Tvenns konar tortryggni 14. september 2005 00:01 Vinstri og hægri - Geir Ágústsson verkfræðingur. Vinstrimaður hefur, að vitund undirritaðs, aldrei í sögu Íslands kosið með skattalækkun og gegn afnámi ríkiseinokunar eða íþyngjandi reglugerða. Hvers vegna? Eftirfarandi hugleiðing gæti kannski hjálpað við að varpa ljósi á það. Í mjög einfölduðu máli má segja að fólk skiptist í tvo hópa þegar kemur að tortryggni – einn sem tortryggir ríkisvaldið og annan sem tortryggir hinn frjálsa markað. Gjarnan eru hóparnir nefndir hægri- og vinstrimenn og verður það gert hér þótt mikill misskilningur umlyki jafnan bæði orðin. Báðir hópar hafa sínar eigin túlkanir á orðum eins og frelsi, jafnrétti, auði og velferð, og tala þar af leiðandi gjarnan í kross. Þetta er afar óheppilegt ástand því einföld atriði flækjast gjarnan þegar sömu orð hafa mismunandi merkingar. Vinstrimenn eru duglegir við að stinga upp á nýjum sköttum og reglugerðum með það að markmiði að styrkja ríkisvaldið á kostnað einstaklinga og fyrirtækja. Hægrimenn vilja gjarnan lækka skatta og fækka reglum svo hinn frjálsi markaður fái meira svigrúm á kostnað ríkisvaldsins. Ólík nálgun kemur til af ólíkri tortryggni hópanna tveggja. Reglur og skattar eru að mati vinstrimanna hin upplögðu verkfæri stjórnmálamanna til að móta samfélagið í ákveðið form. Margir vinstrimenn berjast t.d. hart fyrir því að ríkið jafni magn efnislegra gæða milli einstaklinga, og jafni aðgang einstaklinga að tilteknum þjónustustofnunum og verslunum en ekki endilega öðrum. Til dæmis vilja vinstrimenn að ríkið selji vatn og strætóferðir en ekki mat og bíla. Þessi nálgun hefur oft haft slæmar afleiðingar í för með sér. Skólar og sjúkrahús líða stanslaust fjársvelti í höndum hins opinbera og þeir fátækustu fá fyrstir allra að finna fyrir því. Þeir ríku geta alltaf borgað aukalega fyrir þjónustu kennara og lækna þótt skattbyrðin sé þung. Þessu hafa þeir fátæku ekki möguleika á og þurfa treysta á að skattbyrðin dugi fyrir nauðsynlegri þjónustu. Það að reka hið opinbera með jöfnun efnislegra gæða að leiðarljósi virkar oft einfaldlega öfugt. Þeir fátækustu hafa það best þar sem ríkisvaldið einbeitir sér að því að halda uppi lögum og reglu og sér e.t.v. um að grípa þá fáu sem ekki geta spjarað sig á eigin spýtur. Flókið og fjárþyrst ríkisvald hárra skatta og fjölskrúðugrar bóta- og styrkjaflóru auk mikils magns laga og reglugerða er bæði afvegaleitt og óskilvirkt fyrirbæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Vinstri og hægri - Geir Ágústsson verkfræðingur. Vinstrimaður hefur, að vitund undirritaðs, aldrei í sögu Íslands kosið með skattalækkun og gegn afnámi ríkiseinokunar eða íþyngjandi reglugerða. Hvers vegna? Eftirfarandi hugleiðing gæti kannski hjálpað við að varpa ljósi á það. Í mjög einfölduðu máli má segja að fólk skiptist í tvo hópa þegar kemur að tortryggni – einn sem tortryggir ríkisvaldið og annan sem tortryggir hinn frjálsa markað. Gjarnan eru hóparnir nefndir hægri- og vinstrimenn og verður það gert hér þótt mikill misskilningur umlyki jafnan bæði orðin. Báðir hópar hafa sínar eigin túlkanir á orðum eins og frelsi, jafnrétti, auði og velferð, og tala þar af leiðandi gjarnan í kross. Þetta er afar óheppilegt ástand því einföld atriði flækjast gjarnan þegar sömu orð hafa mismunandi merkingar. Vinstrimenn eru duglegir við að stinga upp á nýjum sköttum og reglugerðum með það að markmiði að styrkja ríkisvaldið á kostnað einstaklinga og fyrirtækja. Hægrimenn vilja gjarnan lækka skatta og fækka reglum svo hinn frjálsi markaður fái meira svigrúm á kostnað ríkisvaldsins. Ólík nálgun kemur til af ólíkri tortryggni hópanna tveggja. Reglur og skattar eru að mati vinstrimanna hin upplögðu verkfæri stjórnmálamanna til að móta samfélagið í ákveðið form. Margir vinstrimenn berjast t.d. hart fyrir því að ríkið jafni magn efnislegra gæða milli einstaklinga, og jafni aðgang einstaklinga að tilteknum þjónustustofnunum og verslunum en ekki endilega öðrum. Til dæmis vilja vinstrimenn að ríkið selji vatn og strætóferðir en ekki mat og bíla. Þessi nálgun hefur oft haft slæmar afleiðingar í för með sér. Skólar og sjúkrahús líða stanslaust fjársvelti í höndum hins opinbera og þeir fátækustu fá fyrstir allra að finna fyrir því. Þeir ríku geta alltaf borgað aukalega fyrir þjónustu kennara og lækna þótt skattbyrðin sé þung. Þessu hafa þeir fátæku ekki möguleika á og þurfa treysta á að skattbyrðin dugi fyrir nauðsynlegri þjónustu. Það að reka hið opinbera með jöfnun efnislegra gæða að leiðarljósi virkar oft einfaldlega öfugt. Þeir fátækustu hafa það best þar sem ríkisvaldið einbeitir sér að því að halda uppi lögum og reglu og sér e.t.v. um að grípa þá fáu sem ekki geta spjarað sig á eigin spýtur. Flókið og fjárþyrst ríkisvald hárra skatta og fjölskrúðugrar bóta- og styrkjaflóru auk mikils magns laga og reglugerða er bæði afvegaleitt og óskilvirkt fyrirbæri.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun