Sport

Tottenham fær hinn nýja Jaap Stam

Ron Vlaar er sagður við það að ganga frá samningi við Tottenham, þar sem landi hans Martin Jol ræður ríkjum
Ron Vlaar er sagður við það að ganga frá samningi við Tottenham, þar sem landi hans Martin Jol ræður ríkjum AFP

Eins og fram kom í gærkvöldi er enska úrvalsdeildarliðið Tottenham við það að ganga frá kaupum á unga landsliðsmanninum Ron Vlaar, sem kallaður hefur verið hinn nýji Jaap Stam. Mörg lið höfðu verið á höttunum eftir landsliðsmanninum unga, en hann var nýverið settur í leikbann hjá AZ Alkmaar vegna ummæla sinna í kjölfar þess honum þótti félagið hafa hindrað að Ajax keypti hann til sín.

Vlaar getur ekki gengið í raðir Tottenham fyrr en eftir áramótin, en talið er að leikmaðurinn eigi aðeins eftir að ganga frá smáatriðum í samningum við enska liðið, sem fær hann tiltölulega ódýrt því hann á lítið eftir af samningi sínum við hollenska liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×