Innlent

Læknum líður mjög illa

Þetta segir Ólafur Þór Ævarsson sérfræðingur sem hætti störfum á Landspítala háskólasjúkrahúsi fyrir þremur árum vegna ágreiningsmála.Hann stendur utan við spítalann og lýsir stöðunni þar Hann var starfandi yfirlæknir, svo og kennslustjóri á geðdeild LSH, fyrrverandi formaður Læknafélags Reykjavíkur, sat um tíma í stjórn læknaráðs LSH, auk þess sem hann var formaður vísindasiðanefndar spítalans. Hann telur að deilur lækna og stjórnarmanna spítalans nú, sé ekki eingöngu hægt að rekja til sameiningar spítalanna. Hann segir að helgunarkrafa stjórnarinnar á yfirlækna sé mjög skiljanleg. Hins vegar sé ósanngjarnt að þeir megi gegna launuðum störfum utan spítalans við allt annað en að vera á stofu. Það hafi skapað spennu meðal þeirra. "Andinn meðal lækna á LSH í dag er þannig að þeim finnst yfirstjórnin ganga of hart fram líkt og hún vantreysti mönnum. Ef þeir gera ekki eins og þeim er sagt þá geta þeir ekki verið á staðnum. Þeir eru undir álagi sem þeir hafa enga stjórn á lengur."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×