Baugur borgaði Jóni Gerald 27. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hélt því fram í grein í Morgunblaðinu í gær að Baugur hafi greitt Jóni Geraldi Sullenberger 120 milljónir til þess að losna út úr málaferlum sem þeir sjálfir hefðu efnt til gegn Jóni Geraldi. Auk þess hafi þeir haft fjórar lögfræðistofur í vinnu fyrir sig til að vinna á sér, eina á Íslandi og þrjár í Bandaríkjunum. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir nánast öll atriði þessarar fullyrðingar Styrmis röng. Jón Gerald hafi stofnað til málaferlanna í Bandaríkjunum. Jón Gerald hafi stefnt Baugi, sem stefndi honum á móti. Málið varðaði tvö fyrirtæki, Baug og Gaum, sem voru hvort með sína lögfræðistofuna á Íslandi en notuðust við sömu lögfræðistofuna í New York. Sú stofa hafi hins vegar óskað eftir aðstoð lögfræðistofu í Flórída, eins og tíðkist í Bandaríkjunum. "Sjálfur var Jón Gerald með tvær stofur í vinnu fyrir sig," segir Hreinn. Hvað varðar fullyrðingar Styrmis um að Baugur hafi ráðið einkaspæjara sem hafi lagt Jón Gerald og fjölskyldu hans í einelti segir Hreinn: "Þessi frásögn Styrmis er óhróður. Í Bandaríkjunum gilda aðrar réttarfarsreglur en hér á landi. Þar starfa sérfræðingar í upplýsingaöflun á grundvelli starfsleyfis en það eru þeir sem kallaðir eru "einkaspæjarar" í Mogganum. Tilgangur þessara sérfræðinga var að afla gagna fyrir dómsmálið sem reka átti úti í Bandaríkjunum. Ég get ekki séð annað en ummæli Styrmis séu gagnrýni á bandarískt réttarfar frekar en gagnrýni á Baug," segir Hreinn. Spurður hvers vegna hafi verið ákveðið að reiða fram 120 milljónir fremur en að reka málið fyrir dómstólum segir Hreinn: "Á hverjum tíma þarf fyrirtæki í svona aðstöðu að meta hvort borgi sig að standa í slíkum málaferlum. Þetta er vel þekkt." Þegar Hreinn er beðinn um að skýra hvernig komist var að niðurstöðu um þessa tilteknu upphæð segir hann að viðræður hafi farið fram með milligöngu lögmanna sem leiddu til þess samið var um uppgjör í þeirri viðskiptadeilu sem var grundvöllur málarekstursins. "Við erum bundnir trúnaði um efni þessa samkomulags en það er augljóst að Jón Gerald hefur rofið sinn þátt þess með upplýsingagjöf til Morgunblaðsins," segir Hreinn. Hann vill þrátt fyrir það ekki sjálfur brjóta þann trúnað. "Aðalatriði málsins er hins vegar ekki hvernig þessum málaferlum lauk og hvaða fjárhæðir samið var um, heldur sú staðreynd að Fréttablaðið hefur með einhverjum hætti komist yfir upplýsingar sem benda til þess að áhrifamenn tengdir Sjálfstæðisflokknum og ritstjóri Morgunblaðsins hafa lagt á ráðin um það með hvaða hætti lögreglurannsókn yrði hrundið af stað," segir Hreinn. Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hélt því fram í grein í Morgunblaðinu í gær að Baugur hafi greitt Jóni Geraldi Sullenberger 120 milljónir til þess að losna út úr málaferlum sem þeir sjálfir hefðu efnt til gegn Jóni Geraldi. Auk þess hafi þeir haft fjórar lögfræðistofur í vinnu fyrir sig til að vinna á sér, eina á Íslandi og þrjár í Bandaríkjunum. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir nánast öll atriði þessarar fullyrðingar Styrmis röng. Jón Gerald hafi stofnað til málaferlanna í Bandaríkjunum. Jón Gerald hafi stefnt Baugi, sem stefndi honum á móti. Málið varðaði tvö fyrirtæki, Baug og Gaum, sem voru hvort með sína lögfræðistofuna á Íslandi en notuðust við sömu lögfræðistofuna í New York. Sú stofa hafi hins vegar óskað eftir aðstoð lögfræðistofu í Flórída, eins og tíðkist í Bandaríkjunum. "Sjálfur var Jón Gerald með tvær stofur í vinnu fyrir sig," segir Hreinn. Hvað varðar fullyrðingar Styrmis um að Baugur hafi ráðið einkaspæjara sem hafi lagt Jón Gerald og fjölskyldu hans í einelti segir Hreinn: "Þessi frásögn Styrmis er óhróður. Í Bandaríkjunum gilda aðrar réttarfarsreglur en hér á landi. Þar starfa sérfræðingar í upplýsingaöflun á grundvelli starfsleyfis en það eru þeir sem kallaðir eru "einkaspæjarar" í Mogganum. Tilgangur þessara sérfræðinga var að afla gagna fyrir dómsmálið sem reka átti úti í Bandaríkjunum. Ég get ekki séð annað en ummæli Styrmis séu gagnrýni á bandarískt réttarfar frekar en gagnrýni á Baug," segir Hreinn. Spurður hvers vegna hafi verið ákveðið að reiða fram 120 milljónir fremur en að reka málið fyrir dómstólum segir Hreinn: "Á hverjum tíma þarf fyrirtæki í svona aðstöðu að meta hvort borgi sig að standa í slíkum málaferlum. Þetta er vel þekkt." Þegar Hreinn er beðinn um að skýra hvernig komist var að niðurstöðu um þessa tilteknu upphæð segir hann að viðræður hafi farið fram með milligöngu lögmanna sem leiddu til þess samið var um uppgjör í þeirri viðskiptadeilu sem var grundvöllur málarekstursins. "Við erum bundnir trúnaði um efni þessa samkomulags en það er augljóst að Jón Gerald hefur rofið sinn þátt þess með upplýsingagjöf til Morgunblaðsins," segir Hreinn. Hann vill þrátt fyrir það ekki sjálfur brjóta þann trúnað. "Aðalatriði málsins er hins vegar ekki hvernig þessum málaferlum lauk og hvaða fjárhæðir samið var um, heldur sú staðreynd að Fréttablaðið hefur með einhverjum hætti komist yfir upplýsingar sem benda til þess að áhrifamenn tengdir Sjálfstæðisflokknum og ritstjóri Morgunblaðsins hafa lagt á ráðin um það með hvaða hætti lögreglurannsókn yrði hrundið af stað," segir Hreinn.
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira