Sport

NFL gefa til hjálparstarfs

Amerísku fótboltasamtökin, NFL, gáfu í gær eina milljón bandaríkjadala eða 63 milljónir íslenskra króna til hjálpar og uppbyggingarstarfs eftir eyðileggingu af völdum fellibylsins Katrínar. NFL-deildin leitar nú að nýjum bækistöðvum fyrir fótboltalið New Orleans Saints en liðið á að spila heimaleik við New York Giants 18. september. Superdome-höllin hefur verið notuð sem bækistöð fyrir þá sem eiga í engin hús að venda vegna afleiðingar fellibylsins. Takist ekki að gera Superdom-völlinn leikfæran gæti farið svo að New Orleans Saints spili alla sína leiki á leiktíðinni annarsstaðar en í borginni. Alamodome í San Antonio og Tiger Stadium í Baton Rouge þykja koma til greina. Íþróttasamtök, félög og einstaklingar hafa látið fé af hendi rakna til uppbyggingarstarfsins. Tenniskonan Serena Williams ætlar að gefa 100 dollara fyrir hvern ás sem hún fær á opna bandaríska tennismótinu. Á tennismáli heitir það ás þegar mótherja tekst ekki að svara uppgjöf. Serena Williams náði aðeins tveimur ásum þegar hún sigraði Catalinu Castano frá Kolumbíu í 2. umferðinni í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×