Yfirvöld á hættulegri braut 1. október 2005 00:01 "Það að setja lögbann á frekari birtingu efnis fjölmiðla fer ekki gegn tjáningarfrelsi þeirra samkvæmt túlkun Mannréttindadómstóls Evrópu en að baki slíkrar íhlutunar í störf blaðamanna þurfa að liggja veigamiklar ástæður," segir dr. Herdís Þorgeirsdóttir, lagaprófessor við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Í framhaldinu nefnir Herdís dóm Mannréttindadómstólsins í máli blaðamannsins Goodwin gegn Bretlandi en honum hafði verið gert að gefa upp hver lak í hann trúnaðarskjölum um afkomu stórfyrirtækis. Enda þótt blaðamaðurinn hefði ekki talið fyrirhugaða birtingu efnisins snúast um veigamikla almannahagsmuni heldur að það væri einfaldlega fréttnæmt komst dómsdóllinn að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld hefðu brotið á rétti hans. Herdís segist ekki að svo stöddu treysta sér til að meta hvort nógu miklir hagsmunir liggi að baki til að beita 365 prentmiðla lögbanni eins og sýslumaðurinn í Reykjavík ákvað á föstudaginn. "Stóra spurningin er sú hvort borið hafi brýna nauðsyn til að grípa inn í störf fjölmiðlanna með þessum hætti til að vernda rétt þeirra einstaklinga sem fara fram á lögbannið. Eins og Mannréttindadómstóllinn hefur margítrekað er réttur almennings til upplýsinga svo veigamikill að það þarf sterk, málefnaleg rök til að réttlæta svo afgerandi aðgerð." "Mér kemur þetta á óvart, sérstaklega hversu víðtækur úrskurðurinn er," segir Birgir Guðmundsson, blaðamaður og lektor við Háskólann á Akureyri um lögbannið. "Ég man ekki eftir að lögbann hafi áður verið sett við heimildum sem eru þegar komnar á blað. Svo finnst mér harkalegt að sýslumaður geri gögnin upptæk því þar með geta þeir eyðilagt möguleika blaðsins á að halda trúnaði við heimildarmenn. Mér finnst yfirvöld vera komin á mjög hættulega braut " Birgir rifjar upp mál Agnesar Bragadóttur, blaðamanns á Morgunblaðinu, sem á sínum tíma vann mál í Hæstarétti en hún neitaði að gefa upp nafn heimildarmanns síns í fréttum af stöðu Sambands íslenskra samvinnufélaga. "Hæstiréttur mat það svo að almannahagsmunir hefðu vegið þyngra en hagsmunir SÍS. Það mál var talið mikill sigur fyrir vernd heimildarmanna og því er mál föstudagsins bakslag að sama skapi þar sem sömu grundvallarrök eiga við." Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
"Það að setja lögbann á frekari birtingu efnis fjölmiðla fer ekki gegn tjáningarfrelsi þeirra samkvæmt túlkun Mannréttindadómstóls Evrópu en að baki slíkrar íhlutunar í störf blaðamanna þurfa að liggja veigamiklar ástæður," segir dr. Herdís Þorgeirsdóttir, lagaprófessor við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Í framhaldinu nefnir Herdís dóm Mannréttindadómstólsins í máli blaðamannsins Goodwin gegn Bretlandi en honum hafði verið gert að gefa upp hver lak í hann trúnaðarskjölum um afkomu stórfyrirtækis. Enda þótt blaðamaðurinn hefði ekki talið fyrirhugaða birtingu efnisins snúast um veigamikla almannahagsmuni heldur að það væri einfaldlega fréttnæmt komst dómsdóllinn að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld hefðu brotið á rétti hans. Herdís segist ekki að svo stöddu treysta sér til að meta hvort nógu miklir hagsmunir liggi að baki til að beita 365 prentmiðla lögbanni eins og sýslumaðurinn í Reykjavík ákvað á föstudaginn. "Stóra spurningin er sú hvort borið hafi brýna nauðsyn til að grípa inn í störf fjölmiðlanna með þessum hætti til að vernda rétt þeirra einstaklinga sem fara fram á lögbannið. Eins og Mannréttindadómstóllinn hefur margítrekað er réttur almennings til upplýsinga svo veigamikill að það þarf sterk, málefnaleg rök til að réttlæta svo afgerandi aðgerð." "Mér kemur þetta á óvart, sérstaklega hversu víðtækur úrskurðurinn er," segir Birgir Guðmundsson, blaðamaður og lektor við Háskólann á Akureyri um lögbannið. "Ég man ekki eftir að lögbann hafi áður verið sett við heimildum sem eru þegar komnar á blað. Svo finnst mér harkalegt að sýslumaður geri gögnin upptæk því þar með geta þeir eyðilagt möguleika blaðsins á að halda trúnaði við heimildarmenn. Mér finnst yfirvöld vera komin á mjög hættulega braut " Birgir rifjar upp mál Agnesar Bragadóttur, blaðamanns á Morgunblaðinu, sem á sínum tíma vann mál í Hæstarétti en hún neitaði að gefa upp nafn heimildarmanns síns í fréttum af stöðu Sambands íslenskra samvinnufélaga. "Hæstiréttur mat það svo að almannahagsmunir hefðu vegið þyngra en hagsmunir SÍS. Það mál var talið mikill sigur fyrir vernd heimildarmanna og því er mál föstudagsins bakslag að sama skapi þar sem sömu grundvallarrök eiga við."
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira