Viðskipti innlent

Góð ávöxtun Vista

Séreignarsjóðurinn Vista, sem rekinn er af KB banka og tekur við viðbótarlífeyrissparnaði, skil­aði góðri ávöxtun árið 2005. Ein fjárfestingaleiða sjóðsins, innlend hlutabréf, skilaði 67,4 prósenta nafnávöxtun eða 60,7 prósenta raunávöxtun. Er það 2,7 prósentum umfram hækkun úrvalsvísitölunnar.

Er þetta jafn­framt hæsta ársávöxtun frá því að sjóðurinn var stofnaður árið 2001. Flestar fjárfestingaleiðir hækkuðu einnig töluvert meira en viðmiðunarvísitölur þeirra. Séreignarsjóðurinn Vista hefur um 27 þúsund sjóðsfélaga og eru í honum tæpir 4 milljarðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×