Líklega gengið frá kaupum fyrir áramótin 1. desember 2005 18:30 Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, hefur gert tilboð í Toyota-umboðið, P. Samúelsson hf. Búist er við að gengið verði frá kaupum hans á þessu stærsta bílaumboði landsins fyrir áramót. Magnús staðfesti í samtali við fréttastofuna að hann ætti í viðræðum við Pál Samúelsson, aðaleiganda samnefnds félags, og að hann hefði gert tilboð í Toyota umboðið. Magnús sagði hins vegar að enn væru margir þröskuldar. Aðili tengdur málinu segir viðræður komnar það langt að líklegt þykir að niðurstaða fáist fyrir áramót. Annar heimildarmaður segir að í raun liggi fyrir samkomulag en beðið sé staðfestingar Toyota í Japan um að umboðið haldist áfram í félaginu eftir eigendaskipti. Ekki fást staðfestar upplýsingar um kaupverð en heimildarmenn telja það vera í kringum fimm milljarða króna. P. Samúelsson er stærsta bílaumboð landsins og hefur Toyota um árabil verið söluhæsta bílategundin. Á þessu ári stefnir í að fyrirtækið selji yfir 4.500 bíla og að veltan nálgist sautján milljarða króna. Fyrirtækið er í eigu Páls Samúelssonar og fjölskyldu hans. Nokkurt uppnám varð innan þess snemma á árinu þegar níu yfirmenn hættu skyndilega í kjölfar forstjóraskipta. Rótin að því uppgjöri er talin þau sinnaskipti Páls Samúelssonar að hætta við að selja fyrirtækið til stjórnendannaa. Nýtt söluferli hófst svo í haust og var reyndar einn hluti fyrirtækisins, Kraftvélar, seldur í síðustu vikur. Kaupandi var Ævar Þorsteinsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Kraftvéla. Flest bendir nú til þess að Magnús Kristinsson eignist félagið að öðru leyti. Magnús efnaðist af útgerð í Vestmannaeyjum en hefur síðar orðið einn af stærstu eigendum Straums-Burðaráss og enska knattspyrnufélagsins Stoke. Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, hefur gert tilboð í Toyota-umboðið, P. Samúelsson hf. Búist er við að gengið verði frá kaupum hans á þessu stærsta bílaumboði landsins fyrir áramót. Magnús staðfesti í samtali við fréttastofuna að hann ætti í viðræðum við Pál Samúelsson, aðaleiganda samnefnds félags, og að hann hefði gert tilboð í Toyota umboðið. Magnús sagði hins vegar að enn væru margir þröskuldar. Aðili tengdur málinu segir viðræður komnar það langt að líklegt þykir að niðurstaða fáist fyrir áramót. Annar heimildarmaður segir að í raun liggi fyrir samkomulag en beðið sé staðfestingar Toyota í Japan um að umboðið haldist áfram í félaginu eftir eigendaskipti. Ekki fást staðfestar upplýsingar um kaupverð en heimildarmenn telja það vera í kringum fimm milljarða króna. P. Samúelsson er stærsta bílaumboð landsins og hefur Toyota um árabil verið söluhæsta bílategundin. Á þessu ári stefnir í að fyrirtækið selji yfir 4.500 bíla og að veltan nálgist sautján milljarða króna. Fyrirtækið er í eigu Páls Samúelssonar og fjölskyldu hans. Nokkurt uppnám varð innan þess snemma á árinu þegar níu yfirmenn hættu skyndilega í kjölfar forstjóraskipta. Rótin að því uppgjöri er talin þau sinnaskipti Páls Samúelssonar að hætta við að selja fyrirtækið til stjórnendannaa. Nýtt söluferli hófst svo í haust og var reyndar einn hluti fyrirtækisins, Kraftvélar, seldur í síðustu vikur. Kaupandi var Ævar Þorsteinsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Kraftvéla. Flest bendir nú til þess að Magnús Kristinsson eignist félagið að öðru leyti. Magnús efnaðist af útgerð í Vestmannaeyjum en hefur síðar orðið einn af stærstu eigendum Straums-Burðaráss og enska knattspyrnufélagsins Stoke.
Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira