Er Baugsmálið dautt? 21. september 2005 00:01 Lögspekingar og áhugafólk velta því fyrir sér nú hvað verði um Baugsmálið ef Hæstiréttur dæmir á sama veg og héraðsdómur og vísar ákærunum í Baugsmálinu frá dómi í heild sinni. Þeir hinir sömu eru að meira eða minna leyti sammála um að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem vísaði málinu öllu frá en ekki að hluta, sé meiriháttar áfall fyrir embætti Ríkislögreglustjóra og saksóknara. Fljótt á litið getur Hæstiréttur staðfest úrskurð héraðsdóms og þar með væri málinu endanlega vísað frá dómi í núverandi búningi. Lögfræðingar, þeirra á meðal Eiríkur Tómasson prófessor og fleiri, hafa bent á að ekket banni að aftur verði ákært. Í úrskurðinum frá því á þriðjudag hefur verið staldrað við það álit dómaranna í undirrétti að verknaðarlýsing á meintum brotum sakborninga í Baugsmálinu væru ófullnægjandi af hálfu ákæranda. Í þessu sambandi er athyglisvert að skoða dóm Hæstaréttar sama dag í máli Auðar Sveinsdóttur Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni um meint brot á höfundarrétti gegn Halldóri Laxness. Undirréttur hafði vísað málinu frá og Auður skaut því til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar í þessu máli segir að enda þótt fallist verði á með héraðsdómara að í stefnu sé lýsing málsástæðna ágripskennd sé þess að gæta að krafa Auðar sé einkarefsikrafa. Verði í því ljósi að telja Auði hafa sett fram nægilega skýrt í hverju ætluð brot Hannesar Hólmsteins felist að hennar mati, en hafa verði í huga að ekki séu gerðar sömu kröfur um framsetningu stefnu í einkarefsimáli og gerðar séu til ákæru í opinberu máli samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála. Af þessum sökum þykir dómurum ekki næg efni til að vísa frá dómi refsikröfu Auðar enda verði ekki fallist á með Hannesi Hólmsteini að ætlaður óskýrleiki í kröfugerð Auðar sé þess eðlis að hann fái ekki tekið til varna með eðlilegum hætti. Með ofangreindum hætti tók Hæstiréttur sérstaklega fram - sama dag og Baugsmálið var til úrskurðar í Héraðsdómi Reykjavíkur - að ríkari kröfur séu gerðar í opinberu máli - eins og Baugsmálinu - en einkarefsimáli Auðar Laxenss gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Baugsmálinu hefur einnig verið líkt við Hafskipsmálið fyrir 20 árum. Saksóknari í málinu var í Hæstarétti dæmdur vanhæfur til að sækja málið. Það tengdist meðal annars Útvegsbankanum sáluga en þar sat bróðir hans í bankaráði. Dómstólar létu ákæranda ekki í té neinar leiðbeiningar um það hvernig bæta eða breyta mætti ákærunum. Í Baugsmálinu neyddust dómararnir til þess að vekja athygli ákæranda á að verknaðarlýsingar á meintum brotum væru ófullnægjandi í 18 af 40 ákærum. Því má segja að í Baugsmálinu hafi dómstóllinn með þeim hætti gefið ákæranda leiðbeiningar eins og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hefur þráfaldlega bent á. Það sem skiptir ekki minna máli er ef til vill það að frá því dæmt var í Hafskipsmálinu hafa Íslendingar lögleitt Mannréttindasáttmála Evrópu og breytt mannréttindakafla stjórnarskrárinnar árið 1995. Í 70. grein stjórnarskrárinnar er nú kveðið á um að öllum beri réttlát málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstólum. Í 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu er algerlega sambærilegt ákvæði um réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma frammi fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Fari svo að Hæstiréttur staðfesti úrskurð undirréttar og Baugsmálinu verði endanlega vísað frá gæti saksóknari ákært á nýjan leik. Málið yrði sett í nýjan búning. En yrði það rannsakað á ný? Yrðu settar fram aðrar eða nýjar ákærur? Hvað um nýja húsleit? Ef nýjar ákærur koma aftur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur verða dómarar í það skipti að fletta upp í stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu. Og þann dag gætu hæglega verið fjögur ár frá fyrstu húsleit hjá Baugi. Og ákæranda væri einnig í raun gefið annað tækifæri til að lagfæra ákærur að kröfum dómstólanna. Yrði þetta dæmi um réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstólum í skilningi stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu? Baugsmálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Lögspekingar og áhugafólk velta því fyrir sér nú hvað verði um Baugsmálið ef Hæstiréttur dæmir á sama veg og héraðsdómur og vísar ákærunum í Baugsmálinu frá dómi í heild sinni. Þeir hinir sömu eru að meira eða minna leyti sammála um að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem vísaði málinu öllu frá en ekki að hluta, sé meiriháttar áfall fyrir embætti Ríkislögreglustjóra og saksóknara. Fljótt á litið getur Hæstiréttur staðfest úrskurð héraðsdóms og þar með væri málinu endanlega vísað frá dómi í núverandi búningi. Lögfræðingar, þeirra á meðal Eiríkur Tómasson prófessor og fleiri, hafa bent á að ekket banni að aftur verði ákært. Í úrskurðinum frá því á þriðjudag hefur verið staldrað við það álit dómaranna í undirrétti að verknaðarlýsing á meintum brotum sakborninga í Baugsmálinu væru ófullnægjandi af hálfu ákæranda. Í þessu sambandi er athyglisvert að skoða dóm Hæstaréttar sama dag í máli Auðar Sveinsdóttur Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni um meint brot á höfundarrétti gegn Halldóri Laxness. Undirréttur hafði vísað málinu frá og Auður skaut því til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar í þessu máli segir að enda þótt fallist verði á með héraðsdómara að í stefnu sé lýsing málsástæðna ágripskennd sé þess að gæta að krafa Auðar sé einkarefsikrafa. Verði í því ljósi að telja Auði hafa sett fram nægilega skýrt í hverju ætluð brot Hannesar Hólmsteins felist að hennar mati, en hafa verði í huga að ekki séu gerðar sömu kröfur um framsetningu stefnu í einkarefsimáli og gerðar séu til ákæru í opinberu máli samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála. Af þessum sökum þykir dómurum ekki næg efni til að vísa frá dómi refsikröfu Auðar enda verði ekki fallist á með Hannesi Hólmsteini að ætlaður óskýrleiki í kröfugerð Auðar sé þess eðlis að hann fái ekki tekið til varna með eðlilegum hætti. Með ofangreindum hætti tók Hæstiréttur sérstaklega fram - sama dag og Baugsmálið var til úrskurðar í Héraðsdómi Reykjavíkur - að ríkari kröfur séu gerðar í opinberu máli - eins og Baugsmálinu - en einkarefsimáli Auðar Laxenss gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Baugsmálinu hefur einnig verið líkt við Hafskipsmálið fyrir 20 árum. Saksóknari í málinu var í Hæstarétti dæmdur vanhæfur til að sækja málið. Það tengdist meðal annars Útvegsbankanum sáluga en þar sat bróðir hans í bankaráði. Dómstólar létu ákæranda ekki í té neinar leiðbeiningar um það hvernig bæta eða breyta mætti ákærunum. Í Baugsmálinu neyddust dómararnir til þess að vekja athygli ákæranda á að verknaðarlýsingar á meintum brotum væru ófullnægjandi í 18 af 40 ákærum. Því má segja að í Baugsmálinu hafi dómstóllinn með þeim hætti gefið ákæranda leiðbeiningar eins og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hefur þráfaldlega bent á. Það sem skiptir ekki minna máli er ef til vill það að frá því dæmt var í Hafskipsmálinu hafa Íslendingar lögleitt Mannréttindasáttmála Evrópu og breytt mannréttindakafla stjórnarskrárinnar árið 1995. Í 70. grein stjórnarskrárinnar er nú kveðið á um að öllum beri réttlát málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstólum. Í 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu er algerlega sambærilegt ákvæði um réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma frammi fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Fari svo að Hæstiréttur staðfesti úrskurð undirréttar og Baugsmálinu verði endanlega vísað frá gæti saksóknari ákært á nýjan leik. Málið yrði sett í nýjan búning. En yrði það rannsakað á ný? Yrðu settar fram aðrar eða nýjar ákærur? Hvað um nýja húsleit? Ef nýjar ákærur koma aftur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur verða dómarar í það skipti að fletta upp í stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu. Og þann dag gætu hæglega verið fjögur ár frá fyrstu húsleit hjá Baugi. Og ákæranda væri einnig í raun gefið annað tækifæri til að lagfæra ákærur að kröfum dómstólanna. Yrði þetta dæmi um réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstólum í skilningi stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu?
Baugsmálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira