Ánægjuleg tillitssemi við kjósendur 6. maí 2006 00:01 Í dag eru réttar þrjár vikur til kjördags í sveitastjórnarkosningum um land allt. Kosningabaráttan lætur þó enn lítið yfir sér. Varla er hægt að merkja að flokkarnir séu farnir að hita upp fyrir komandi átök að neinu marki, fyrir utan örfáar og frekar meinleysislegar gusur. Þetta er nokkuð óvænt og ánægjuleg tillitssemi við kjósendur og ef til vill til marks um að íslenskt stjórnmálalíf sé að þroskast í rétta átt. Fátt er leiðinlegra en langdregin og staglkennd stjórnmálaumræða, sérstaklega þegar mönnum brennur ekki þeim mun meira á hjarta. Ekki er þó eins og hér sé á ferðinni eintóm góðmennska við kjósendur, heldur er hitt nokkuð víst að kosningamaskínur flokkanna hafa gert sér grein fyrir því að það er ekki endilega svo sniðugt að æða snemma af stað upp úr startholunum. Hættan við að hefja baráttuna of snemma er að fólk fái leið á þeim boðskap sem á afla atkvæða og athyglin flökti annað. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík virðist hins vegar hafa litlar áhyggjur af mögulegum athyglisbresti kjósenda, því flokkurinn hóf massíva auglýsingaherferð í blöðum, sjónvarpi og á netinu fyrir all nokkru síðan. Andlitið á Birni Inga Hrafnssyni, efsta manni lista Framsóknar, er út um allt og flokkurinn ætlar augsýnilega að freista þess að sama ofboðlega auglýsingamennska og skilaði þeim svo góðum árangri í síðustu alþingiskosningum, virki jafnvel í vor. Ekki hefur þó betur tekist til en svo að eitt helsta kosningamál Framsóknar í Reykjavík, nýr innanlandsflugvöllur á Lönguskerjum, er orðið að innanbúðardeilumáli þar sem meðlimir þingflokksins senda samherjum sínum í borgarstjórnarflokknum kaldar kveðjur. Það verður spennandi að sjá hvort Framsókn nái aftur vopnum sínum í höfuðborginni, en ekki er útlitið sérlega bjart. Eins og staðan er núna benda skoðanakannanir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi örugga forystu á Samfylkinguna í borginni. Það er aftur á móti athyglisvert að kannanirnar sýna líka að Dagur B. Eggertsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, efstu menn listanna, njóta nánast sama stuðnings þegar spurt er um hvern fólk vilji sjá í stól borgarstjóra. Má því gera ráð fyrir að Samfylkingin telji sig eiga enn töluvert inni. Sú þokkalega stilla sem ríkir á milli stóru flokkanna í Reykjavík er örugglega lognið á undan storminum. Lítil hætta er á öðru en að frambjóðendur séu að brýna stóru sverðin og framundan sé snörp og hressilega barátta. Hins vegar ber ekki svo mikið á milli Sjálfstæðismanna og Samfylkingarinnar þannig að stóra spurningin er við hvaða mál verður átakalínan dregin? Ekki er þó eins og hér sé á ferðinni eintóm góðmennska við kjósendur, heldur er hitt nokkuð víst að kosningamaskínur flokkanna hafa gert sér grein fyrir því að það er ekki endilega svo sniðugt að æða snemma af stað upp úr startholunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun
Í dag eru réttar þrjár vikur til kjördags í sveitastjórnarkosningum um land allt. Kosningabaráttan lætur þó enn lítið yfir sér. Varla er hægt að merkja að flokkarnir séu farnir að hita upp fyrir komandi átök að neinu marki, fyrir utan örfáar og frekar meinleysislegar gusur. Þetta er nokkuð óvænt og ánægjuleg tillitssemi við kjósendur og ef til vill til marks um að íslenskt stjórnmálalíf sé að þroskast í rétta átt. Fátt er leiðinlegra en langdregin og staglkennd stjórnmálaumræða, sérstaklega þegar mönnum brennur ekki þeim mun meira á hjarta. Ekki er þó eins og hér sé á ferðinni eintóm góðmennska við kjósendur, heldur er hitt nokkuð víst að kosningamaskínur flokkanna hafa gert sér grein fyrir því að það er ekki endilega svo sniðugt að æða snemma af stað upp úr startholunum. Hættan við að hefja baráttuna of snemma er að fólk fái leið á þeim boðskap sem á afla atkvæða og athyglin flökti annað. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík virðist hins vegar hafa litlar áhyggjur af mögulegum athyglisbresti kjósenda, því flokkurinn hóf massíva auglýsingaherferð í blöðum, sjónvarpi og á netinu fyrir all nokkru síðan. Andlitið á Birni Inga Hrafnssyni, efsta manni lista Framsóknar, er út um allt og flokkurinn ætlar augsýnilega að freista þess að sama ofboðlega auglýsingamennska og skilaði þeim svo góðum árangri í síðustu alþingiskosningum, virki jafnvel í vor. Ekki hefur þó betur tekist til en svo að eitt helsta kosningamál Framsóknar í Reykjavík, nýr innanlandsflugvöllur á Lönguskerjum, er orðið að innanbúðardeilumáli þar sem meðlimir þingflokksins senda samherjum sínum í borgarstjórnarflokknum kaldar kveðjur. Það verður spennandi að sjá hvort Framsókn nái aftur vopnum sínum í höfuðborginni, en ekki er útlitið sérlega bjart. Eins og staðan er núna benda skoðanakannanir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi örugga forystu á Samfylkinguna í borginni. Það er aftur á móti athyglisvert að kannanirnar sýna líka að Dagur B. Eggertsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, efstu menn listanna, njóta nánast sama stuðnings þegar spurt er um hvern fólk vilji sjá í stól borgarstjóra. Má því gera ráð fyrir að Samfylkingin telji sig eiga enn töluvert inni. Sú þokkalega stilla sem ríkir á milli stóru flokkanna í Reykjavík er örugglega lognið á undan storminum. Lítil hætta er á öðru en að frambjóðendur séu að brýna stóru sverðin og framundan sé snörp og hressilega barátta. Hins vegar ber ekki svo mikið á milli Sjálfstæðismanna og Samfylkingarinnar þannig að stóra spurningin er við hvaða mál verður átakalínan dregin? Ekki er þó eins og hér sé á ferðinni eintóm góðmennska við kjósendur, heldur er hitt nokkuð víst að kosningamaskínur flokkanna hafa gert sér grein fyrir því að það er ekki endilega svo sniðugt að æða snemma af stað upp úr startholunum.