Lífið

Aftur til fortíðar?

Símar spila mörg og ólík og ný hlutverk í lífi okkar, nú er svo komið að settur hefur verið á markað sími sem ekki hægt að gera annað og meira með en að hringja, svara og senda og lesa SMS.

GSM síma tækninni fleygir fram og nú er svo komið að það virðast engin takmörk fyrir því hvað hægt er að gera með gsm símum. Það er hægt að fara á netið, skoða tölvupóstinn og ekki má nú gleyma hágæðamyndavélunum sem virðast vera orðnir fastur hluti af öllum gsm símum. En hvað með þá sem vilja helst bara geta ýtt á einn takka til að hringja og finnst tæknin óbærilega flókin? Franski farsímaframleiðinn Sagem í samstarfi við Vodafone sáu sér leik á borði og ákvaðu að hanna síma þar sem ekki er verið að flækja hlutina.

Með þessum síma sem kallast Simply er ekki hægt að gera annað og meira en að hringja, svara og senda og lesa SMS.

Síminn hefur notið mikilla vinsælda í Bretlandi og þá sérstaklega með kvenna sem komnar eru yfir fimmtug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.