Segir fjölmiðla Baugs misnotaða 27. september 2005 00:01 Davíð Oddsson segist horfa á með hryllingi hvernig Baugsmiðlarnir hafi verið misnotaðir, en hann telji að ekki séu dæmi um slíkt í hinum vestræna heimi. Davíð var spurður út í Baugsmál þegar hann kom út af síðasta ríkisstjórnarfundi sínum í morgun. Spurður hvenær hann hefði fyrst heyrt af því að Jón Gerald hygðist kæra Baug sagði Davíð að hann myndi það ekki. Þá var inntur eftir því hvort hann væri sá Davíð sem nefndur hefði verið í tölvupóstum sagðist Davíð ekkert vita hvað um hann væri sagt í tölvupóstum. Í tölvunni hans í utanríkisráðuneytinu væru sjö þúsund tölvupóstar sem hann hefði ekki opnað þannig að hann gerði ekki annað ef hann læsi þá. Auk þess byggist hann við að ýmislegt væri skrifað um hann á hinum ýmsu vefsíðum en hann viti ekkert um það. Aðspurður hvort honum fyndist sú staða sem komin væri upp á milli Fréttablaðsins og Morgunblaðsins ekki sérkennileg, að miðlarnir berðust, sagðist Davíð ekki horfa á það þannig. Hann horfði bara á það með hryllingi með hvaða hætti Baugsmiðlarnir hefðu verið notaðir, en hann teldi að ekki væru nokkur dæmi í slíkt í hinum vestræna. Aðspurður hvort ekki væri verið að sannreyna upplýsingar eins og tíðkaðist í fjölmiðlum sagðist Davíð ekki líta á það með þeim hætti. Þegar farið væri að brjótast inn í tölvupósta manna væru mál komin á mjög óvanalegt stig sem allir hlytu að hafa áhyggjur af, líka starfsmenn Fréttablaðsins. Spurður um orð Ingibjargar Sólrúnar um að pólitískt andrúmsloft hefði verið í aðdraganda Baugsmálsins og ýjað að því að hann beri ábyrgð á því sagði Davíð að Ingibjörg Sólrún hefði aðallega rætt um að gefin hefðu verið út veiðileyfi á einstaklinga og fyrirtæki. Það væri alvarlegra og hún þyrfti að skýra út hver hafi gefið út veiðileyfið, en hann héldi að hún hefði reynt að hlaupa frá því aftur. Aðspurður hvað hann teldi að yrði um málið sagði Davíð að Baugsmálið væri dómsmál. Hann yrði að viðurkenna það, þó að hann væri lögfræðingur, að hann hefði ekki lesið ákærurnar og hefði aldrei haft neinn áhuga fyrir þeim. Davíð sagði að menn væru að rugla saman áhyggjunum sem hann hefði haft af því að það stefndi í það að heilbrigð samkeppni yrði eyðilögð með því að ákveðnir aðilar sölsuðu allt undir sig hér á landi og ákærunum í málinu. Hann þekkti þær ekki og hefði aldrei verið spurður um þær af lögreglu vegna þess að það hefði verið gagnslaust. Hann vissi ekkert um ákærurnar sem fram hafi komið frá einstaklingi sem verið hafi í viðskiptum við fyrirtækið. Hann myndi hugsanlega lesa úrskurð Hæstaréttar þegar dómar liggi endalega fyrir. Aðspurður hvort hann hefði sömu áhyggjur af viðskiptalífinu nú og áður sagðist Davíð hafa það. Það færðist alltof mikið á fáar hendur og auðvitað hefði hann séð hvernig Baugsmiðlarnir hafi verið misnotaðir. Menn hlytu því að velta því fyrir sér hvort önnur fyrirtæki sem sömnu aðilar ættu væru misnotuð með sama hætti. Aðspurður hvernig miðlarnir hefðu verið misnotaðir sagði Davíð að það sæi öll þjóðin. Spurður um fundi Styrmis Gunnarssonar og Kjartans Gunnarssonar í aðdraganda Baugsmálsins og hugsanleg tengsl þess við Sjálfstæðisflokksins sagði Davíð að þar væru engin tengsl. Rætt hefði verið um hvort tilteknir aðilar gætu verið lögfræðingar tiltekins manns. Það skipti ekki máli heldur það hvað hefði verið gert. Af einhverjum ástæðum vildu menn rugla umræðuna, nota fjölmiðlaveldi sitt til að rugla hana. Menn ættu bara að bíða og sjá hver niðurstaðan yrði hjá dómstólum. Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Davíð Oddsson segist horfa á með hryllingi hvernig Baugsmiðlarnir hafi verið misnotaðir, en hann telji að ekki séu dæmi um slíkt í hinum vestræna heimi. Davíð var spurður út í Baugsmál þegar hann kom út af síðasta ríkisstjórnarfundi sínum í morgun. Spurður hvenær hann hefði fyrst heyrt af því að Jón Gerald hygðist kæra Baug sagði Davíð að hann myndi það ekki. Þá var inntur eftir því hvort hann væri sá Davíð sem nefndur hefði verið í tölvupóstum sagðist Davíð ekkert vita hvað um hann væri sagt í tölvupóstum. Í tölvunni hans í utanríkisráðuneytinu væru sjö þúsund tölvupóstar sem hann hefði ekki opnað þannig að hann gerði ekki annað ef hann læsi þá. Auk þess byggist hann við að ýmislegt væri skrifað um hann á hinum ýmsu vefsíðum en hann viti ekkert um það. Aðspurður hvort honum fyndist sú staða sem komin væri upp á milli Fréttablaðsins og Morgunblaðsins ekki sérkennileg, að miðlarnir berðust, sagðist Davíð ekki horfa á það þannig. Hann horfði bara á það með hryllingi með hvaða hætti Baugsmiðlarnir hefðu verið notaðir, en hann teldi að ekki væru nokkur dæmi í slíkt í hinum vestræna. Aðspurður hvort ekki væri verið að sannreyna upplýsingar eins og tíðkaðist í fjölmiðlum sagðist Davíð ekki líta á það með þeim hætti. Þegar farið væri að brjótast inn í tölvupósta manna væru mál komin á mjög óvanalegt stig sem allir hlytu að hafa áhyggjur af, líka starfsmenn Fréttablaðsins. Spurður um orð Ingibjargar Sólrúnar um að pólitískt andrúmsloft hefði verið í aðdraganda Baugsmálsins og ýjað að því að hann beri ábyrgð á því sagði Davíð að Ingibjörg Sólrún hefði aðallega rætt um að gefin hefðu verið út veiðileyfi á einstaklinga og fyrirtæki. Það væri alvarlegra og hún þyrfti að skýra út hver hafi gefið út veiðileyfið, en hann héldi að hún hefði reynt að hlaupa frá því aftur. Aðspurður hvað hann teldi að yrði um málið sagði Davíð að Baugsmálið væri dómsmál. Hann yrði að viðurkenna það, þó að hann væri lögfræðingur, að hann hefði ekki lesið ákærurnar og hefði aldrei haft neinn áhuga fyrir þeim. Davíð sagði að menn væru að rugla saman áhyggjunum sem hann hefði haft af því að það stefndi í það að heilbrigð samkeppni yrði eyðilögð með því að ákveðnir aðilar sölsuðu allt undir sig hér á landi og ákærunum í málinu. Hann þekkti þær ekki og hefði aldrei verið spurður um þær af lögreglu vegna þess að það hefði verið gagnslaust. Hann vissi ekkert um ákærurnar sem fram hafi komið frá einstaklingi sem verið hafi í viðskiptum við fyrirtækið. Hann myndi hugsanlega lesa úrskurð Hæstaréttar þegar dómar liggi endalega fyrir. Aðspurður hvort hann hefði sömu áhyggjur af viðskiptalífinu nú og áður sagðist Davíð hafa það. Það færðist alltof mikið á fáar hendur og auðvitað hefði hann séð hvernig Baugsmiðlarnir hafi verið misnotaðir. Menn hlytu því að velta því fyrir sér hvort önnur fyrirtæki sem sömnu aðilar ættu væru misnotuð með sama hætti. Aðspurður hvernig miðlarnir hefðu verið misnotaðir sagði Davíð að það sæi öll þjóðin. Spurður um fundi Styrmis Gunnarssonar og Kjartans Gunnarssonar í aðdraganda Baugsmálsins og hugsanleg tengsl þess við Sjálfstæðisflokksins sagði Davíð að þar væru engin tengsl. Rætt hefði verið um hvort tilteknir aðilar gætu verið lögfræðingar tiltekins manns. Það skipti ekki máli heldur það hvað hefði verið gert. Af einhverjum ástæðum vildu menn rugla umræðuna, nota fjölmiðlaveldi sitt til að rugla hana. Menn ættu bara að bíða og sjá hver niðurstaðan yrði hjá dómstólum.
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira