Fagmennska hjá RLS? 22. september 2005 00:01 Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra (RLS), hefur verið sendur út af örkinni af yfirmönnum sínum, þeim Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Jóni H. B. Snorrasyni, saksóknara embættisins, til að verja rannsóknaraðferðir og vinnubrögð embættisins við rannsókn og ákæru í svokölluðu "Baugsmáli". Arnar hefur í viðtölum við RÚV, Stöð 2 og fleiri fjölmiðla í dag og í gær einkum lagt áherslu á tvennt, heiðarleika og fagmennsku embættisins. Varðandi fagmennskuna liggur fyrir lögfræðileg álitsgerð Jónatans Þórmundssonar, prófessors í refsirétti, um rannsóknaraðferðirnar, dags. 7. apríl 2005. Í sem skemmstu máli er niðurstaða hans sú að fyrirtækið Baugur Group hf. "sé fremur fórnarlamb lögregluaðgerða en lögbrota af hálfu stjórnenda sinna". Bendir hann m.a. á hve harkalegar og óvægnar fyrstu rannsóknaraðgerðir voru, "allt byggt á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings, sem bersýnilega bar keim af hefndaraðgerð." Hér hafi ekki verið gætt hins gullna meðalvegar, sem gilda skuli um lögregluaðgerðir, að þær séu hófsamlegar og gangi ekki lengra en þörf krefur. Þær skuli einkennast af fyllstu hlutlægni og réttsýni, bæði gagnvart sakborningum og vitnum. Jónatan bendir á hæpinn sakfellingargrundvöll í sinni álitsgerð og að sönnun hljóti að vera óhugsandi í veigamiklum atriðum gegn rökstuddum skýringum sakborninga og skjalfestum sönnunargögnum. Jónatan dregur fram margháttaða annmarka á rannsóknarferlinu og rýra eftirtekju rannsóknarinnar að því er sakarefni varðar. Þrátt fyrir að Jónatan telji í álitsgerð sinni mjög litlar líkur á sakfellingu telji hann miklar líkur til þess, að blásið verði til umfangsmikillar málssóknar við birtingu ákæru af hálfu RLS. Því valdi einkum þrennt: A) Samkrull lögreglu og ákæruvalds. Sami einstaklingur taki ákvarðanir um rannsóknaraðgerðir og málshöfðun. Ákæruvaldið sé því gegnsýrt af einhliða rannsóknarsjónarmiðum en nauðsynlegt endurmat sakarefna fari ekki fram. B) Langt rannsóknarferli muni leiða til þess að ákæran mótist af tímaþáttum og sýndarárangri. C) Allt rannsóknarferlið bendir til óvenjumikils ákafa og hörku RLS að ná "árangri" í málinu og talsvert hafi vottað fyrir öfugsnúinni afstöðu RLS til grundvallarreglnanna um sönnunarbyrði ákæruvalds og um sakleysi grunaðs manns uns sekt hans er sönnuð. Aðrir, og þar á meðal undirritaður, hafa tilgreint eftirtalda misbresti á framkvæmd rannsóknarinnar: A) Tafir og hægagang sem valdið hefur öllum hlutaðeigandi ómældu tjóni og óþægindum. B) Óvissu um hvað undirrituðum og öðrum sé raunverulega gefið að sök eða hvernig ákveðnar athafnir geta fallið undir alvarlegar ásakanir RLS. Þetta atriði hefur nú m.a. leitt til frávísunar málsins frá Héraðsdómi Reykjavíkur. C) Sífellt ný og ný sakarefni voru tínd upp úr gögnum félagsins og engar upplýsingar gefnar á rannsóknartímanum um það hvaða ásakanir yrðu bornar fram á hendur sakborningum. Mánuðum og árum saman mátti ég þola að frétta útí bæ af yfirheyrslum yfir einstaklingum um sakarefni, sem ekki voru kynnt mér fyrr en örfáum dögum fyrir útgáfu ákærunnar. Nú kemur Arnar Jensson fram og lýsir því yfir að fyllstu fagmennsku hafi verið gætt og lýsir sjálfum sér og öðrum starfsmönnum embættisins sem "heiðarlegum" fagmönnum. Í ljósi reynslu minnar verð ég að mótmæla slíkum ummælum Arnars. Auk framangreindra atriða má í þessu sambandi benda á eftirfarandi: -RLS ákvað að gera innrás í höfuðstöðvar Baugs á grundvelli þriggja daga yfirheyrslu yfir einu vitni og skjala, en strax í upphafi kom í ljós að RLS hafði ekki áttað sig á grundvallaratriðum um eðli þessara gagna. Þeir virtust þannig ekki þekkja muninn á debet og kredit. Er þetta fagmennska? -RLS horfði aldrei til gagna sem sakborningar, Baugur Group, lögmenn eða endurskoðendur lögðu fram, tóku ekki ekki mark á skýringum þeirra, jafnvel þótt þær væru trúverðugar og studdar skjalfestum gögnum. Ber þetta vott um fagmennsku? -Dæmi eru um að rannsóknarmenn RLS báru villandi upplýsingar milli vitna og sakborninga og reyndu þannig að hafa áhrif á framburð þeirra. Ber það vott um heiðarleika? -Ítrekað kom fram að rannsóknarmenn kunnu lítil skil á bókhaldi og viðskiptum, t.d. vaxtaútreikningi. Einnig er ljóst að endurskoðendur RLS höfðu ekki undir höndum öll skjöl sem Baugur Group hafði lagt fram hjá RLS. Svo virðist sem RLS hafi aðeins tínt til þau gögn sem studdu fyrirframgefna niðurstöðu. Ber þetta vott um heiðarleika eða fagmennsku? -Rannsóknin lá niðri um margra vikna skeið á meðan líkfundarmálið svokallaða í Neskaupstað var til rannsóknar, en Arnar Jensson stjórnaði þeirri rannsókn sem kunngt er. Í framhaldi af því má spyrja í hverju hans sérþekking felist? -Loks liggur fyrir að Héraðsdómur Reykjavíkur treystir sér ekki til að dæma á grundvelli ákæru RLS sem hvílir á þriggja ára rannsókn, sem kostað hefur ómælda fjármuni fyrir skattborgarana svo ekki sé minnst á þá raun og fjárhagslegt tjón sem sakborningar og Baugur Group hf. og eigendur þess hafa orðið fyrir. Ég óska engum þess að þola slíka meðferð. Ég tel að það beri vott um fífldirfsku af Arnari Jenssyni að koma fram með þeim hætti sem hann hefur gert, berja sér á brjóst og lýsa eigin ágæti og yfirmanna sinna. Hvar eru Haraldur og Jón H. B.? Leggja þeir ekki á foraðið? Þetta gerir Arnar þrátt fyrir að fyrir liggi framangreind álitsgerð Jónatans Þórmundssonar sem nú hefur aldeilis komið í ljós að átti svo sannarlega við rök að styðjast með vísan í niðurstöðu þriggja dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Sama hver niðurstaða Hæstaréttar verður, það liggur fyrir að hjá RLS eru stunduð óvönduð og óheiðarleg vinnubrögð sem nú hitta þessa heiðursmenn fyrir og þeir kveinka sér undan. Það haushögg almenningsálitsins er miklu harðara og verra en það haushögg sem þeir hafa óttast frá þeim yfirvöldum í landinu sem raunverulega bera ábyrgð á rannsókninni. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra (RLS), hefur verið sendur út af örkinni af yfirmönnum sínum, þeim Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Jóni H. B. Snorrasyni, saksóknara embættisins, til að verja rannsóknaraðferðir og vinnubrögð embættisins við rannsókn og ákæru í svokölluðu "Baugsmáli". Arnar hefur í viðtölum við RÚV, Stöð 2 og fleiri fjölmiðla í dag og í gær einkum lagt áherslu á tvennt, heiðarleika og fagmennsku embættisins. Varðandi fagmennskuna liggur fyrir lögfræðileg álitsgerð Jónatans Þórmundssonar, prófessors í refsirétti, um rannsóknaraðferðirnar, dags. 7. apríl 2005. Í sem skemmstu máli er niðurstaða hans sú að fyrirtækið Baugur Group hf. "sé fremur fórnarlamb lögregluaðgerða en lögbrota af hálfu stjórnenda sinna". Bendir hann m.a. á hve harkalegar og óvægnar fyrstu rannsóknaraðgerðir voru, "allt byggt á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings, sem bersýnilega bar keim af hefndaraðgerð." Hér hafi ekki verið gætt hins gullna meðalvegar, sem gilda skuli um lögregluaðgerðir, að þær séu hófsamlegar og gangi ekki lengra en þörf krefur. Þær skuli einkennast af fyllstu hlutlægni og réttsýni, bæði gagnvart sakborningum og vitnum. Jónatan bendir á hæpinn sakfellingargrundvöll í sinni álitsgerð og að sönnun hljóti að vera óhugsandi í veigamiklum atriðum gegn rökstuddum skýringum sakborninga og skjalfestum sönnunargögnum. Jónatan dregur fram margháttaða annmarka á rannsóknarferlinu og rýra eftirtekju rannsóknarinnar að því er sakarefni varðar. Þrátt fyrir að Jónatan telji í álitsgerð sinni mjög litlar líkur á sakfellingu telji hann miklar líkur til þess, að blásið verði til umfangsmikillar málssóknar við birtingu ákæru af hálfu RLS. Því valdi einkum þrennt: A) Samkrull lögreglu og ákæruvalds. Sami einstaklingur taki ákvarðanir um rannsóknaraðgerðir og málshöfðun. Ákæruvaldið sé því gegnsýrt af einhliða rannsóknarsjónarmiðum en nauðsynlegt endurmat sakarefna fari ekki fram. B) Langt rannsóknarferli muni leiða til þess að ákæran mótist af tímaþáttum og sýndarárangri. C) Allt rannsóknarferlið bendir til óvenjumikils ákafa og hörku RLS að ná "árangri" í málinu og talsvert hafi vottað fyrir öfugsnúinni afstöðu RLS til grundvallarreglnanna um sönnunarbyrði ákæruvalds og um sakleysi grunaðs manns uns sekt hans er sönnuð. Aðrir, og þar á meðal undirritaður, hafa tilgreint eftirtalda misbresti á framkvæmd rannsóknarinnar: A) Tafir og hægagang sem valdið hefur öllum hlutaðeigandi ómældu tjóni og óþægindum. B) Óvissu um hvað undirrituðum og öðrum sé raunverulega gefið að sök eða hvernig ákveðnar athafnir geta fallið undir alvarlegar ásakanir RLS. Þetta atriði hefur nú m.a. leitt til frávísunar málsins frá Héraðsdómi Reykjavíkur. C) Sífellt ný og ný sakarefni voru tínd upp úr gögnum félagsins og engar upplýsingar gefnar á rannsóknartímanum um það hvaða ásakanir yrðu bornar fram á hendur sakborningum. Mánuðum og árum saman mátti ég þola að frétta útí bæ af yfirheyrslum yfir einstaklingum um sakarefni, sem ekki voru kynnt mér fyrr en örfáum dögum fyrir útgáfu ákærunnar. Nú kemur Arnar Jensson fram og lýsir því yfir að fyllstu fagmennsku hafi verið gætt og lýsir sjálfum sér og öðrum starfsmönnum embættisins sem "heiðarlegum" fagmönnum. Í ljósi reynslu minnar verð ég að mótmæla slíkum ummælum Arnars. Auk framangreindra atriða má í þessu sambandi benda á eftirfarandi: -RLS ákvað að gera innrás í höfuðstöðvar Baugs á grundvelli þriggja daga yfirheyrslu yfir einu vitni og skjala, en strax í upphafi kom í ljós að RLS hafði ekki áttað sig á grundvallaratriðum um eðli þessara gagna. Þeir virtust þannig ekki þekkja muninn á debet og kredit. Er þetta fagmennska? -RLS horfði aldrei til gagna sem sakborningar, Baugur Group, lögmenn eða endurskoðendur lögðu fram, tóku ekki ekki mark á skýringum þeirra, jafnvel þótt þær væru trúverðugar og studdar skjalfestum gögnum. Ber þetta vott um fagmennsku? -Dæmi eru um að rannsóknarmenn RLS báru villandi upplýsingar milli vitna og sakborninga og reyndu þannig að hafa áhrif á framburð þeirra. Ber það vott um heiðarleika? -Ítrekað kom fram að rannsóknarmenn kunnu lítil skil á bókhaldi og viðskiptum, t.d. vaxtaútreikningi. Einnig er ljóst að endurskoðendur RLS höfðu ekki undir höndum öll skjöl sem Baugur Group hafði lagt fram hjá RLS. Svo virðist sem RLS hafi aðeins tínt til þau gögn sem studdu fyrirframgefna niðurstöðu. Ber þetta vott um heiðarleika eða fagmennsku? -Rannsóknin lá niðri um margra vikna skeið á meðan líkfundarmálið svokallaða í Neskaupstað var til rannsóknar, en Arnar Jensson stjórnaði þeirri rannsókn sem kunngt er. Í framhaldi af því má spyrja í hverju hans sérþekking felist? -Loks liggur fyrir að Héraðsdómur Reykjavíkur treystir sér ekki til að dæma á grundvelli ákæru RLS sem hvílir á þriggja ára rannsókn, sem kostað hefur ómælda fjármuni fyrir skattborgarana svo ekki sé minnst á þá raun og fjárhagslegt tjón sem sakborningar og Baugur Group hf. og eigendur þess hafa orðið fyrir. Ég óska engum þess að þola slíka meðferð. Ég tel að það beri vott um fífldirfsku af Arnari Jenssyni að koma fram með þeim hætti sem hann hefur gert, berja sér á brjóst og lýsa eigin ágæti og yfirmanna sinna. Hvar eru Haraldur og Jón H. B.? Leggja þeir ekki á foraðið? Þetta gerir Arnar þrátt fyrir að fyrir liggi framangreind álitsgerð Jónatans Þórmundssonar sem nú hefur aldeilis komið í ljós að átti svo sannarlega við rök að styðjast með vísan í niðurstöðu þriggja dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Sama hver niðurstaða Hæstaréttar verður, það liggur fyrir að hjá RLS eru stunduð óvönduð og óheiðarleg vinnubrögð sem nú hitta þessa heiðursmenn fyrir og þeir kveinka sér undan. Það haushögg almenningsálitsins er miklu harðara og verra en það haushögg sem þeir hafa óttast frá þeim yfirvöldum í landinu sem raunverulega bera ábyrgð á rannsókninni.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira