Velgjörðarmenn og snobb 12. desember 2005 17:10 Komiði sæl. Ég ætla senn að boða til blaðamannafundar. Ég er að hugsa um að gefa Mæðrastyrksnefnd svona 10 þúsund kall vegna fátækra barna á Íslandi og bæta við nokkrum þúsund köllum til, segjum, Konukots. Og kaupa áfram þessa góðgerðahappadrættismiða sem ég kaupi alltaf. Ég krefst þess að allir fjölmiðlar sendi sitt besta fólk á blaðamannafundinn, taki fallegar myndir af mér og viðtöl. Ég er hlutfallslega að gefa mun stærri gjöf en þessir billjónerar sem fá athygli fyrir gjafir sem eru brota-brota-brot af þeirra umfangi. ÉG ER AÐ GEFA MEIRA EN ÞEIR og krefst þess að fá mynd og vera kallaður velgjörðarmaður og svoleiðis. Ég meira að segja ætla að ganga enn lengra en þetta í góðmennskunni: Ég ætla ekki að færa mínar gjafir sem kostnað á móti sköttum í skattframtalinu. Gjöfin mín kemur ekki til baka í gegnum skattinn. Ólíkt og með góðu billjónerana léttist budda mín - og bros mitt verður ekta en ekki uppsett. Þeir fjölmiðlar sem senda ekki fulla hersveit á blaðamannafundinn verða með réttu sakaðir um snobb - að horfa í krónutöluna frekar en gjörninginn. Segja frá fína fólkinu frekar en því þegar venjulegt fólk gerir sitt besta með það litla sem það hefur. Á blaðamannafundinum ætla ég og að varpa þeirri spurningu fram, hvort ekki sé upplagt að skattleggja stórfyrirtæki til hagsbóta fyrir fátæka, líkt og hér var gert í gamla daga. Muniði hvað Þorvaldur í Síld og Fisk var stoltur af því að vera skattakóngur? Er það orðið mannfjandsamlegt að beita jöfnunaraðgerðum eins og að skattleggja hina ríku til að bæta hag hinna fátæku? Er nú hinum fátæku ætlað það hlutskipti að brosa í genum tárin þegar það þiggur góðgjörðir beint úr höndunum á hinum ríku? Á blaðamannafundinum ætla ég líka að varpa þeirri spurningu fram hvort sú viðmiðun eigi ekki lengur við að gefa gjafir og styrki án þess að hreykja sér á hæsta steini. Af hverju gefa þessir billjónerar fátækum ekki bara pening og þegja um það, eins og besta fólkið gerir? Þetta verður flottur blaðamannafundur. Ég er að vona að forsetinn og Björgólfur komi. Og að Jóhannes í Bónus spili á Grafarvogskirkju-orgel. Ætla ekki allir að mæta? Eða verð ég að kaupa auglýsingar fyrst? Friðrik Þór Guðmundsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Komiði sæl. Ég ætla senn að boða til blaðamannafundar. Ég er að hugsa um að gefa Mæðrastyrksnefnd svona 10 þúsund kall vegna fátækra barna á Íslandi og bæta við nokkrum þúsund köllum til, segjum, Konukots. Og kaupa áfram þessa góðgerðahappadrættismiða sem ég kaupi alltaf. Ég krefst þess að allir fjölmiðlar sendi sitt besta fólk á blaðamannafundinn, taki fallegar myndir af mér og viðtöl. Ég er hlutfallslega að gefa mun stærri gjöf en þessir billjónerar sem fá athygli fyrir gjafir sem eru brota-brota-brot af þeirra umfangi. ÉG ER AÐ GEFA MEIRA EN ÞEIR og krefst þess að fá mynd og vera kallaður velgjörðarmaður og svoleiðis. Ég meira að segja ætla að ganga enn lengra en þetta í góðmennskunni: Ég ætla ekki að færa mínar gjafir sem kostnað á móti sköttum í skattframtalinu. Gjöfin mín kemur ekki til baka í gegnum skattinn. Ólíkt og með góðu billjónerana léttist budda mín - og bros mitt verður ekta en ekki uppsett. Þeir fjölmiðlar sem senda ekki fulla hersveit á blaðamannafundinn verða með réttu sakaðir um snobb - að horfa í krónutöluna frekar en gjörninginn. Segja frá fína fólkinu frekar en því þegar venjulegt fólk gerir sitt besta með það litla sem það hefur. Á blaðamannafundinum ætla ég og að varpa þeirri spurningu fram, hvort ekki sé upplagt að skattleggja stórfyrirtæki til hagsbóta fyrir fátæka, líkt og hér var gert í gamla daga. Muniði hvað Þorvaldur í Síld og Fisk var stoltur af því að vera skattakóngur? Er það orðið mannfjandsamlegt að beita jöfnunaraðgerðum eins og að skattleggja hina ríku til að bæta hag hinna fátæku? Er nú hinum fátæku ætlað það hlutskipti að brosa í genum tárin þegar það þiggur góðgjörðir beint úr höndunum á hinum ríku? Á blaðamannafundinum ætla ég líka að varpa þeirri spurningu fram hvort sú viðmiðun eigi ekki lengur við að gefa gjafir og styrki án þess að hreykja sér á hæsta steini. Af hverju gefa þessir billjónerar fátækum ekki bara pening og þegja um það, eins og besta fólkið gerir? Þetta verður flottur blaðamannafundur. Ég er að vona að forsetinn og Björgólfur komi. Og að Jóhannes í Bónus spili á Grafarvogskirkju-orgel. Ætla ekki allir að mæta? Eða verð ég að kaupa auglýsingar fyrst? Friðrik Þór Guðmundsson
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar