PSP Innrásin 2. september 2005 00:01 Fyrirbærið Playstation Portable frá Sony er lent á klakanum. 2000 litlir svartir ferkantaðir hlutir á stærð við sjónvarpsfjarstýringu eru meðal Íslendinga akkúrat núna! Hugsanlega eru fleiri svona tæki í fórum túrista en það er á huldu að svo stöddu! Á næstu misserum munu þessi tól vera á faraldsfæti meðal vors, sérstaklega á svonefndum heitum reitum. Hvað er PSP?PSP er lófaleikjatölva með fullt af möguleikum undir litla húddinu sínu. Í fyrsta lagi þá spilar hún tölvuleiki sem eru framleiddir á svokölluðum UMD diskum (Universal Media Disc) sem Sony bjó sérstaklega til fyrir maskínuna. Þessir diskar virðast einstaklega vel verndaðir gagnvart rispum sem er víst algengt vandamál hjá þeim sem spila tölvuleiki. Í öðru lagi koma þessir diskar einnig í formi kvikmynda sem hægt er að horfa á í PSP maskínunni. Myndgæðin á kvikmyndunum eru í DVD gæðum og virka mjög vel á skjánum sem er einn af styrkleikum PSP. Ásamt tölvuleikjafjöri í leikjum frá heitustu leikjaframleiðendunum og bíóglápi þá býður PSP upp á ýmislegt annað fróðlegt. Ferðafélagi Á PSP getur þú vistað myndirnar þínar og hlustað á “playlistann þinn”. Ekki nóg með það þá er maskínan útbúin nettengingu sem gerir þér kleyft að sigla á netinu, finna mótherja í tölvuleik, kíkja á póstinn þinn eða kannski bara blogga smá. PSP býður uppá alla þessa möguleika og gott betur. Notendur PSP geta niðurhalað sérstöku efni fyrir vélina hvort sem það eru viðbætur í leiki, sýnishorn úr bíómyndum eða annað efni beint af netinu frá sérstökum PSP veitum sem sérhæfa sig í því að þjóna PSP notendum. Ég kann ekki á svona græjur Það sem gerir PSP sérstaka er hversu auðveld hún er í notkun. Þeir sem þekkja til Playstation tölvunnar eru á heimavelli en nýgræðingar geta verið komnir í hörkufjör á fimmtán mínútum. Vélin er útbúin WiFi tækni sem fær margar PSP til að tala saman innan sendimarka. T.d geta nokkrir PSP notendur keppt í fjöldaspilun í frímínútum hver með sína PSP vél án þess að þurfa tengjast neti. Allt í allt þá er vélin tilvalin ferðafélagi enda hægt að sameina alla miðlun í sömu maskínunni. Hvað gerist næst? Þrátt fyrir alla þá möguleika sem PSP hefur upp á að bjóða núna þá mun hún þróast á komandi mánuðum og nýir möguleikar, tölvuleikir og kvikmyndir munu líta dagsins ljós. Hægt er að hlaða endalaust af efni inn á tölvuna svo lengi sem notandinn á nóg minni en tölvan notar minniskort “Memory Stick” til að vista upplýsingar. Þar sem Íslendingar eru tæknióð þjóð má búast við að Innrás PSP falli vel í kramið hjá þjóðarsálinni. Allavega æskunni og túristum. http://www.yourpsp.co.uk http://www.mypsp.co.uk/ http://uk.playstation.com©Valgarður Gíslason©Valgarður Gíslason©Valgarður Gíslason©Valgarður Gíslason©Valgarður Gíslason Franz Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Fyrirbærið Playstation Portable frá Sony er lent á klakanum. 2000 litlir svartir ferkantaðir hlutir á stærð við sjónvarpsfjarstýringu eru meðal Íslendinga akkúrat núna! Hugsanlega eru fleiri svona tæki í fórum túrista en það er á huldu að svo stöddu! Á næstu misserum munu þessi tól vera á faraldsfæti meðal vors, sérstaklega á svonefndum heitum reitum. Hvað er PSP?PSP er lófaleikjatölva með fullt af möguleikum undir litla húddinu sínu. Í fyrsta lagi þá spilar hún tölvuleiki sem eru framleiddir á svokölluðum UMD diskum (Universal Media Disc) sem Sony bjó sérstaklega til fyrir maskínuna. Þessir diskar virðast einstaklega vel verndaðir gagnvart rispum sem er víst algengt vandamál hjá þeim sem spila tölvuleiki. Í öðru lagi koma þessir diskar einnig í formi kvikmynda sem hægt er að horfa á í PSP maskínunni. Myndgæðin á kvikmyndunum eru í DVD gæðum og virka mjög vel á skjánum sem er einn af styrkleikum PSP. Ásamt tölvuleikjafjöri í leikjum frá heitustu leikjaframleiðendunum og bíóglápi þá býður PSP upp á ýmislegt annað fróðlegt. Ferðafélagi Á PSP getur þú vistað myndirnar þínar og hlustað á “playlistann þinn”. Ekki nóg með það þá er maskínan útbúin nettengingu sem gerir þér kleyft að sigla á netinu, finna mótherja í tölvuleik, kíkja á póstinn þinn eða kannski bara blogga smá. PSP býður uppá alla þessa möguleika og gott betur. Notendur PSP geta niðurhalað sérstöku efni fyrir vélina hvort sem það eru viðbætur í leiki, sýnishorn úr bíómyndum eða annað efni beint af netinu frá sérstökum PSP veitum sem sérhæfa sig í því að þjóna PSP notendum. Ég kann ekki á svona græjur Það sem gerir PSP sérstaka er hversu auðveld hún er í notkun. Þeir sem þekkja til Playstation tölvunnar eru á heimavelli en nýgræðingar geta verið komnir í hörkufjör á fimmtán mínútum. Vélin er útbúin WiFi tækni sem fær margar PSP til að tala saman innan sendimarka. T.d geta nokkrir PSP notendur keppt í fjöldaspilun í frímínútum hver með sína PSP vél án þess að þurfa tengjast neti. Allt í allt þá er vélin tilvalin ferðafélagi enda hægt að sameina alla miðlun í sömu maskínunni. Hvað gerist næst? Þrátt fyrir alla þá möguleika sem PSP hefur upp á að bjóða núna þá mun hún þróast á komandi mánuðum og nýir möguleikar, tölvuleikir og kvikmyndir munu líta dagsins ljós. Hægt er að hlaða endalaust af efni inn á tölvuna svo lengi sem notandinn á nóg minni en tölvan notar minniskort “Memory Stick” til að vista upplýsingar. Þar sem Íslendingar eru tæknióð þjóð má búast við að Innrás PSP falli vel í kramið hjá þjóðarsálinni. Allavega æskunni og túristum. http://www.yourpsp.co.uk http://www.mypsp.co.uk/ http://uk.playstation.com©Valgarður Gíslason©Valgarður Gíslason©Valgarður Gíslason©Valgarður Gíslason©Valgarður Gíslason
Franz Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira