Útflutningsgreinar í uppnámi 30. september 2005 00:01 Samspil hækkandi stýrivaxta Seðlabankans og gengisþróunar veldur þeim áhyggjum sem byggja afkomu sína á erlendri mynt. Seðlabankinn hækkar á þriðjudaginn stýrvexti í 10,25 prósent til að slá á verðbólgu og gengi krónunnar er þegar farið að styrkjast. Sjávarútvegur: Arfavitlaus hagstjórn Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. "Vandinn er heimatilbúinn. Ríkið á bæði Íbúðalánasjóð sem dælir út peningum og svo Seðlabankann hinu megin. Hagstjórnin er eins arfavitlaus og hægt er að hugsa sér," segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims á Akureyri. Hann segir menn ekki búna að bíta úr nálinni með hvernig lagt sé að útflutningsiðnaði með stýrivaxtahækkunum sem muni styrkja gengi krónunnar enn frekar. "Þetta leggur útflutningsgreinarnar í rúst. Afleiðingarnar koma bara ekki í ljós alveg strax, en þær verða mjög alvarlegar til lengri tíma liti. Á næstu misserum dregst bara hægt og rólega saman útflutningur á Íslandi og verður mjög erfitt að ná honum upp aftur." Ferðaþjónusta: Versnandi aðstæður Stefán Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Íslandsferða "Því sterkari sem krónan er, þeim mun verri verða aðstæður okkar," segir Stefán Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Íslandsferða, sem sér fram á versnandi hag ferðaþjónustunnar í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. "Nóg er þetta nú í dag. Við erum trúlega í um 15 prósentum verri aðstöðu núna heldur en fyrir ári síðan vegna gengisþróunarinnar." Hann segir erfitt fyrir fyrirtæki í ferðaiðnaði að bregðast við, enda sé þarna um að ræða ytri aðstæður í rekstrinum og verðhækkanir í geiranum komi bara niður á eftirspurn. "Við er enda að keppa við löndin í kring um okkur þar sem gengið er ekkert að breytast og á sama tíma draga stjórnvöld úr kynningu á landinu. En við berjumst bara áfram þó aðstæður séu erfiðar." Innflytjendur: Gengið skiptir ekki öllu Viðar Viðarsson, framkvæmdastjóri EJS "Alls ekki er víst að við sem eigum í samkeppni kaupum inn á sama gengi þannig að gengisþróun ein og sér segir ekki alla söguna," segir framkvæmdastjóri Einars J. Skúlasonar, en fyrirtækið flytur inn tölvubúnað, hugbúnað og aðrar vörur erlendis frá. "Þannig að þó gengið styrkist eða veikist þá þýðir það bara batnandi eða versnandi aðstæður fyrir alla sem eiga í innflutningi. Þannig að áhugi minn beinist meira að gengisþróun þessara gjaldmiðla sem við samkeppnisaðilarnir erum að versla í." Viðar segir þó alveg ljóst að viðskiptavinir fyrirtækisins fái að njóta hagstæðrar gengisþróunar. "Auðvitað er sífellt verið að verðleggja eins og markaðurinn þolir, en þegar innkaupsverð lækkar þá skilar það sér og ef það hækkar." Peningamarkaður: Snertir afmörkuð svið Atli B. Guðmundsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka "Heildaráhrifin á bankakerfið eru ekki mikil þó svo að áhrifin komi fram á afmörkuðum sviðum," segir Atli B. Guðmundsson hjá greiningardeild Íslandsbanka um stýrivaxtahækkun Seðlabankans. "Vextir á bæði útlánum og innlánum til skamms tíma hækka í kjölfarið og þannig hefur ákvörðun Seðlabankans áhrif á viðskiptavini bankanna," segir hann og vísar þar til dæmis til yfirdráttarlána og skemmri skuldabréfalána. "Svo breytast líka vextir á millibankamarkaði með krónur þar sem bankarnir lána hver öðrum innbyrðis peninga til skamms tíma, en það er ekki stór hluti af heildarstarfsemi þeirra." Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Samspil hækkandi stýrivaxta Seðlabankans og gengisþróunar veldur þeim áhyggjum sem byggja afkomu sína á erlendri mynt. Seðlabankinn hækkar á þriðjudaginn stýrvexti í 10,25 prósent til að slá á verðbólgu og gengi krónunnar er þegar farið að styrkjast. Sjávarútvegur: Arfavitlaus hagstjórn Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. "Vandinn er heimatilbúinn. Ríkið á bæði Íbúðalánasjóð sem dælir út peningum og svo Seðlabankann hinu megin. Hagstjórnin er eins arfavitlaus og hægt er að hugsa sér," segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims á Akureyri. Hann segir menn ekki búna að bíta úr nálinni með hvernig lagt sé að útflutningsiðnaði með stýrivaxtahækkunum sem muni styrkja gengi krónunnar enn frekar. "Þetta leggur útflutningsgreinarnar í rúst. Afleiðingarnar koma bara ekki í ljós alveg strax, en þær verða mjög alvarlegar til lengri tíma liti. Á næstu misserum dregst bara hægt og rólega saman útflutningur á Íslandi og verður mjög erfitt að ná honum upp aftur." Ferðaþjónusta: Versnandi aðstæður Stefán Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Íslandsferða "Því sterkari sem krónan er, þeim mun verri verða aðstæður okkar," segir Stefán Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Íslandsferða, sem sér fram á versnandi hag ferðaþjónustunnar í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. "Nóg er þetta nú í dag. Við erum trúlega í um 15 prósentum verri aðstöðu núna heldur en fyrir ári síðan vegna gengisþróunarinnar." Hann segir erfitt fyrir fyrirtæki í ferðaiðnaði að bregðast við, enda sé þarna um að ræða ytri aðstæður í rekstrinum og verðhækkanir í geiranum komi bara niður á eftirspurn. "Við er enda að keppa við löndin í kring um okkur þar sem gengið er ekkert að breytast og á sama tíma draga stjórnvöld úr kynningu á landinu. En við berjumst bara áfram þó aðstæður séu erfiðar." Innflytjendur: Gengið skiptir ekki öllu Viðar Viðarsson, framkvæmdastjóri EJS "Alls ekki er víst að við sem eigum í samkeppni kaupum inn á sama gengi þannig að gengisþróun ein og sér segir ekki alla söguna," segir framkvæmdastjóri Einars J. Skúlasonar, en fyrirtækið flytur inn tölvubúnað, hugbúnað og aðrar vörur erlendis frá. "Þannig að þó gengið styrkist eða veikist þá þýðir það bara batnandi eða versnandi aðstæður fyrir alla sem eiga í innflutningi. Þannig að áhugi minn beinist meira að gengisþróun þessara gjaldmiðla sem við samkeppnisaðilarnir erum að versla í." Viðar segir þó alveg ljóst að viðskiptavinir fyrirtækisins fái að njóta hagstæðrar gengisþróunar. "Auðvitað er sífellt verið að verðleggja eins og markaðurinn þolir, en þegar innkaupsverð lækkar þá skilar það sér og ef það hækkar." Peningamarkaður: Snertir afmörkuð svið Atli B. Guðmundsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka "Heildaráhrifin á bankakerfið eru ekki mikil þó svo að áhrifin komi fram á afmörkuðum sviðum," segir Atli B. Guðmundsson hjá greiningardeild Íslandsbanka um stýrivaxtahækkun Seðlabankans. "Vextir á bæði útlánum og innlánum til skamms tíma hækka í kjölfarið og þannig hefur ákvörðun Seðlabankans áhrif á viðskiptavini bankanna," segir hann og vísar þar til dæmis til yfirdráttarlána og skemmri skuldabréfalána. "Svo breytast líka vextir á millibankamarkaði með krónur þar sem bankarnir lána hver öðrum innbyrðis peninga til skamms tíma, en það er ekki stór hluti af heildarstarfsemi þeirra."
Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira