Metviðskipti í Kauphöll eftir sölu í Íslandsbanka 10. janúar 2006 00:01 Allt á uppleið. Hlutabréf hækkuðu talsvert í metviðskiptum eftir að greint var frá sölu Straums á 21 prósenta hlut í Íslandsbanka. Gærdagurinn var veltumesti dagurinn með hlutabréf frá upphafi í Kauphöll Íslands en alls námu hlutabréfaviðskipti 122,7 milljörðum króna. Um 68 milljarða viðskipti voru með bréf Íslandsbanka. Úrvalsvísitalan endaði í 5.967 stigum og hefur hækkað um tæp átta prósent frá áramótum. Eftir sölu Straums-Burðaráss á 25 prósenta hlut í Íslandsbanka ráða Karl Wernersson, Baugur Group og FL Group um 40 prósentum í bankanum. Einar Sveinsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, og Benedikt bróðir hans ráða um sex prósentum og Jón Snorrason og tengdir aðilar um fjórum. Íslandsbanki keypti 4,5 prósent af Straumi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru bréfin seld meðal annars til Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Saxbyggs sem er í eigu Nóatúnsfjölskyldunnar og Byggingafélags Gylfa og Gunnars. Með þessari sölu lýkur þætti Straums sem eins af stærstu eigendum Íslandsbanka. Straumur eignaðist 14,4 prósent haustið 2004 þegar bankinn keypti bréf af Burðarási, Landsbankanum og Landsbankanum Luxembourg. Með sameiningu við Burðarás nú í haust jókst hlutur Straums í 26 prósent. Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums-Burðaráss, er mjög sáttur við söluna á bréfunum og segir að ávöxtunin hafi verið góð á því tæpa eina og hálfa ári sem bankinn átti Íslandsbankabréf. "Innleystur söluhagnaður er um sextán milljarðar króna. Það er ljóst að þetta styrkir bankann og víkkar okkar tækifæri til eflingar á Straumi sem fjárfestingarbanka." Þegar Straumur fór inn í Íslandsbanka var eigið fé félagsins um 29 milljarðar. Tæpu einu og hálfu ári síðar stendur það nærri 120 milljörðum. Þórður segir ennfremur að þetta auki möguleika Straums að taka þátt í öðrum verkefnum og það sé augljóst að áherslan eykst erlendis. Einnig hafa orðið nokkrar minni háttar breytingar á eignarhaldi innan Actavis og Straums. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, hefur keypt af Straumi-Burðarási hlutabréf fyrir 3,5 milljarða króna og fer í hóp stærstu eigenda. Félög í eigu Karls Wernerssonar seldu Straumi hlutabréf í Actavis fyrir meira en fimm milljarða króna í skiptum fyrir bréf í Íslandsbanka. Eftir sem áður er Amber International, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stærsti eigandinn í Actavis. FL Group borgaði fyrir sextán milljarða hlut í Íslandsbanka með bréfum í Straumi og Landsbankanum. Virði Straumsbréfanna nam 10,6 milljörðum króna en FL Group átti um sex prósent í Straumi. Innlent Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira
Gærdagurinn var veltumesti dagurinn með hlutabréf frá upphafi í Kauphöll Íslands en alls námu hlutabréfaviðskipti 122,7 milljörðum króna. Um 68 milljarða viðskipti voru með bréf Íslandsbanka. Úrvalsvísitalan endaði í 5.967 stigum og hefur hækkað um tæp átta prósent frá áramótum. Eftir sölu Straums-Burðaráss á 25 prósenta hlut í Íslandsbanka ráða Karl Wernersson, Baugur Group og FL Group um 40 prósentum í bankanum. Einar Sveinsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, og Benedikt bróðir hans ráða um sex prósentum og Jón Snorrason og tengdir aðilar um fjórum. Íslandsbanki keypti 4,5 prósent af Straumi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru bréfin seld meðal annars til Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Saxbyggs sem er í eigu Nóatúnsfjölskyldunnar og Byggingafélags Gylfa og Gunnars. Með þessari sölu lýkur þætti Straums sem eins af stærstu eigendum Íslandsbanka. Straumur eignaðist 14,4 prósent haustið 2004 þegar bankinn keypti bréf af Burðarási, Landsbankanum og Landsbankanum Luxembourg. Með sameiningu við Burðarás nú í haust jókst hlutur Straums í 26 prósent. Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums-Burðaráss, er mjög sáttur við söluna á bréfunum og segir að ávöxtunin hafi verið góð á því tæpa eina og hálfa ári sem bankinn átti Íslandsbankabréf. "Innleystur söluhagnaður er um sextán milljarðar króna. Það er ljóst að þetta styrkir bankann og víkkar okkar tækifæri til eflingar á Straumi sem fjárfestingarbanka." Þegar Straumur fór inn í Íslandsbanka var eigið fé félagsins um 29 milljarðar. Tæpu einu og hálfu ári síðar stendur það nærri 120 milljörðum. Þórður segir ennfremur að þetta auki möguleika Straums að taka þátt í öðrum verkefnum og það sé augljóst að áherslan eykst erlendis. Einnig hafa orðið nokkrar minni háttar breytingar á eignarhaldi innan Actavis og Straums. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, hefur keypt af Straumi-Burðarási hlutabréf fyrir 3,5 milljarða króna og fer í hóp stærstu eigenda. Félög í eigu Karls Wernerssonar seldu Straumi hlutabréf í Actavis fyrir meira en fimm milljarða króna í skiptum fyrir bréf í Íslandsbanka. Eftir sem áður er Amber International, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stærsti eigandinn í Actavis. FL Group borgaði fyrir sextán milljarða hlut í Íslandsbanka með bréfum í Straumi og Landsbankanum. Virði Straumsbréfanna nam 10,6 milljörðum króna en FL Group átti um sex prósent í Straumi.
Innlent Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira