Baugur borgaði Jóni Gerald 27. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hélt því fram í grein í Morgunblaðinu í gær að Baugur hafi greitt Jóni Geraldi Sullenberger 120 milljónir til þess að losna út úr málaferlum sem þeir sjálfir hefðu efnt til gegn Jóni Geraldi. Auk þess hafi þeir haft fjórar lögfræðistofur í vinnu fyrir sig til að vinna á sér, eina á Íslandi og þrjár í Bandaríkjunum. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir nánast öll atriði þessarar fullyrðingar Styrmis röng. Jón Gerald hafi stofnað til málaferlanna í Bandaríkjunum. Jón Gerald hafi stefnt Baugi, sem stefndi honum á móti. Málið varðaði tvö fyrirtæki, Baug og Gaum, sem voru hvort með sína lögfræðistofuna á Íslandi en notuðust við sömu lögfræðistofuna í New York. Sú stofa hafi hins vegar óskað eftir aðstoð lögfræðistofu í Flórída, eins og tíðkist í Bandaríkjunum. "Sjálfur var Jón Gerald með tvær stofur í vinnu fyrir sig," segir Hreinn. Hvað varðar fullyrðingar Styrmis um að Baugur hafi ráðið einkaspæjara sem hafi lagt Jón Gerald og fjölskyldu hans í einelti segir Hreinn: "Þessi frásögn Styrmis er óhróður. Í Bandaríkjunum gilda aðrar réttarfarsreglur en hér á landi. Þar starfa sérfræðingar í upplýsingaöflun á grundvelli starfsleyfis en það eru þeir sem kallaðir eru "einkaspæjarar" í Mogganum. Tilgangur þessara sérfræðinga var að afla gagna fyrir dómsmálið sem reka átti úti í Bandaríkjunum. Ég get ekki séð annað en ummæli Styrmis séu gagnrýni á bandarískt réttarfar frekar en gagnrýni á Baug," segir Hreinn. Spurður hvers vegna hafi verið ákveðið að reiða fram 120 milljónir fremur en að reka málið fyrir dómstólum segir Hreinn: "Á hverjum tíma þarf fyrirtæki í svona aðstöðu að meta hvort borgi sig að standa í slíkum málaferlum. Þetta er vel þekkt." Þegar Hreinn er beðinn um að skýra hvernig komist var að niðurstöðu um þessa tilteknu upphæð segir hann að viðræður hafi farið fram með milligöngu lögmanna sem leiddu til þess samið var um uppgjör í þeirri viðskiptadeilu sem var grundvöllur málarekstursins. "Við erum bundnir trúnaði um efni þessa samkomulags en það er augljóst að Jón Gerald hefur rofið sinn þátt þess með upplýsingagjöf til Morgunblaðsins," segir Hreinn. Hann vill þrátt fyrir það ekki sjálfur brjóta þann trúnað. "Aðalatriði málsins er hins vegar ekki hvernig þessum málaferlum lauk og hvaða fjárhæðir samið var um, heldur sú staðreynd að Fréttablaðið hefur með einhverjum hætti komist yfir upplýsingar sem benda til þess að áhrifamenn tengdir Sjálfstæðisflokknum og ritstjóri Morgunblaðsins hafa lagt á ráðin um það með hvaða hætti lögreglurannsókn yrði hrundið af stað," segir Hreinn. Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hélt því fram í grein í Morgunblaðinu í gær að Baugur hafi greitt Jóni Geraldi Sullenberger 120 milljónir til þess að losna út úr málaferlum sem þeir sjálfir hefðu efnt til gegn Jóni Geraldi. Auk þess hafi þeir haft fjórar lögfræðistofur í vinnu fyrir sig til að vinna á sér, eina á Íslandi og þrjár í Bandaríkjunum. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir nánast öll atriði þessarar fullyrðingar Styrmis röng. Jón Gerald hafi stofnað til málaferlanna í Bandaríkjunum. Jón Gerald hafi stefnt Baugi, sem stefndi honum á móti. Málið varðaði tvö fyrirtæki, Baug og Gaum, sem voru hvort með sína lögfræðistofuna á Íslandi en notuðust við sömu lögfræðistofuna í New York. Sú stofa hafi hins vegar óskað eftir aðstoð lögfræðistofu í Flórída, eins og tíðkist í Bandaríkjunum. "Sjálfur var Jón Gerald með tvær stofur í vinnu fyrir sig," segir Hreinn. Hvað varðar fullyrðingar Styrmis um að Baugur hafi ráðið einkaspæjara sem hafi lagt Jón Gerald og fjölskyldu hans í einelti segir Hreinn: "Þessi frásögn Styrmis er óhróður. Í Bandaríkjunum gilda aðrar réttarfarsreglur en hér á landi. Þar starfa sérfræðingar í upplýsingaöflun á grundvelli starfsleyfis en það eru þeir sem kallaðir eru "einkaspæjarar" í Mogganum. Tilgangur þessara sérfræðinga var að afla gagna fyrir dómsmálið sem reka átti úti í Bandaríkjunum. Ég get ekki séð annað en ummæli Styrmis séu gagnrýni á bandarískt réttarfar frekar en gagnrýni á Baug," segir Hreinn. Spurður hvers vegna hafi verið ákveðið að reiða fram 120 milljónir fremur en að reka málið fyrir dómstólum segir Hreinn: "Á hverjum tíma þarf fyrirtæki í svona aðstöðu að meta hvort borgi sig að standa í slíkum málaferlum. Þetta er vel þekkt." Þegar Hreinn er beðinn um að skýra hvernig komist var að niðurstöðu um þessa tilteknu upphæð segir hann að viðræður hafi farið fram með milligöngu lögmanna sem leiddu til þess samið var um uppgjör í þeirri viðskiptadeilu sem var grundvöllur málarekstursins. "Við erum bundnir trúnaði um efni þessa samkomulags en það er augljóst að Jón Gerald hefur rofið sinn þátt þess með upplýsingagjöf til Morgunblaðsins," segir Hreinn. Hann vill þrátt fyrir það ekki sjálfur brjóta þann trúnað. "Aðalatriði málsins er hins vegar ekki hvernig þessum málaferlum lauk og hvaða fjárhæðir samið var um, heldur sú staðreynd að Fréttablaðið hefur með einhverjum hætti komist yfir upplýsingar sem benda til þess að áhrifamenn tengdir Sjálfstæðisflokknum og ritstjóri Morgunblaðsins hafa lagt á ráðin um það með hvaða hætti lögreglurannsókn yrði hrundið af stað," segir Hreinn.
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira