Beindi Jónínu til yfirvalda 26. september 2005 00:01 Jónína Benediksdóttir vildi að Jóhannes Jónsson í Bónus keypti af sér líkamsræktarstöðina Planet Pulse annars birti hún gögn um Baug sem hún hafi undir höndum. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Jónína sendi Tryggva Jónssyni, þáverandi forstjóri Baugs, 1. júlí 2002, en þá hafði hún fengið fjölda gagna frá Jóni Geraldi Sullenberger, sem hún var að aðstoða við að undirbúa mál gegn Baugi. Tryggvi hvatti hana til að snúa sér til yfirvalda með gögnin. Jónína segir í tölvupóstinum: "Ég er með 25 skjöl sem geta flett ofan af ykkur skítnum og sett af stað mestu rannsókn í viðskiptalífi Íslands." Einnig segir hún: "Þetta er ekki hótun heldur sjálfsbjargarviðleitni þriggja barna móður sem á að lýsa sig gjaldþrota á morgun en átti 200 milljónir þegar hún þvældist inn í mestu drullusokkafjölskyldu í heimi." Síðar í tölvupóstinum segir Jónína: "Ég get saltað ykkur alla, því á mig er hlustað. [...] Ég þarf svar á morgun það er legið á mér að veita öll þessi gögn." Þessu svarar Tryggvi samdægurs: "Ef þú telur að lög hafi verið brotin, og þú hafir gögn sem sýni fram á það, er það eina rétta að gera yfirvöldum grein fyrir því. Mér er ekki kunnugt um það fals og svik sem þú talar um. Jón Gerald hefur hins vegar hótað því að fabrikkera ýmislegt, til að ná fram hefndum gagnvart feðgunum. Hann hefur meðal annars hótað Jóni Ásgeir lífláti í tvígang, í seinna skiptið hringdi hann í Jóhannes og sagði honum að vera góðan við drenginn sinn þessa síðustu daga sem hann lifði því hann sjálfur væri á leið til landsins og ætlaði að drepa hann. Jón Gerald er greinilega í miklu ójafnvægi og því skaltu vara þig á upplýsingum sem þú færð þaðan. Ef þú ert sannfærð um réttmæti þeirra gagna skaltu hiklaust snúa þér til yfirvalda, það er eina rétta leiðin." Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Jónína Benediksdóttir vildi að Jóhannes Jónsson í Bónus keypti af sér líkamsræktarstöðina Planet Pulse annars birti hún gögn um Baug sem hún hafi undir höndum. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Jónína sendi Tryggva Jónssyni, þáverandi forstjóri Baugs, 1. júlí 2002, en þá hafði hún fengið fjölda gagna frá Jóni Geraldi Sullenberger, sem hún var að aðstoða við að undirbúa mál gegn Baugi. Tryggvi hvatti hana til að snúa sér til yfirvalda með gögnin. Jónína segir í tölvupóstinum: "Ég er með 25 skjöl sem geta flett ofan af ykkur skítnum og sett af stað mestu rannsókn í viðskiptalífi Íslands." Einnig segir hún: "Þetta er ekki hótun heldur sjálfsbjargarviðleitni þriggja barna móður sem á að lýsa sig gjaldþrota á morgun en átti 200 milljónir þegar hún þvældist inn í mestu drullusokkafjölskyldu í heimi." Síðar í tölvupóstinum segir Jónína: "Ég get saltað ykkur alla, því á mig er hlustað. [...] Ég þarf svar á morgun það er legið á mér að veita öll þessi gögn." Þessu svarar Tryggvi samdægurs: "Ef þú telur að lög hafi verið brotin, og þú hafir gögn sem sýni fram á það, er það eina rétta að gera yfirvöldum grein fyrir því. Mér er ekki kunnugt um það fals og svik sem þú talar um. Jón Gerald hefur hins vegar hótað því að fabrikkera ýmislegt, til að ná fram hefndum gagnvart feðgunum. Hann hefur meðal annars hótað Jóni Ásgeir lífláti í tvígang, í seinna skiptið hringdi hann í Jóhannes og sagði honum að vera góðan við drenginn sinn þessa síðustu daga sem hann lifði því hann sjálfur væri á leið til landsins og ætlaði að drepa hann. Jón Gerald er greinilega í miklu ójafnvægi og því skaltu vara þig á upplýsingum sem þú færð þaðan. Ef þú ert sannfærð um réttmæti þeirra gagna skaltu hiklaust snúa þér til yfirvalda, það er eina rétta leiðin."
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira