Fráleitar ásakanir um dylgjur 22. september 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir ásakanir starfsmanna efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðherra og fleiri um dylgjur af sinni hálfu séu fráleitar. "Starfsmennirnir ættu að finna þessum ásökunum sínum stað áður en þeir setja svona fram. Og dómsmálaráðherra sakar mig ávallt um dylgjur til að varpa rýrð á minn málflutning. Það er fráleitt að ásaka þann um dylgjur sem talar einmitt skýrt um það ástand sem forysta Sjálfstæðisflokksins hefur átt þátt í að skapa á undanförnum árum." Ingibjörg Sólrún segir að í Borganesræðunni forðum hafi hún meðal annars fjallað um að í landinu væru einstaklingar og fyrirtæki dregin í dilka. "Það hefur komið mjög á daginn að sú er raunin. Í máli olíufélaganna gekk hvorki né rak að fá ríkislögreglustjóra til að rannsaka það mál. Hann taldi sig þurfa sérstaka aukafjárveitingu til þess að geta tekið við því. Forsætisráðherra sagði að það borgaði sig ekki að sekta þessi fyrirtæki því það færi bara út í verðlagið. Í Baugsmálinu er engu til sparað í rannsóknarvinnu. Forsætisráðherrann fyrrverandi hélt því meðal annars fram meðan á þeirri rannsókn stóð að stjórnendur fyrirtækisins hefðu reynt að múta sér.Hann dró upp mynd af þeim sem algerum skúrkum. Fjölmiðlamálið er líka gott dæmi um andrúmsloft sem var skapað." Ingibjrög segir ljóst að Baugsmálið hafi farið af stað þegar komið var með sérstök sakarefni til ríkislögreglustjóra en hún hafi ekki forsendur til að meta þau sakarefni. "Það er sérkennileg afneitun hjá ríkislögreglustjóraembættinu ef það kannast ekki við að málið hafi komið fram í sérstöku andrúmslofti. Og einmitt vegna þess að málið kemur fram og er rannsakað við þessar aðstæður er enn mikilvægara en ella að þeir sem fara með rannsóknar- og ákæruvaldið vandi sig sérstaklega við meðferð þess. Það eitt að málinu skuli vísað frá í héraðsdómi segir mér að það hafi ekki verið staðið nógu vel að málatilbúnaði. Við hljótum að gera þá kröfu til lögreglunnar þegar hún er með mál til rannsóknar í þrjú ár, sem þegar hefur skaðað marga einstaklinga og orðstír margra íslenskra fyrirtækja erlendis, að hún umgangist málið af mikilli varúð." Baugsmálið Innlent Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir ásakanir starfsmanna efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðherra og fleiri um dylgjur af sinni hálfu séu fráleitar. "Starfsmennirnir ættu að finna þessum ásökunum sínum stað áður en þeir setja svona fram. Og dómsmálaráðherra sakar mig ávallt um dylgjur til að varpa rýrð á minn málflutning. Það er fráleitt að ásaka þann um dylgjur sem talar einmitt skýrt um það ástand sem forysta Sjálfstæðisflokksins hefur átt þátt í að skapa á undanförnum árum." Ingibjörg Sólrún segir að í Borganesræðunni forðum hafi hún meðal annars fjallað um að í landinu væru einstaklingar og fyrirtæki dregin í dilka. "Það hefur komið mjög á daginn að sú er raunin. Í máli olíufélaganna gekk hvorki né rak að fá ríkislögreglustjóra til að rannsaka það mál. Hann taldi sig þurfa sérstaka aukafjárveitingu til þess að geta tekið við því. Forsætisráðherra sagði að það borgaði sig ekki að sekta þessi fyrirtæki því það færi bara út í verðlagið. Í Baugsmálinu er engu til sparað í rannsóknarvinnu. Forsætisráðherrann fyrrverandi hélt því meðal annars fram meðan á þeirri rannsókn stóð að stjórnendur fyrirtækisins hefðu reynt að múta sér.Hann dró upp mynd af þeim sem algerum skúrkum. Fjölmiðlamálið er líka gott dæmi um andrúmsloft sem var skapað." Ingibjrög segir ljóst að Baugsmálið hafi farið af stað þegar komið var með sérstök sakarefni til ríkislögreglustjóra en hún hafi ekki forsendur til að meta þau sakarefni. "Það er sérkennileg afneitun hjá ríkislögreglustjóraembættinu ef það kannast ekki við að málið hafi komið fram í sérstöku andrúmslofti. Og einmitt vegna þess að málið kemur fram og er rannsakað við þessar aðstæður er enn mikilvægara en ella að þeir sem fara með rannsóknar- og ákæruvaldið vandi sig sérstaklega við meðferð þess. Það eitt að málinu skuli vísað frá í héraðsdómi segir mér að það hafi ekki verið staðið nógu vel að málatilbúnaði. Við hljótum að gera þá kröfu til lögreglunnar þegar hún er með mál til rannsóknar í þrjú ár, sem þegar hefur skaðað marga einstaklinga og orðstír margra íslenskra fyrirtækja erlendis, að hún umgangist málið af mikilli varúð."
Baugsmálið Innlent Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira