þjálfarinn er hvergi banginn fyrir leikinn. "Við getum alveg unnið þetta Blikalið, á góðum degi í það minnsta. Það er þó ekkert mikið á milli þessara liða og eins og staðan er núna eru þetta tvö sterkustu liðin í deildinni. Vonandi verður þetta skemmtilegur og spennandi leikur og ég á ekki von á neinu öðru," sagði Elísabet að lokum. Íþróttir Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið Býflugurnar kláruðu Bournemouth „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Vandræði meistaranna halda áfram Dana Björg með níu mörk í stórsigri Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Svona var þing KKÍ Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Sjá meira
Í dag klukkan 16 taka Valsstúlkur á móti stöllum sínum frá Kópavogi þegar Breiðablik mætir í heimsókn á Valbjarnarvöllinn. Liðin eru í efsta sæti Landsbankadeildarinnar og má því búast við hörkuleik. "Leikurinn leggst mjög vel í mig, maður er í þessu fyrir svona stórleiki en ég held að þetta verði fyrst og fremst baráttuleikur. Það má segja að þetta sé barátta um völdin þar sem þetta eru tvö efstu liðin og spurning um það hvort liðið heldur efsta sætinu," segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Valsstúlkna, fyrir leikinn. Margir vilja meina að með þróun kvennaknattspyrnunnar, sé þetta annar af tveimur úrslitaleikjum Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn. "Ég er nú ekki sammála því, ég held að það eigi meira eftir að gerast í þessu móti. Ég held að KR-stúlkur hafi ekki sungið sitt síðasta og ég er pottþétt á því að þær eiga eftir að hrifsa stig af okkur toppliðunum. Það kemur mér á óvart hversu illa þær hafa byrjað mótið og það er út í hött að þær séu í þessari stöðu. Þær eru með gott lið og það er alveg ljóst að þær eiga eftir að þokast upp töfluna," sagði Elísabet en KR er aðeins með þrjú stig eftir þrjá leiki. Í byrjunarliði Vals í dag verður þýska stúlkan Viola Oderbrecht, en hún á að baki 30 leiki fyrir þýska landsliðið. "Mér líst rosalega vel á hana, hún er að koma sterk inn. Við gerum miklar væntingar til hennar en það er ákveðin áhætta að setja hana strax inn í svona leik. Hún er frábær leikmaður en maður veit ekki hvernig það kemur út að setja hana svona strax inn," sagði Elísabet um landsliðskonuna, en þjálfarinn er hvergi banginn fyrir leikinn. "Við getum alveg unnið þetta Blikalið, á góðum degi í það minnsta. Það er þó ekkert mikið á milli þessara liða og eins og staðan er núna eru þetta tvö sterkustu liðin í deildinni. Vonandi verður þetta skemmtilegur og spennandi leikur og ég á ekki von á neinu öðru," sagði Elísabet að lokum.
Íþróttir Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið Býflugurnar kláruðu Bournemouth „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Vandræði meistaranna halda áfram Dana Björg með níu mörk í stórsigri Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Svona var þing KKÍ Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Sjá meira