Benitez ræðir við leikmenn sína 14. október 2005 00:01 Rafael Benitez tók sér tíma til að ræða við framherja sína Djibril Cissé og Peter Crouch þegar þeir sneru aftur úr landsleikjum með liðum sínum og þótti rétt að fá nokkra hluti á hreint áður en lengra er haldið. Djibril Cissé barmaði sér í fjölmiðlum þegar hann var á ferðalagi með franska landsliðinu í vikunni og sagði að hann hefði hug á að fara frá Liverpool ef honum tækist ekki að vinna sér fast sæti í liðinu á næstu tveimur mánuðum. Benitez tók franska sóknarmanninn inn á teppi og ræddi við hann og heldur því fram að málið sé leyst. "Leikmenn verða bara að vera tilbúnir þegar kallið kemur og ég hef ekkert út á leik hans að setja til þessa. Hann verður hinsvegar að bera virðingu fyrir liðinu og félögum sínum og ég sagði honum bara að halda áfram að skora mörk, þá væri ég sáttur. Það eina sem skiptir mig máli er að vinna leiki," sagði Benitez, sem einnig ræddi við Peter Crouch til að ganga úr skugga um að hann væri í góðum anda eftir að stuðningsmenn enska landsliðsins bauluðu á hann þegar hann var tekinn af velli í vikunni. "Ég spurði Peter hvort hann væri ekki enn með gott sjálfstraust og hann ansaði því játandi. Mér er alveg sama þó fólki finnist hann ekki góður leikmaður, því svo fremi sem aðdáendur Liverpool eru sáttir við hann, er mér sama. Þeir sem sjá ekki hve góður hann er, hafa hinsvegar ekki mikið vit á knattspyrnu, því ég veit að allir atvinnumennirnir í deildinni sjá það vel," sagði Benitez og benti á að hinn hávaxni Crouch legði upp mikið af mörkum, þó hann hefði vissulega ekki skorað þau mörg upp á síðkastið. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Innlendur íþróttaannáll 2024: Heimsmeistari, Evrópumeistarar og alls konar meistarar Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Dagskráin í dag: HM í pílukasti og NHL Snákurinn beit frá sér og sendi meistarann heim Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik Sjá meira
Rafael Benitez tók sér tíma til að ræða við framherja sína Djibril Cissé og Peter Crouch þegar þeir sneru aftur úr landsleikjum með liðum sínum og þótti rétt að fá nokkra hluti á hreint áður en lengra er haldið. Djibril Cissé barmaði sér í fjölmiðlum þegar hann var á ferðalagi með franska landsliðinu í vikunni og sagði að hann hefði hug á að fara frá Liverpool ef honum tækist ekki að vinna sér fast sæti í liðinu á næstu tveimur mánuðum. Benitez tók franska sóknarmanninn inn á teppi og ræddi við hann og heldur því fram að málið sé leyst. "Leikmenn verða bara að vera tilbúnir þegar kallið kemur og ég hef ekkert út á leik hans að setja til þessa. Hann verður hinsvegar að bera virðingu fyrir liðinu og félögum sínum og ég sagði honum bara að halda áfram að skora mörk, þá væri ég sáttur. Það eina sem skiptir mig máli er að vinna leiki," sagði Benitez, sem einnig ræddi við Peter Crouch til að ganga úr skugga um að hann væri í góðum anda eftir að stuðningsmenn enska landsliðsins bauluðu á hann þegar hann var tekinn af velli í vikunni. "Ég spurði Peter hvort hann væri ekki enn með gott sjálfstraust og hann ansaði því játandi. Mér er alveg sama þó fólki finnist hann ekki góður leikmaður, því svo fremi sem aðdáendur Liverpool eru sáttir við hann, er mér sama. Þeir sem sjá ekki hve góður hann er, hafa hinsvegar ekki mikið vit á knattspyrnu, því ég veit að allir atvinnumennirnir í deildinni sjá það vel," sagði Benitez og benti á að hinn hávaxni Crouch legði upp mikið af mörkum, þó hann hefði vissulega ekki skorað þau mörg upp á síðkastið.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Innlendur íþróttaannáll 2024: Heimsmeistari, Evrópumeistarar og alls konar meistarar Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Dagskráin í dag: HM í pílukasti og NHL Snákurinn beit frá sér og sendi meistarann heim Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik Sjá meira