BÍ mótmælir aðgerð sýslumannsins 30. september 2005 00:01 Stjórn Blaðamannafélags Íslands mótmælir þeirri aðgerð sýslumannsins í Reykjavík að krefja blaðamenn á Fréttablaðinu um gögn sem sýslumaður telur þá hafa undir höndum. Eins og greint var frá fyrr í dag komu fulltrúar sýslumanns á ritstjórn Fréttablaðsins rétt fyrir hádegi með lögbannsúrskurð á frekari birtingu upplýsinga úr nafnlausum tölvupóstum. Tölvupóstarnir sem um ræðir eru þeir sem Fréttablaðið hefur byggt fréttir sínar af aðdraganda Baugsrannsóknarinnar á. Stjórn Blaðamannafélags Íslands mótmælir þeirri aðgerð sýslumannsins í Reykjavík að krefja blaðamenn á Fréttablaðinu um gögn sem sýslumaður telur þá hafa undir höndum. Sýslumaðurinn á ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. Með þessum aðgerðum er verið að veitast að tjáningarfrelsinu og þeim rétti blaðamanna að afla sér gagna og vinna úr þeim. Aðgerðirnar ógna einnig nauðsynlegri vernd blaðamanna við trúnaðarmenn sína. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í lýðræðissamfélagi og trúnaður þeirra við heimildamenn er einn af hornsteinum þess. Vernd blaðamanna við heimildamenn er þar að auki staðfest með dómi Hæstaréttar. Aðgerðir sýslumanns eru atlaga að þeim rétti. Í ályktun stjórnar BÍ segir orðrétt: Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur í dag samþykkt eftirfarandi ályktun: Jóhann Hlíðar Harðarson, varaformaður BÍ, segir stjórnina öskureiða út af málinu. Hún telji þetta vera freklega ógnun við tjáningarfrelsi í landinu og frjálsa fjölmiðlun. Jóhann segir að með því að gera þetta sé verið að fæla fólk frá því að miðla oft og tíðum afar mikilvægum upplýsingum til fjölmiðla vegna þess að vofa sýslumanns eða annarra yfirvalda vofi nú yfir ritstjórnum allra fjölmiðla í landinu. Sigurjón M. Egilsson, fréttastjóri Fréttablaðsins, fullyrðir að af gögnunum sem nú eru í höndum sýslumannsins sé ekki hægt að rekja hver kom þeim í hendur Fréttablaðsins. Það vissi sýslumaður hins vegar ekki fyrir, og málið vekur því upp alvarlegar spurningar um vernd heimildarmanna. Fyrir tveimur árum lagði Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ásamt fleirum, fram lagafrumvarp um vernd heimildarmanna, sem ætlað var meðal annars að koma í veg fyrir að hægt væri að taka gögn af ritstjórnum sem gætu innihaldið upplýsingar um heimildarmenn. Málinu var vísað í nefnd og hefur aldrei verið afgreitt þaðan. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Stjórn Blaðamannafélags Íslands mótmælir þeirri aðgerð sýslumannsins í Reykjavík að krefja blaðamenn á Fréttablaðinu um gögn sem sýslumaður telur þá hafa undir höndum. Eins og greint var frá fyrr í dag komu fulltrúar sýslumanns á ritstjórn Fréttablaðsins rétt fyrir hádegi með lögbannsúrskurð á frekari birtingu upplýsinga úr nafnlausum tölvupóstum. Tölvupóstarnir sem um ræðir eru þeir sem Fréttablaðið hefur byggt fréttir sínar af aðdraganda Baugsrannsóknarinnar á. Stjórn Blaðamannafélags Íslands mótmælir þeirri aðgerð sýslumannsins í Reykjavík að krefja blaðamenn á Fréttablaðinu um gögn sem sýslumaður telur þá hafa undir höndum. Sýslumaðurinn á ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. Með þessum aðgerðum er verið að veitast að tjáningarfrelsinu og þeim rétti blaðamanna að afla sér gagna og vinna úr þeim. Aðgerðirnar ógna einnig nauðsynlegri vernd blaðamanna við trúnaðarmenn sína. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í lýðræðissamfélagi og trúnaður þeirra við heimildamenn er einn af hornsteinum þess. Vernd blaðamanna við heimildamenn er þar að auki staðfest með dómi Hæstaréttar. Aðgerðir sýslumanns eru atlaga að þeim rétti. Í ályktun stjórnar BÍ segir orðrétt: Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur í dag samþykkt eftirfarandi ályktun: Jóhann Hlíðar Harðarson, varaformaður BÍ, segir stjórnina öskureiða út af málinu. Hún telji þetta vera freklega ógnun við tjáningarfrelsi í landinu og frjálsa fjölmiðlun. Jóhann segir að með því að gera þetta sé verið að fæla fólk frá því að miðla oft og tíðum afar mikilvægum upplýsingum til fjölmiðla vegna þess að vofa sýslumanns eða annarra yfirvalda vofi nú yfir ritstjórnum allra fjölmiðla í landinu. Sigurjón M. Egilsson, fréttastjóri Fréttablaðsins, fullyrðir að af gögnunum sem nú eru í höndum sýslumannsins sé ekki hægt að rekja hver kom þeim í hendur Fréttablaðsins. Það vissi sýslumaður hins vegar ekki fyrir, og málið vekur því upp alvarlegar spurningar um vernd heimildarmanna. Fyrir tveimur árum lagði Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ásamt fleirum, fram lagafrumvarp um vernd heimildarmanna, sem ætlað var meðal annars að koma í veg fyrir að hægt væri að taka gögn af ritstjórnum sem gætu innihaldið upplýsingar um heimildarmenn. Málinu var vísað í nefnd og hefur aldrei verið afgreitt þaðan.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira