Sport

Armstrong verður látinn í friði

NordicPhotos/GettyImages
Hein Verbruggen, yfirmaður alþjóða hjólreiðasambandsins, segir að sambandið muni ekkert aðhafast þrátt fyrir þungar ásakanir á hendur hjólreiðakappanum Lance Armstrong, en blöð í Frakklandi halda því stöðugt fram að hann hafi notað ólögleg lyf í Frakklandshjólreiðunum árið 1999. Próf sem tekin voru í fyrra af sýnum úr hjólreiðunum 1999 þykja ýta undir að eitthvað hafi ekki verið með felldu hjá Armstrong, en sýni þessi eru ekki nothæf til að sakfella hann nú og því verður ekkert aðhafst í málinu. Verbruggen segist þó staðráðinn í að komast fyrir endann á málinu til að reyna að koma í veg fyrir að slík hneiksli komi upp á yfirborðið í framtíðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×