Líklega gengið frá kaupum fyrir áramótin 1. desember 2005 18:30 Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, hefur gert tilboð í Toyota-umboðið, P. Samúelsson hf. Búist er við að gengið verði frá kaupum hans á þessu stærsta bílaumboði landsins fyrir áramót. Magnús staðfesti í samtali við fréttastofuna að hann ætti í viðræðum við Pál Samúelsson, aðaleiganda samnefnds félags, og að hann hefði gert tilboð í Toyota umboðið. Magnús sagði hins vegar að enn væru margir þröskuldar. Aðili tengdur málinu segir viðræður komnar það langt að líklegt þykir að niðurstaða fáist fyrir áramót. Annar heimildarmaður segir að í raun liggi fyrir samkomulag en beðið sé staðfestingar Toyota í Japan um að umboðið haldist áfram í félaginu eftir eigendaskipti. Ekki fást staðfestar upplýsingar um kaupverð en heimildarmenn telja það vera í kringum fimm milljarða króna. P. Samúelsson er stærsta bílaumboð landsins og hefur Toyota um árabil verið söluhæsta bílategundin. Á þessu ári stefnir í að fyrirtækið selji yfir 4.500 bíla og að veltan nálgist sautján milljarða króna. Fyrirtækið er í eigu Páls Samúelssonar og fjölskyldu hans. Nokkurt uppnám varð innan þess snemma á árinu þegar níu yfirmenn hættu skyndilega í kjölfar forstjóraskipta. Rótin að því uppgjöri er talin þau sinnaskipti Páls Samúelssonar að hætta við að selja fyrirtækið til stjórnendannaa. Nýtt söluferli hófst svo í haust og var reyndar einn hluti fyrirtækisins, Kraftvélar, seldur í síðustu vikur. Kaupandi var Ævar Þorsteinsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Kraftvéla. Flest bendir nú til þess að Magnús Kristinsson eignist félagið að öðru leyti. Magnús efnaðist af útgerð í Vestmannaeyjum en hefur síðar orðið einn af stærstu eigendum Straums-Burðaráss og enska knattspyrnufélagsins Stoke. Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, hefur gert tilboð í Toyota-umboðið, P. Samúelsson hf. Búist er við að gengið verði frá kaupum hans á þessu stærsta bílaumboði landsins fyrir áramót. Magnús staðfesti í samtali við fréttastofuna að hann ætti í viðræðum við Pál Samúelsson, aðaleiganda samnefnds félags, og að hann hefði gert tilboð í Toyota umboðið. Magnús sagði hins vegar að enn væru margir þröskuldar. Aðili tengdur málinu segir viðræður komnar það langt að líklegt þykir að niðurstaða fáist fyrir áramót. Annar heimildarmaður segir að í raun liggi fyrir samkomulag en beðið sé staðfestingar Toyota í Japan um að umboðið haldist áfram í félaginu eftir eigendaskipti. Ekki fást staðfestar upplýsingar um kaupverð en heimildarmenn telja það vera í kringum fimm milljarða króna. P. Samúelsson er stærsta bílaumboð landsins og hefur Toyota um árabil verið söluhæsta bílategundin. Á þessu ári stefnir í að fyrirtækið selji yfir 4.500 bíla og að veltan nálgist sautján milljarða króna. Fyrirtækið er í eigu Páls Samúelssonar og fjölskyldu hans. Nokkurt uppnám varð innan þess snemma á árinu þegar níu yfirmenn hættu skyndilega í kjölfar forstjóraskipta. Rótin að því uppgjöri er talin þau sinnaskipti Páls Samúelssonar að hætta við að selja fyrirtækið til stjórnendannaa. Nýtt söluferli hófst svo í haust og var reyndar einn hluti fyrirtækisins, Kraftvélar, seldur í síðustu vikur. Kaupandi var Ævar Þorsteinsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Kraftvéla. Flest bendir nú til þess að Magnús Kristinsson eignist félagið að öðru leyti. Magnús efnaðist af útgerð í Vestmannaeyjum en hefur síðar orðið einn af stærstu eigendum Straums-Burðaráss og enska knattspyrnufélagsins Stoke.
Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira