Það sem Samfylkingin aldrei má 12. september 2005 00:01 Samfylkingin - Gunnar Karlsson Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað íslenska ríkinu í sex áratugi, um það bil síðan nýsköpunarstjórnin tók við af utanþingsstjórn Björns Þórðarsonar haustið 1944. Samstarfsflokkar sjálfstæðismanna hafa að vísu fengið að ráða ýmsu á sérsviðum ráðuneyta sem þeirra menn hafa farið með, en eðlilega hefur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf sett stefnuna í meginatriðum. Svokallaðar vinstristjórnir hafa líka rofið stjórnartíma sjálfstæðismanna annað kastið, um nálægt því þriggja ára skeið hvert sinn. En þær hafa aldrei verið annað en skammvinnar og oftast fremur misheppnaðar tilraunir til að taka við stjórnartaumum. Og oft var eins og margir af stuðningsmönnum vinstristjórna tækju meira mark á því sem Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið héldu fram en sjálfir ráðherrarnir. Jafnvel í stjórnarandstöðu var Sjálfstæðisflokkurinn voldugri en lítill stjórnarflokkur í þriggja flokka samsteypustjórn. Að losna við Sjálfstæðisflokkinn? Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn vissulega gert margt vel á þessu 60 ára skeiði. Að sumu leyti hefur hann komið fram eins og umhyggjusamur skandinavískur krataflokkur, og hann hefur varla hætt sér út í róttækari markaðshyggju en Verkamannaflokkur Blairs í Bretlandi. Samt eru völd Sjálfstæðisflokksins löngu farin að hindra æskilega þróun íslenska samfélagsins. Hér er aðeins rúm til að nefna tvennt: Annað er það að flokkurinn hefur smám saman orðið allt of heimaríkur í íslenskum ríkisstofnunum. Þar er nærtækast að nefna hvernig æðsta stjórn Seðlabankans er löngum notuð sem lífeyrissjóður fyrir stjórnmálamenn flokksins og þeirra flokka sem hann lætur styðja sig til valda hverju sinni. Hitt er það að samfélagslegur jöfnuður og samhjálp hafa aldrei orðið að algeru forgangsverkefni á Íslandi á sama hátt og í grannríkjum okkar á Norðurlöndum, þar sem sósíaldemókratar hafa stjórnað langtímum saman. Íslendingar eru svolítið of uppteknir af því að komast mikið áfram (flestir með litlum árangri); hinn tiltölulega nægjusami alþýðumaður hefur aldrei orðið gersamlega eðlileg viðmiðun hjá okkur. Skattakerfið þjónar slíkum manni ekki, varla félagsþjónustan heldur, þótt þar sé margt gert vel. Og eftir því sem markaðsbúskapur verður einráðari í viðskiptalífinu með vaxandi einkavæðingu verður einmitt mikilvægara að ríkið sé ekki undir stjórn markaðshyggjumanna. Því þurfum við endilega að fara að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr stjórnarráðinu. Hlutverk Samfylkingar Ég hef alltaf litið svo á að Samfylkingin hafi verið stofnuð til þess að binda enda á valdaskeið Sjálfstæðisflokksins. Hún var tilboð til kjósenda um annan, raunverulegan valkost í íslenskum stjórnmálum. Hún átti að innleiða hér einhvers konar tveggja flokka kerfi í stað þess eins flokks kerfis sem við höfum búið við í sex áratugi, kerfi þar sem kjósendur gætu valið á milli valdhafa. Augljós undanfari Samfylkingarinnar var Reykjavíkurlistinn í borgarstjórn Reykjavíkur, sem hnýtti endahnút á rúmlega sex áratuga langt valdaskeið Sjálfstæðisflokksins í borginni. Ég studdi stofnun Samfylkingarinnar og gekk til liðs við hana til þess að hún gerði ríkinu það sem Reykjavíkurlistinn hafði gert fyrir borgina, og ég veit að það gerðu fleiri. Það urðu því nokkur vonbrigði þegar það kom í ljós nú í haust að mörgu fólki sem hefur staðið á bak við Reykjavíkurlistann finnst ekkert gaman lengur að eiga þátt í að stjórna borg og vill heldur vinna litla sigra í litlum flokkum, keppa að því að fá kosna tvo fremur en einn eða einn fremur en engan. Þá á ég ekki eingöngu við vinstri græna, þó að þeir yrðu fyrstir til að stíga skrefið út af Reykjavíkurlistanum. Sjónarmið af þessu tagi heyrist á fundum í Samfylkingunni líka, og það er þeim mun dapurlegra vegna þess sögulega hlutverks sem henni var ætlað. Af Guðmundi ÁrnaAllra mest er ég þó undrandi á því sjónarmiði sem kom fram hjá Guðmundi Árna Stefánssyni, alþingismanni og verðandi sendiherra, í viðtali í Tímariti Morgunblaðsins 4. september síðastliðinn, þar sem hann heldur því fram að Samfylkingin hefði átt að leita eftir stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir síðustu alþingiskosningar. Ætlaði Guðmundur Árni Samfylkingunni þá ekkert stærra hlutverk en að verða svolítið stærri kratasmáflokkur en Alþýðuflokkurinn hafði verið og að því skapi sterkari stoð undir völdum Sjálfstæðisflokksins? Hefur hann eftir allt saman aldrei séð svo langt út fyrir landsteinana að hann gæti ímyndað sér stóran krataflokk við völd á Íslandi? Ef Samfylkingin ætlar að eiga von um að ljúka því ætlunarverki sínu að breyta íslensku stjórnmálakerfi þá er það eitt sem hún má aldrei, aldrei gera, fyrr en þá eftir að ætlunarverkinu er lokið, að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðismönnum. Ekki af því að Sjálfstæðismenn séu endilega verri í samstarfi en annarra flokka fólk, heldur af því að það leiðir Samfylkinguna afvega. Ef menn aftur á móti hafa þá pólitíska hugsjón helsta að viðhalda völdum Sjálfstæðisflokksins, þá er einfaldast fyrir þá að kjósa hann. Er listabókstafurinn ekki D? Höfundur er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin - Gunnar Karlsson Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað íslenska ríkinu í sex áratugi, um það bil síðan nýsköpunarstjórnin tók við af utanþingsstjórn Björns Þórðarsonar haustið 1944. Samstarfsflokkar sjálfstæðismanna hafa að vísu fengið að ráða ýmsu á sérsviðum ráðuneyta sem þeirra menn hafa farið með, en eðlilega hefur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf sett stefnuna í meginatriðum. Svokallaðar vinstristjórnir hafa líka rofið stjórnartíma sjálfstæðismanna annað kastið, um nálægt því þriggja ára skeið hvert sinn. En þær hafa aldrei verið annað en skammvinnar og oftast fremur misheppnaðar tilraunir til að taka við stjórnartaumum. Og oft var eins og margir af stuðningsmönnum vinstristjórna tækju meira mark á því sem Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið héldu fram en sjálfir ráðherrarnir. Jafnvel í stjórnarandstöðu var Sjálfstæðisflokkurinn voldugri en lítill stjórnarflokkur í þriggja flokka samsteypustjórn. Að losna við Sjálfstæðisflokkinn? Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn vissulega gert margt vel á þessu 60 ára skeiði. Að sumu leyti hefur hann komið fram eins og umhyggjusamur skandinavískur krataflokkur, og hann hefur varla hætt sér út í róttækari markaðshyggju en Verkamannaflokkur Blairs í Bretlandi. Samt eru völd Sjálfstæðisflokksins löngu farin að hindra æskilega þróun íslenska samfélagsins. Hér er aðeins rúm til að nefna tvennt: Annað er það að flokkurinn hefur smám saman orðið allt of heimaríkur í íslenskum ríkisstofnunum. Þar er nærtækast að nefna hvernig æðsta stjórn Seðlabankans er löngum notuð sem lífeyrissjóður fyrir stjórnmálamenn flokksins og þeirra flokka sem hann lætur styðja sig til valda hverju sinni. Hitt er það að samfélagslegur jöfnuður og samhjálp hafa aldrei orðið að algeru forgangsverkefni á Íslandi á sama hátt og í grannríkjum okkar á Norðurlöndum, þar sem sósíaldemókratar hafa stjórnað langtímum saman. Íslendingar eru svolítið of uppteknir af því að komast mikið áfram (flestir með litlum árangri); hinn tiltölulega nægjusami alþýðumaður hefur aldrei orðið gersamlega eðlileg viðmiðun hjá okkur. Skattakerfið þjónar slíkum manni ekki, varla félagsþjónustan heldur, þótt þar sé margt gert vel. Og eftir því sem markaðsbúskapur verður einráðari í viðskiptalífinu með vaxandi einkavæðingu verður einmitt mikilvægara að ríkið sé ekki undir stjórn markaðshyggjumanna. Því þurfum við endilega að fara að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr stjórnarráðinu. Hlutverk Samfylkingar Ég hef alltaf litið svo á að Samfylkingin hafi verið stofnuð til þess að binda enda á valdaskeið Sjálfstæðisflokksins. Hún var tilboð til kjósenda um annan, raunverulegan valkost í íslenskum stjórnmálum. Hún átti að innleiða hér einhvers konar tveggja flokka kerfi í stað þess eins flokks kerfis sem við höfum búið við í sex áratugi, kerfi þar sem kjósendur gætu valið á milli valdhafa. Augljós undanfari Samfylkingarinnar var Reykjavíkurlistinn í borgarstjórn Reykjavíkur, sem hnýtti endahnút á rúmlega sex áratuga langt valdaskeið Sjálfstæðisflokksins í borginni. Ég studdi stofnun Samfylkingarinnar og gekk til liðs við hana til þess að hún gerði ríkinu það sem Reykjavíkurlistinn hafði gert fyrir borgina, og ég veit að það gerðu fleiri. Það urðu því nokkur vonbrigði þegar það kom í ljós nú í haust að mörgu fólki sem hefur staðið á bak við Reykjavíkurlistann finnst ekkert gaman lengur að eiga þátt í að stjórna borg og vill heldur vinna litla sigra í litlum flokkum, keppa að því að fá kosna tvo fremur en einn eða einn fremur en engan. Þá á ég ekki eingöngu við vinstri græna, þó að þeir yrðu fyrstir til að stíga skrefið út af Reykjavíkurlistanum. Sjónarmið af þessu tagi heyrist á fundum í Samfylkingunni líka, og það er þeim mun dapurlegra vegna þess sögulega hlutverks sem henni var ætlað. Af Guðmundi ÁrnaAllra mest er ég þó undrandi á því sjónarmiði sem kom fram hjá Guðmundi Árna Stefánssyni, alþingismanni og verðandi sendiherra, í viðtali í Tímariti Morgunblaðsins 4. september síðastliðinn, þar sem hann heldur því fram að Samfylkingin hefði átt að leita eftir stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir síðustu alþingiskosningar. Ætlaði Guðmundur Árni Samfylkingunni þá ekkert stærra hlutverk en að verða svolítið stærri kratasmáflokkur en Alþýðuflokkurinn hafði verið og að því skapi sterkari stoð undir völdum Sjálfstæðisflokksins? Hefur hann eftir allt saman aldrei séð svo langt út fyrir landsteinana að hann gæti ímyndað sér stóran krataflokk við völd á Íslandi? Ef Samfylkingin ætlar að eiga von um að ljúka því ætlunarverki sínu að breyta íslensku stjórnmálakerfi þá er það eitt sem hún má aldrei, aldrei gera, fyrr en þá eftir að ætlunarverkinu er lokið, að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðismönnum. Ekki af því að Sjálfstæðismenn séu endilega verri í samstarfi en annarra flokka fólk, heldur af því að það leiðir Samfylkinguna afvega. Ef menn aftur á móti hafa þá pólitíska hugsjón helsta að viðhalda völdum Sjálfstæðisflokksins, þá er einfaldast fyrir þá að kjósa hann. Er listabókstafurinn ekki D? Höfundur er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar