Innlent

Bjarni Hafþór ráðinn til KEA

Bjarni Hafþór Helgason hefur verið ráðinn fjárfestingastjóri KEA og hefur hann störf um áramót. Hann mun annast framkvæmdastjórn fjárfestingafélaganna Hildings og Upphafs en þau eru dótturfélög KEA.

Bjarni Hafþór Helgason er fæddur árið 1957 og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1983.  Hann hefur auk þess löggildingu til verðbréfamiðlunar.  Meðal fyrri starfa má nefna að 1986 – 1996 var hann framkvæmdastjóri Eyfirska sjónvarpsfélagsins, útibússtjóri Íslenska útvarpsfélagsins á Norðurlandi og frétta- og dagskrárgerðarmaður fyrir Stöð 2 og Bylgjuna.  Á árunum 1996 – 2000 var hann framkvæmdastjóri Útvegsmannafélags Norðurlands og frá árinu 2000 hefur hann verið skrifstofustjóri Lífeyrissjóðs Norðurlands og m.a. annast skrifstofurekstur sjóðsins, markaðsmál, séreignardeild og starfað við eignastýringu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×