Metviðskipti í Kauphöll eftir sölu í Íslandsbanka 10. janúar 2006 00:01 Allt á uppleið. Hlutabréf hækkuðu talsvert í metviðskiptum eftir að greint var frá sölu Straums á 21 prósenta hlut í Íslandsbanka. Gærdagurinn var veltumesti dagurinn með hlutabréf frá upphafi í Kauphöll Íslands en alls námu hlutabréfaviðskipti 122,7 milljörðum króna. Um 68 milljarða viðskipti voru með bréf Íslandsbanka. Úrvalsvísitalan endaði í 5.967 stigum og hefur hækkað um tæp átta prósent frá áramótum. Eftir sölu Straums-Burðaráss á 25 prósenta hlut í Íslandsbanka ráða Karl Wernersson, Baugur Group og FL Group um 40 prósentum í bankanum. Einar Sveinsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, og Benedikt bróðir hans ráða um sex prósentum og Jón Snorrason og tengdir aðilar um fjórum. Íslandsbanki keypti 4,5 prósent af Straumi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru bréfin seld meðal annars til Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Saxbyggs sem er í eigu Nóatúnsfjölskyldunnar og Byggingafélags Gylfa og Gunnars. Með þessari sölu lýkur þætti Straums sem eins af stærstu eigendum Íslandsbanka. Straumur eignaðist 14,4 prósent haustið 2004 þegar bankinn keypti bréf af Burðarási, Landsbankanum og Landsbankanum Luxembourg. Með sameiningu við Burðarás nú í haust jókst hlutur Straums í 26 prósent. Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums-Burðaráss, er mjög sáttur við söluna á bréfunum og segir að ávöxtunin hafi verið góð á því tæpa eina og hálfa ári sem bankinn átti Íslandsbankabréf. "Innleystur söluhagnaður er um sextán milljarðar króna. Það er ljóst að þetta styrkir bankann og víkkar okkar tækifæri til eflingar á Straumi sem fjárfestingarbanka." Þegar Straumur fór inn í Íslandsbanka var eigið fé félagsins um 29 milljarðar. Tæpu einu og hálfu ári síðar stendur það nærri 120 milljörðum. Þórður segir ennfremur að þetta auki möguleika Straums að taka þátt í öðrum verkefnum og það sé augljóst að áherslan eykst erlendis. Einnig hafa orðið nokkrar minni háttar breytingar á eignarhaldi innan Actavis og Straums. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, hefur keypt af Straumi-Burðarási hlutabréf fyrir 3,5 milljarða króna og fer í hóp stærstu eigenda. Félög í eigu Karls Wernerssonar seldu Straumi hlutabréf í Actavis fyrir meira en fimm milljarða króna í skiptum fyrir bréf í Íslandsbanka. Eftir sem áður er Amber International, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stærsti eigandinn í Actavis. FL Group borgaði fyrir sextán milljarða hlut í Íslandsbanka með bréfum í Straumi og Landsbankanum. Virði Straumsbréfanna nam 10,6 milljörðum króna en FL Group átti um sex prósent í Straumi. Innlent Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Gærdagurinn var veltumesti dagurinn með hlutabréf frá upphafi í Kauphöll Íslands en alls námu hlutabréfaviðskipti 122,7 milljörðum króna. Um 68 milljarða viðskipti voru með bréf Íslandsbanka. Úrvalsvísitalan endaði í 5.967 stigum og hefur hækkað um tæp átta prósent frá áramótum. Eftir sölu Straums-Burðaráss á 25 prósenta hlut í Íslandsbanka ráða Karl Wernersson, Baugur Group og FL Group um 40 prósentum í bankanum. Einar Sveinsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, og Benedikt bróðir hans ráða um sex prósentum og Jón Snorrason og tengdir aðilar um fjórum. Íslandsbanki keypti 4,5 prósent af Straumi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru bréfin seld meðal annars til Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Saxbyggs sem er í eigu Nóatúnsfjölskyldunnar og Byggingafélags Gylfa og Gunnars. Með þessari sölu lýkur þætti Straums sem eins af stærstu eigendum Íslandsbanka. Straumur eignaðist 14,4 prósent haustið 2004 þegar bankinn keypti bréf af Burðarási, Landsbankanum og Landsbankanum Luxembourg. Með sameiningu við Burðarás nú í haust jókst hlutur Straums í 26 prósent. Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums-Burðaráss, er mjög sáttur við söluna á bréfunum og segir að ávöxtunin hafi verið góð á því tæpa eina og hálfa ári sem bankinn átti Íslandsbankabréf. "Innleystur söluhagnaður er um sextán milljarðar króna. Það er ljóst að þetta styrkir bankann og víkkar okkar tækifæri til eflingar á Straumi sem fjárfestingarbanka." Þegar Straumur fór inn í Íslandsbanka var eigið fé félagsins um 29 milljarðar. Tæpu einu og hálfu ári síðar stendur það nærri 120 milljörðum. Þórður segir ennfremur að þetta auki möguleika Straums að taka þátt í öðrum verkefnum og það sé augljóst að áherslan eykst erlendis. Einnig hafa orðið nokkrar minni háttar breytingar á eignarhaldi innan Actavis og Straums. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, hefur keypt af Straumi-Burðarási hlutabréf fyrir 3,5 milljarða króna og fer í hóp stærstu eigenda. Félög í eigu Karls Wernerssonar seldu Straumi hlutabréf í Actavis fyrir meira en fimm milljarða króna í skiptum fyrir bréf í Íslandsbanka. Eftir sem áður er Amber International, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stærsti eigandinn í Actavis. FL Group borgaði fyrir sextán milljarða hlut í Íslandsbanka með bréfum í Straumi og Landsbankanum. Virði Straumsbréfanna nam 10,6 milljörðum króna en FL Group átti um sex prósent í Straumi.
Innlent Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira