Innlent

Öryggisráðið eins og handboltamót?

MYND/AP
Ungir Vinstri grænir hvetja til þess að framboð Íslands til Öryggsiráðs Sameinuðu þjóðanna verði dregið til baka. Þetta kemur fram í ályktun sem ungliðahreyfingin sendi frá sér í gærkvöld. Í ályktuninni segir að svo virðist sem Halldór Ásgrímsson leggi framboðið að jöfnu við þátttöku í alþjóðlegu handboltamóti og að þau sjónarmið hans að mikilvægt sé að stefnumið Íslands komist á framfæri innan ráðsins byggi á veikum grunni, eða öllu heldur amerískum. Ungir Vinstri grænir segja ennfremur að lítið hafi farið fyrir sjálfstæðri utanríkisstefnu hjá sitjandi ríkisstjórn og því sé það á engan hátt réttlætanlegt að verja svimandi upphæðum í handauppréttingar fyrir Bandaríkin á alþjóðavettvangi, líkt og verið hefur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×