Innlent

Ástþóri dæmdar bætur vegna frelsissviptingar

Hæstiréttur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða Ástþóri Magnússyni 150 þúsund krónur vegn frelsissviptingar, en Ástþór var handtekinn og sat í gæsluvarðhaldi í fjóra daga síðla nóvember 2002 fyrir að hafa sent orðsendingu um að hætta væri á hryðjuverkaárás á íslenska flugvél.

Ástþórsendi viðvörunina til 1.200 viðtakenda, þar á meðal lögregluyfirvalda og fjölmiðla.Hannvarí kjölfariðkærður fyrirveita rangar upplýsingar sem fallnar væru til að vekja ótta um líf, heilbrigði eða velferð manna en var sýknaður bæði í héraði og Hæstarétti. Hann krafðist í kjölfariðtveggja milljóna í bæturvegna frelsissviptingarsem héraðsdómur hafnaði en Hæstiréttur féllst hins vegar á í dagað ríkið greiddi honum 150 þúsund krónur í bætur.

Í dómnum segir að í öndverðu hefði verið tilefni til að handtaka Ástþór og beita gæsluvarðhaldi yfir honum í þágu rannsóknar málsins. Hins vegar hafi ekki komið fram skýringar á þeirri töf sem varð á því að skýrsla yrði tekin af vitni, sem Ástþór hafði borið að kveikt hefði hjá sér hugmynd um þá ógn sem vofði yfir.

Þá hefði ekkert komið fram um það hvenær lögregla hefði kannað nægilega þau gögn sem fundust við húsleit til að staðreyna að frekari heimildir byggju ekki að baki orðsendingunni. Þótti Ástþór því hafa sætt gæsluvarðhaldi lengur en efni stóðu til og var fallist á að hann ætti rétt til bóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×