Innlent

Maður með hníf handtekinn í miðbænum í dag

MYND/Róbert

Lögreglan í Reykjavík handtók í dag mann á sextugsaldri í miðborginni sem gengið hafði á milli verslana með stóran hníf. Að sögn lögreglu ógnaði hann þó engum en setti hnífinn, sem var með um 15 sentímetra blaði, milli tanna sér. Verslunareigendum þótti þessi hegðun þó ógnvekjandi og kölluðu á lögreglu sem handtók hann. Í ljós kom að maðurin á við geðsjúkdóm að stríða en hann er þó ekki talinn hættulegur. Lögregla yfirheyrði manninn og sleppti honum að því loknu en hnífurinn var gerður upptækur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×